Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 9

Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 urnair, lét Inger grammófóninn fara að ganga og dansinn byrjaði. Ég spurði Inger hvort það væri nokkuð fleira, sem ég þyrfti að gera og hún svaraði stutt: „Nei, þökk fyrir — þú getur farið að hátta.“ Börre hafði lagt eyrað við, því að hann sagði: „Þér verðið fyrir alla muni að verða með okkur — ekki getið þér farið að hátta þegar gamanið byrjar!“ Ég fann að ég roðnaði í >kinn- um, en þorði hvorki að líta á Inger eða hann. Vitanlega gat ég ekki tekið þátt í dansinum, því að ég var aðeins vinnustúlka. Ég sagði ekki nokkurt orð ,en sneri frá og fór inn í herbergið mitt. Ég hafði varla lokað dyrunum fyrr en Inger kom á eftir mér. Hún var gerbreytt, afbrýðin log- aði í augum hennar. „Það sómir sér ekki að þú dufl- ir við gestina," sagði hún. — „Þú skalt ekki ímynda þér að ég hafi ekki lekið eftir hvernig þú horfð- ir á hann Börre.“ Ég hefði getað svarað Inger, ég hefði getað sagt að ég hefði ekki eitt augnablik gert mér far um að horfa á Börre, en ég hefði fundið að hann horfði á mig. Og ég hefði líka getað sagt henni, að nú væri ég ástfangin af manni í fyrsta skipti á ævinni. En ég varð að halda mér saman — ég var ekki nema vinnustúlka, og ég skildi vel að henni gramdist sár- lega, að maðurinn, sem hún var ástfangin af, hafði ekkert gaman af að horfa á heimasætuna hekl- ur aðeins á vinnustúlkuna. Á þessu kvöldi byrjuðu vand- ræðin. Inger sagði ekki meira. Hún skellti hurðinni þegar hún fór. Aldrei hafði óvinsamlegt orð farið okkar á milli. Ég háttaði, en gat ekki sofnað fyrir hljóð- færaslættinum og mannamálinu, sem heyrðist inn til mín. Og svo var ég líka að hugsa um hann — Börre Herdal. Ég hafði lesið tals- vert margar sögur um vinnustúlk- ur, sem urðu ástfangnar af syn- inum á heimilinu, en nú hafði ég orðið ástfangin af vini dótturinn- ar á heimilinu. Ég hafði aldrei gert mér háar hugmyndir um sjálfa mig, en nú hugsaði ég sem svo, að úr þvi að hann renndi hýru auga til mín, þá mundi ég liklega ekki vera sem allra óálit- legust. Daginn eftir talaði Inger ekki stakt orð við mig. Það var nokkru eftir að mið- degisverðinum lauk, sem frú Svartström sagði að sími væri til mín. Mér varð undir eins hugsað til Börre — og það var líka hann. „Ég skal vera fáorður," sagði hann eftir að hann hafði sagt til nafns síns, — „ég skil að þér eigið ekki auðvelt með að tala, þar sem þér eruð. Eigum við að hittast á miðvikudagskvöldið?“ Ég flýtti mér að hugsa: „Get ég farið á stefnumót við hann? Ef Inger fréttir að ég er úti með honum, get ég átt á hættu að missa þetta góða starf, sem ég hefi núna, en get ég sagt nei? Hefi ég ekki eins mikinn rétt til að hitta manninn, sem ég er ástfang- in af, eins og hver önnur ung stúlka?“ „Já,“ sagði ég, og ekki annað. „Klukkan átta?“ spurði hann. „Já, ég get það,“ sagði ég. Og svo tiltók hann staðinn, sem við skyldum hittast á. Inger mun hafa lagt eyrað við, því að hún sagði við mig í eld- húsinu á eftir. „Þetta var undarlegt samtal.“ Hún var stutt í spuna. Ég svaraði henni ekki en hélt áfram að vinna. Börre var kominn á undan mér. Hann stakk upp á að við skyld- um sjá kvikmynd. Ég dró ekki lengi að segja: „Ég veit að það er ekki rétt af mér að koma á stefnumót við yð- ur, en það er erfitt að segja nei. Ef ungfrú Svartström fréttir þetta, getur vel verið að ég verði rekin úr vistinni. Allt er leyfilegt í ástum og hernaði, svo að hún svífst kannske einskis til þess að losna við mig. Það er líklega ekk- ert við því að segja, heldur.“ „Ég skil þetta ekki,“ sagði hann, — „því skyldi hún vera svo lúaleg?" „Vitið þér ekki að hún er ást- fangin af yður?“ „Nei, ég hefi aldrei talið hana annað en góðan kunningja.“ Hann varð hugsandi. „Jæja, er henni þetta lí rauninni alvara,“ sagði hann eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Hún varð ósköp ergileg við mig i gær, — hún sagði hreint og beint, að ég hefði alls ekki leyfi til að líta á yður. Hún var skelf- ing afbrýðisöm." „Þér lituð heldur alls ekki á mig, — það var ég, sem horfði alltaf á yður,“ sagði hann bros- andi, — „ég reyndi eins og ég gat til að fá yður til að horfa á mig, en það stoðaði ekki hót. Ég skal auðvitað láta hana skilja, að ég beri enga ást til hennar. Reyndar hlýtur hún að skilja það, án þess að ég segi henni það.