Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 7
FÁLKINN
7
stýrið: „Ég vil að fólk viti að ég
er kominn aftur! Það virðist hafa
gleymt mér.“ Hann gat verið býsna
barnalegur.
Á hverju kvöldi kom hann í Bíla-
klúbbinn og tapaði stórfé, því allt-
af freistaði fjárhættuspilið hans.
Hann hafi engan skilning á því, sem
var að gerast í Egyptalandi. Nú
hugsaði hann mest um barnið, sem
Narriman gekk með. Þau voru flutt
í Abdim-höllina. Þar var Farúk
fæddur sjálfur, og þar vildi hann
láta soninn — ríkiserfingjann —
fæðast. Hann hafði látið setja upp
lækningastofu í höllinni, þar sem
allt var til reiðu til að hjálpa kró-
anum inn í heiminn. Þetta kostaði
45 þúsund dollara. Hann fékk tvær
sérlærðar hjúkrunarkonur frá
Þýzkalandi til að hugsa um Narri-
man.
Konungurinn var afar óþolin-
móður og hann var nær ohugnan-
lega viss um að barnið yrði sonur.
Hann þoldi ekki að heyra á það
minnst að kanske gæti það orðið
stúlka. Allur undirbúningurinn
miðaðist fyrst og fremst við soninn
en ekki við Narriman. Farúk vissi
að móðir hennar hafði komið hart
niður þegar hún var að eiga barn,
og var hræddur um að eins mundi
verða með Narriman. Kanske
mundi barnið deyja — eða verða
stúlka.
Hann sagði oft við Narriman: —
Ef það verður stúlka skal ég gera
útaf við þig!
Narriman svaraði honum aldrei
þegar hann talaði þannig. Hún
labbaði beint inn til sín og fór að
gráta. Hótanir Farúks og þetta eilífa
tal um soninn, hafði nærri því gert
útaf við hana, síðasta mánuðinn sem
hún gekk með barnið.
Einhvern tíma var konungur
niðursokkinn í að athuga skrá yfir
nánustu ættingja Narriman þegar
ég kom til hans.
— Sjáið þér hvað ég hef fundið
hérna, sagði hann. — Þetta gerir
mig vitlausan. Allir í þessari fjöl-
skyldu eignast stelpur. Faðir Narri-
man eignaðist stelpu. Bróðir yðar,
Mohamed á eintómar steipur, og
þér eigið aðeins einn son en fjölda
af stelpum.
Farúk virtist ætla að sleppa sér
við tilhugsunina um að hann eign-
aðist meybarn. Hann hafði átt þrjár
dætur í fyrra hjónabandinu, og nú
beið hann tvístígandi eftir ríkisarf-
anum. Ég reyndi að hughreysta
hann með því, að úr því að hann
hefði átt svona margar dætur væri
það líklegra að hann ætti son næst.
— Ég er hræddur um að það sé
arfgengt, þetta með dæturnar,
sagði hann mæddur. — Og kanske
er þetta mér að kenna líka, úr því
að ég hef átt eintómar dætur ....
Allt í einu hrópaði hann öskuvond-
ur: — Þetta er augljóst mál! Narri-
man eignast dóttur. Veistu hvað ég
geri við Narriman og alla hennar
ætt ef hún eignast dóttur? Ég
reyndi að fara að tala um eitthvað
annað, en. hann hrópaði: — ■ Ég
brenni ykkur öll!
Narriman auminginn var í öng-
um sínum. Oft sagði hún grátandi
við mig: — Frændi, ekki er það
mér að kenna ef ég eignast telpu?
Ég get engu ráðið um það.
Það vildi svo til að konan mín
átti barn í vonum. Það fæddist tíu
dögum áður en Narriman lagðist
á sæng, og ég eignaðist dóttur.
Þetta hafði mjög slæm áhrif á
Farúk.
FÆÐINGIN.
Loks kom að því að Narriman
lagðist á sæng. Ég man allt sem
gerðist þá. Ég fór í Bílaklúbbinn,
en þetta kvöld var Farúk þar ekki.
Kunningi minn sagði mér að hann
hefði komið þangað dálitla stund,
en svo farið allt í einu. Enginn vissi
hvert.
Mér varð strax hugsað til Narri-
man og hélt í skyndi til hallarinn-
ar til að spyrja hvernig liði. Mér
sýndist allt vera í lagi og mér létti.
Konungurinn var þar ekki, en hann
kom eftir hálftíma. Hann hafði
fengi upplýsingar um stjórnar-
málefni, sem honum leið illa útaf.
— Það er einhver ókyrrð í að-
sigi sagði hann, — en hér sitjum
við og sofum .... Hann komst ekki
lengra, því að nú fann Narriman,
sem stóð á gólfinu, til fyrstu fyrir-
boðanna. Við hlupum báðir upp,
en hann varð fyrri til og bar hana
inn í rúm.
Svo fór hann í sírnamr og hringdi
til ýmsra frægra lækna, sem höfðu
verið valdir til að aðstoða við fæð-
inguna. Hann símaði líka til Nakib
læknis í Alexandriu og bað hann
um að fljúga til Cairo þegar í stað.
