Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1959, Side 6

Fálkinn - 03.07.1959, Side 6
6 FÁLKINN £amleikutim um grein Narriman Egyptalandsdrottningu Annars lé Fraúk sér detta margt í hug. Eftirfarandi gerðist í San Remo, sem var næsti dvalarstaður okkar eftir Capri: Við stóðum við sundlaugina og Farúk var fullur af glensi og sagði við mig: — Mustafa, hrindið þér mér út í laugina. Mig langar til að fólk sjái að ég er lýðhollur kon- ungur. Mér fannst þetta skrítið uppá- tæki en þó líkt Farúk. Ég gaf hon- um snöggt olnbogaskot svo að hann datt á hausinn í laugina, og nú öskraði hann af háltri til að láta fólk taka eftir sér og til að sýna hve geðgóður hann væri. Undir eins og hann var kominn upp úr hélt hann leiknum áfram með því að hrinda einni hirðfrúnni í laugina. Vitanlega komst allt í uppnám, og sumar sem urðu fyrir hrindingunum tóku því ekki vel. Meðan við vorum í Ítalíu kom það fyrir einu sinni að Farúk móðgaði Narriman í annara viður- vist. Þetta gerðist í náttklúbb og byrjaði í gamni. Narriman hafði farið með mér í náttklúbb eitt kvöldið, og við vorum að hlakka til að eiga að hlusta á frægan ítalskan söngvara. En allt í einu fóru einhverjir við næsta borð að rífast. Þeir urðu hávæari og há- værari, og loks gátum við ekki heyrt til aumingja söngvarans. Narriman leit til þeirra ergileg og það þá um að hætta. Enda var eng- inn vafi á að söngvarinn kunni þessu illa. Hann þagnaði allt í einu og bað hjúin sem rifust, að hafa lægra. Maðurinn við borðið kallaði háðslega: — Ef þetta er scngur hlýt ég að vera fífl. Ég get sungið tífalt betur! — Gerið þér svo vel! Hérna er hljóðneminn. Hann bíður eftir yð- ur, sagði söngvarinn. Maðurinn gekk upp á pallinn og Narriman eignað- ist son í byrjun janúar 1952. Fæð- ingarinnar var beðið með eftir- væntingu og Far- úk hótaði öllu illu, ef barnið yrði stúlka. fór a syngja, og röddin var ljóm- andi falleg. Allir klöppuðu, og nú skildum við að öllu þessu hafði verið ráðstafað fyrirfram. Narri— man skemti sér ljómandi vel og sagði: — Við verðum að fá Farúk til að koma hingað. Ég hef gaman af að láta hann hlaupa á sig, og sjá hvað hann gerir þegar hjúin byrja að rífast. Kvöldið eftir kom Farúk með okkur. Mér er ráðgáta hvernig Narriman tókst að fá hann til þess. Allt fór einsog fyrra kvöldi og inn- an skamms fóru hjúin að rífast. Farúk varð gramur og bað þau um að hætta. Loks kallaði hann á yf- irþjóninn og bað hann um að sker- ast í leikinn. En í sömu svifum sneri söngvarinn sér til óróaseggs- ins — eins og kvöldi áður — og nú sá Farúk að þetta var allt leik- ur. Hann fór að hlæja og Narri- man grét af hlátri. En allt í einu skildi Farúk að hún hafði leikið á hann. — Ertu að reyna að gera mig að fífli? sagði hann og sótti í sig veðr- ið. — Það skaltu fá borgað — vertu viss um það! Margir heyrðu þegar konungur- inn var að skamma hana og það vakti leiðinlega athygli er hann stóð upp og fór inn í spilavítið með kunningjum sínum, en skildi okkur eftir. Farúk spilaði hverja einustu nótt í brúðkaupsferðinni. Hann tapaði alltaf, ég geri ráð fyrir að hann hafi tapað sem svarar 2000—2500 pundum að meðaltali á nóttu. Hann var forfallinn spilamaður, en tók sér ekkert nærri þó hann tapaði. Pen- ingar skiftu engu máli, hann átti nóg af þeim. En stundum sagði hann að hann væri fæddur til ó- heppni í spilum. Og það voru engar ýkjur. í lok brúðkaupsferðarinnar hafði hann tapað kringum 800 þús- und sterplingspundum. ÞÝÐINGARMIKLAR FRÉTTIR. Þegar Farúk varð þess vísari að Narriman var barnshafandi ger- breyttist framkoma hans við hana. Þá vorum við komin til Cannes. Konungurinn stórgladdist við frétt- ina og i'ór nú að sýna Narriman ýmiskonar nærgætni. Hann hafði alltaf gát á hvernig henni leið, og ef hún var þreytt fann hann mjúk- an stól handa henni og gerði henni yfirleitt allt til þæginda. Allt benti til þess að hann væri glaður yfir að eiga barn í vonum, og ég vonaði að nú mundi æfi Narriman breytast til betri vegar, og að Farúk mundi finna betur til þess en áður að hann væri giftur maður. En mér skjátlaðist því miður. Von bráðar tók Farúk aitur upp gömlu iífsvenjurnar og oft fór í hart milli hjónanna. Hér verð ég að skjóta inn í at- burði sem gerðist í stjórnmálum, og' varð þess valdandi að við urð- um að fara til Cairo. Meðan við vorum í Cannes fékk konungur mikilsvert bréf frá tryggum fylgismönnum sínum í Egyptalandi. Þar sagi að forsætis- ráðherrann, Mustafa E1 Nahas Pasja, foringi stærsta stjórnmála- flokksins, hefði í hyggju að segja upp samningunum við Breta og lýsa Egyptaland alsjálfstætt ríki. Þeir réðu honum til að fallast á þetta áform, til þess að eyða orðrómn- um, sem var um að hann væri ráða- gerðinni mótfallinn. Farúk lét strax semja konungs- úrskurð um uppsögn enska samn- ingsins og undirskrifaði hann. Og síðan afréð hann að halda ekki brúðkaupsferðinni áfram lengur, en hverfa heim til Cairo. Farúk hélt að með því að gefa út konungsúrskurðinn mundi sér verða fagnað sem bjargvætti og sjálf- stæðishetju þjóðarinnar. En þegar til Cairo kom var honum tekið mjög fálega. ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA SONUR! Haustið 1951 hugsaði fólk í Egyptalandi meira um stjórnmála- atburina en um að Farúk væri kominn heim úr fjögurra mánaða brúðkaupsferð með Narriman. Far- úk gramdist þetta, og ég man hvað hann sagði einn daginn er við ók- um saman um göturnar í Cairo á fleygiferð og hann sat sjálfur við Abdim-höllin í Cairo, eftir að herinn liafði náð henni á sitt vald.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.