“ „Þér megið ómögulega segja henni að við höfum hitst,“ sagði ég hrædd, — „mér hefir hvergi liðið jafn vel og hjá Svartström, ég fæ aldrei aðra eins stöðu aft- ur. Þau eru svo góð og nærgætin við mig, á allar lundir.“ „Við getum haldið því leyndu fyrst um sinn,“ sagði hann. Við sáum ágæta kvikmynd. Þegar ég kom heim kom Inger undir eins til mín. Hún kom inn í herbergið mitt, og sagði lágt, svo að ekki skyldi heyra aðrir en ég: „Ég veit að þú hefir verið úti með Börre, — ég ætla að gefa þér gott ráð — ef þér líkar vel hérna hjá okkur, þá er þér holl- ast að forðast hann.“ Mér var nauðugur einn kostur. Við Börre höfðum aftalað að hitt- ast næsta miðvikudag, en ég þorði ekki að fara og hitta hann. Það var of mikið í veði hjá mér. Ég vissi alls ekki hve mikið alvöru- mál Börre var að kynnast mér — hvernig tilfinningum hans var háttað. Ef hann taldi mig annað en stundargaman, var það flónska af mér að stofna stöðu minni í hættu. Ég var ung, en ég var þó orðin svo fróð, að hættulegt væri að trúa karlmönnum í blindni. Það var stundum ekki vert að trúa öllum fallegu orðunum, sem þeir sögðu. Börre kom ekki til Inger — og þess vegna var mjög erfitt að umgangast hana. Hún var súr og önug frá morgni til kvölds. Mér féll ekki vistin á heim- ilinu eins vel og áður, og þegar öllu var á botninn hvolft átti ég r.okkra sök á þessu sjálf. Ég gerði mitt besta til að vera sem liprust í umgengni, og vann öll mín störf þannig, að ekki var hægt að finna að þeim. Svo kom fimmtudagurinn, sem ég seint mun gleyma. Inger kallaði til mín að Börre væri í símanum og vildi tala við mig. Hún var ná- föl af reiði. Hann spurði mig hvers vegna ég hefði ekki komið kvöldið áður, eins og umtalað hafði verið, og ég sagði honum hispurslaust, að ég gæti ekki hitt hann framar. Eg meinaði það sem ég sagði, það var ekki hjá því komist, þótt aldrei hafi ég bor- ið jafn ríkar tilfinningar í brjósti til nokkurs manns. Það var ekki Inger ein, sem heyrði þetta sam- tal — frú Svartström heyrði það líka. Það var óhugnanlegt eftir þetta samtal. Ég fór að gráta þegar frú Svartström spurði mig hvers vegna ég vildi ekki hitta hann. Ég sagði eins og var, að Inger væri ástfangin af honum, og að ég vildi ekki verða þrösk- uldur í vegi hennar. Inger var ekki sérlega falleg í munninum, en móðir hennar setti ofan í við hana. Ég get ekki sagt frá öllu, sem sagt var, en endirinn varð sá að Inger réðst á mig og frúin varð að ganga á milli. Inger sleppti sér alveg — ef móðir hennar hefði ekki skorist í leikinn hefði getað farið illa. „Þú ættir að skammast þín,“ sagði móðir hennar, „ef Börre vill heldur vera með Solveigu en þér, þá hefir þú engan rétt til að bregða fæti fyrir það. Börre er sennilega ástfangin af henni.“ Þetta varð öruggara fyrir mig vegna þess að frúin var á mínu bandi. Frú Svartström var svo góð og alúðleg við mig — hún mundi ekki segja mér upp vistinni þó að ég væri með Börre. „Af- neitaðu ekki ástinni," sagði hún og klappaði mér á kinnina, „sér- hver stúlka má berjast fyrir manninum, sem hún vill ná í.“ Þess vegna hringdi ég til Börre og eftir það hittumst við í öllum mínum frístundum. Það leið ekki á löngu þangað til ég varð að segja upp vistinni því að gifting okkar Börre Stóð fyrir dyrum. Ekkert hefir glatt mig meira en það, að Inger faðm- aði mig og spurði, hvort ég gæti fyrirgefið sér. Hún var eins glöð og ég sjálf. Því að hún var í þann veginn að giftast ungum mála- flutningsmanni. Mér finnst ennþá ótrúlegt, að ég, sem kom úr svo miklu um- komuleysi, skyldi fá svona gott gjaforð. Maðurinn minn er frá- bærlega góður við hana móður mína — hún á góða daga í ellinni. Við vildum helst fá hana til okk- ar, en hún getur ekki hugsað sér að eiga heima í höfuðborginni. Það er ekki aðeins í skáldsög- unum, sem ung stúlka úr sveit- inni flytst í höfuðstaðinn og höndlar hamingjuna. Reynslan mín er sönnun fyrir þvi, að það getur líka gerst í raunveruleik- anum. * Sbrítlur * Óánægja innan við „dollar“-grínið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.