Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Fimmstrendi demontinn Francois Armand gimsteinasali kom fram að búðarborðinu. Hann hélt stóra fimmstrenda demantinum mót ljósinu frá sýniglugganum, hallaði undir flatt og liorfði á bann með að- dáun. Svo sneri bann sér að eina við- skiptavininum sem i búðinni var, mið- aldra manni, einkar höfðinglega búnum. „Monsieur,“ sagði hann, „sem fag- maður vil ég taka það fram að það er afar sjaldgæft að sjá jafn fallega slípaðan demant. Hundrað þúsund frankar eru gjafverð fyrir annan eins grip.“ Hann bélt steininum upp að auganu, sem starði á gimsteininn gegnum ein- glyrnið. „Verðið skiptir mig engu máli,“ sagði maðurinn, „og ég ætla að kaupa þennan demant. En mér stendur á miklu að þér getið útvegað mér ann- an demant, sem er nákvæmiega jafti stór og eins slipaður.“ Armand gimsteinasali náði í öskju og setti demantinn í hana. Hann yppti öxlunum afsakandi. „Ég er hræddur um að ekki séu lil á öllu meginlandinu tveir demantar af þessari gerð, eins og stendur, mon- sieur,“ sagði bann. „Ég er vonlaus um að geta útvegað annan stein af þessari gerð.“ Hann braut silkipappír um öskjuna og rétti manninum bana. „Hvers vegna þurfið þér endilega að fá tvo steina?“ spurði bann. Gesturinn tók upp veskið sitt og taldi úr því hundrað þúsund franka og lagði á búðarborðið. „Mig vantar tvo stóra demanta í ennisspöng, sem ég ætla að gefa kon- unni minni,“ sagði hann, „tvo stóra fimmstrenda steina. En ég sá strax að þessi steinn þarna var einmitt með réttri lögun og mátulega stór, og ég bið yður að athuga, að ég læt einskis ófreistað til að eignast annan svona stein. Ef þér getið útvegað mér bann innan fárra daga skal ég borga allt að þrjú hundruð þúsund franka fyrir bann.“ Vinstri augnabrúnin á Armand gim steinasala kipptist upp i hársrætur. Þrjú bundruð þúsund frankar voru mikið fé. „Monsieur,“ sagði hann og ræskti sig, „úr þvi að yður stendur þetta á svona miklu skal ég ná sambandi við viðskiptavin minn í Briissel, hann skiptir við alla lielstu demantaslípara i heiminum. Þótt lítil von sé um ár- angur, skal ég biðja hann um að gera sitt besta. Það var bann, sem á sínum tíma útvegaði mér jiennan stein sem þér keyptuð ,og það gæti hugsast að hann gæti komist yfir annan af sama tagi. Gesturinn stakk öskjunni i vasann og ýtti peningunum til Armands. „É{» lít þá inn aftur eftir þrjá daga,“ sagði hann. Armand gimsteinasali hrósaði happi, er hann fékk skeytið frá Briissel tveimur dögum síðar, uin að hægt væri að útvega gimsteininn, en hann kost- aði tvö hundruð þúsund franka. „Keyptu hann strax,“ simaði Ar- mand til baka. Fingur lians titruðu af ákefð er ★ Tískun)f|ifdír ★ ÞAÐ SEM ÞEIM DETTUR f HUG! — Stuttur kvöldkjóll úr stórrósuðu silki, með breiðu belti að framan. Afturdúkarnir ná alveg upp að hálsi og gúlpa lausir við mittið. Listaverkið er frá Dessés og mun vekja tals- verða athygli. Ilinn frægi klifurgarpur Tita Pias (1879—1948) klifraði upp á Winkler- tindinn — sem er 9000 feta hár — með fimm ára gamlan son sinn bund- inn á bakið á sér. Pias hafði gengið yfir 300 sinnum á Vajolet-tind, sem er mjög erfiður. En ævilok lians urðu þau að liann datt af reiðhjólinu sínu og meiddist svo að hann beið bana af. —O— hann opnaði póstsendinguna með demantinum sama kvöldið, og sá að steinninn var alveg eins og hann átti að vera. Hann var bókstaflega alveg eins og sá, sem bann hafði selt nokkr- um dögum áður. Hann stakk lionum inn i peninga- skápinn og varp öndinni ánægjulega. Það var ekki oft, sem hann gat grætt 100.000 franka á einni svipstundu. Um sama leyti sat tígullegur lierra á sextugsaldri i flugvélinni frá Brussel til London. „Þetta er alltaf jafn einfalt," muldr- aði bann í barminn. „Kaup og sala er arðvænlegt þegar maður fer rétt að. En skyldi Armarid gimsteina- sali þekkja demantinn sinn aftur?“ Vitið þér...? að flestar þjóðir vilja halda í dauðarefsinguna? í félagsmálanefnd UNO var greitt alkvæði um þetta og felldu 51 land tillögu um afnám dauðarefsingarinn- ar, en 9 lönd, þar á meðal Finnland greiddu atkvæði á móti, en 12 lönd greiddu ekki atkvæði. En allir voru sammála um að eldd mætti lifláta unglinga innan 18 ára og ófrískar kon- ur. FALLEGUR KJÓLL. — Þessi kjóll frá Madeleine de Ranch úr gráu flau- eli er mjög fallegur og fer vel á full- þroska konu, eins og sjá má á mynd- inni. Hattur, hanskar og skór eru í samræmi við hann, einnig taskan. að tunglið er líklega brot úr jarð- skorpunni, komið þaðan sem Kyrrahafið er nú? Vísindamenn, sem aðhyllast þessa kenningu upplýsa, að i öllum hafs- botnum á jörðinni, sé granit undir- staðan, nema í Kyrrahafinu — þar er blágrýti, sem annars staðar kemur einkum fyrir i ytri jarðlögum. Eðlis- þyngd tunglsins er talsvert minni en jarðarinnar, og það bendir á að i því sé enginn járnkjarni, eins og í jörðinni, heldur granit og blágrýti. — Því er haldið fram að tunglið hafi þeytst út frá jörðinni meðan bún var hálfstorknuð og varð fyrir ábrifum flóðs og fjöru frá sólinni. Hálfstorkn- að grjótið belgdist upp eins og sjór um l'lóð og slitnaði og jveyttist út í bimingeyminn, á þann stað sem tungl- ið er nú.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.