Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1959, Síða 2

Fálkinn - 03.07.1959, Síða 2
2 FALKINN Tæknimftstöðvar- katlar arneytnir — Oclýrir Smíðum miðstöðvarkatla fyrir allar gerðir olíukyndingartækja, með inn- byggðum vatnshiturum. Einangrum katlana. Sérbyg'S'ðir vatnsliitarar (spíralar), — ýmsar gerðir. — Forhitarar fyrir hitaveitu. Lofthitunarkatlar, ýmsar stærðir. Olíuofnar fyrir beitingar- og vinnuhús. Framkvæmum allskonar járnsmíði. Framkvæmum allskonar járnsmiði, vélaviðgerðir og pípulagningar. Leggjum áherzlu ú góða þjónustu og vandaða vinnu. Miðstöðvarkatlar vorir fyrir súgkyndingu eru óháðir raí- magni og þvi sérstaklega heppilegir þar sem rafmagn er enn ekki fyrir hendi. öllum fyrirspurnmn svarað fljótt og vel. Súðavogi 9 — Simar 33599 Heima 32559. SVEFNPURKUR eru enn til. í Hanbjerg við Holsterbro í Dan- mörku bar það við eitt kvöldið, að smiðurinn í bænum ók vörubílnum sínum beint inn í hús nágrannans. Húsið skalf og nötraði, hellan hrundi af þakinu og rúðurnar brotn- uðu og bíllinn mölvaði gat á vegg- inn. En gömul kona í húsinu vakn- aði ekki við þetta. Það vtarð að fara inn til hennar og taka í eyr- að á henni til að vekja hana. ★ Brytinn hjá ameríska leiðangrin- um, sem dvelset í Suðurpólslandinu, hefur þá sögu að segja, að uppá- haldssælgæti piltanna þar sé — rjómaís. En það er enginn vandi að búa til ís þarna, því að oft er 40 stiga frost. ★ í Korsör í Danmörku er hestur einn, sem er sólginn í bjór. Það er líka bjórekill, se á hestinn, og laum- ar að honum hálfum bjór, þegar hann kemst höndunum undir. Klárn- um þykir líka gott að fá vindil, en þó reykir hann hann ekki, heldur tyggur hann. Hestur þessi kann líka að þakka fyrir sig, og gerir það með framfætinum. Þegar honum finnst húsbóndinn vera of lengi inni hjá þeim, sem hann færir ölið, rek- ur hann hausinn inn um gluggann til að minna á að hann sé til, eða hahn rekur hausinn inn um dyrnar og bítur í svuntu bjórekilsins og togar í. ★ Á vörusýningu í Blackpool í vor var m. a. sýnt hundahálsband, í skartgripadeildinni. Það var alsett demöntum og smarögðum og metið á 200 þúsund krónur. Það er fursta- frú ein í uAsturlöndum, sem hefur látið gera þetta hálsband handa hundinum sínum, en það er svo fal- legt, að hún gæti verið vel sæmd af að nota það sjálf. ★ Fullkomnasti „elektronheili" í heimi, „Orinator 704“ hefur verið sýndur á fundi mælitæknivísinda- manna í París, en smíðaður var hann í Bandaríkjunum. Þessi rafheili get- ur „munað“ 200 milljón tölur og framkvæmt 42.000 reikniatriði á sekúndu. ★ Hertogafrúin af Windsor kvað ætla að gefa út bók innan skamms. Ekki er það ævisaga heldur heitir bókin „Sálfræði hundsins". Þau hjónin eru miklir hundavinir, og á hverjum degi sést hertoginn labba um göturnar í Biarritz með þrjá hunda í bandi. Árdegis hefur hann á þeim festi úr stáli, um miðjan daginn úr silfri, en á kvöldin dugir ekki minna en gullkeðja á seppana. — Varaðu þig á honum. Hann er eldfljótur------------------!

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.