Hverjum hefði dottið í hug þá,
að þessi sami Nakib ætti eftir að
verða tengdafaðir Narriman í öðru
hjónabandi hennar? Örlögin geta
stundum verið neyðarleg.
Nakib varð að leigja sér flugvél
og var kominn til Cairo hálfum
öðrum tíma eftir að hann talaði við
Farúk.
Allt í einu datt Farúk í hug að
hann yrði að tala við aðstoðarfor-
ingja sinn, Hassan Youssef. Hann
þurfti að hafa hann við höndina til
að gefa út opinberu tilkynninguna
um fæinguna. Hann hringdi til hans
en fékk ekki svar. Beið óþolinmóð-
ur um stund og hringdi aftur. Ekk-
ert svar enn. Hann varð fokvondur
og náði í fyrirliða úr lífverðinum.
— Farið og brjótið upp dyrnar
hjá Hassan Youssef og komið með
hann hingað til mín undireins!
skipaði hann.
Fyrirliðinn hlýddi skipuninni
bókstaflega. Hann hringdi að vísu
fyrst, en þegar enginn svaraði fór
hann að brjóta upp dyrnar. Þá
kom Hassan Youssef h.laupandi.
Hann hafði steinsofnað og ekkert
heyrt fyrr en braka fór í hurðinni
undan byssustingjunum.
Við Farúk fórum aftur inn til
Narriman. Þýzku læknishjúkrun-
arkonurnar voru báðar yfir henni.
Læknarnir komu og sögðu, að barn-
ið mundi varla fæðast fyrr en und-
ir morgun.
Narriman var flutt inn í lækn-
ingastofuna og þegar þangað kom
sá ég, mér til furðu, að Farúk var
kominn í hvitan læknaslopp og
með bindi fyrir nefi og munni.
Hann ætlaði auðsjáanlega að vera
viðstaddur meðan á þessu stæði og
verða fyrstur til að sjá hvort barn-
ið yrði piltur eða stúlka. Það fór
hrollur um mig er ég hugsaði til
þess hverju hann gæti tekið uppá,
ef barnið yrði stúlka, og kaldur
sviti spratt fram á enninu á mér.
Ég þrammaði fram og aftur og leið
illa, og bað fyrir mér og Narriman.
Tíminn mjakaðist varla áfram.
Ég var fyrir utan lækningastofuna
alla nóttina, en konungurinn var
inni, með læknunum. Nú hafði það
fregnast að Narriman væri lögst á
sæng, og þessvegna var sí og æ
verið að hringja um nóttina og
spyrja hvernig gengi.
Um klukkan fimm um nóttina
kom einn læknirinn fram til min.
Konungurinn óskaði að ég ætti að
ná sambandi við útvarpið, svo að
hægt yrði að koma tilkynningunni
um fæðinguna sem fljótast til al-
mennings. — Magdi læknir heldur
að það sé sveinbarn, sagði lækn-
irinn, og konungurinn heldur það
líka.
BLÖNDUÐ GLEÐI.
Um klukkan sex kom konungur-
inn út. Þegar hann sá mig þreif
hann bindið frá munninum og
hrópaði: — Komdu og kysstu mig,
Mustafa, ég hef eignast son! Ég er
ekki eins mikill klaufi og þú, sem
eignaðist dóttur!
Þessi gieðifrétt gagntók mig svo,
eftir kvalafulla biðina, að mér lá
við yfirliði. En ég harkaði af mér,
gekk til konungsins og kyssti hann.
Fréttin barst einsog eldur í sinu,
og allir í höllinni komu og óskuðu
Farúk til hamingju. Ýmsar hirð-
meyjar og þjónar grétu af gleði.
Og konungurinn lék á als oddi.
Magdi læknir sagði mér að Farúk
hefði hjálpað læknunum og undir-
eins og Magdi sá að barnið var
drengur rétti Farúk fram hendurn-
ar og tók við því.
Eftir að fyrstu gleðilætin voru
liðin hjá var læknunum og mér
boðið til morgunverðar. Við sátum
alJir við sama borðið og konungur
sæmdi læknana heiðurstitlum. Þeir
urðu sumir bey og sumir pasja.
Útvarpið flutti fréttina um að
konungur hefði eignast son og rík-
isarfa. Farúk bjóst við- að torgið
fyrir framan höllina mundi smám-
saman fyllast af fólki til að votta
honum gleði sína, en þarna kom
ekki nema slæðingur og engin gleði-
hróp heyrðust. Við ýttum rúmi
Narriman út að glugganum, svo
að hún gæti séð út, og það fyrsta
sem hún sagði var: — Þarna er
ekkert fólk!
Farúk varð gramur og rúminu
var ýtt. frá glugganum aftur. Hann
sagði: — Getið þér gefið mér
skýringu á þessu, Mustafa? Hvern-
ig getur fólk verið sinnulaust þeg-
ar það eignast ríkiserfingja?
Kanske hermennirnir bíði eftir
skipun um að hafa hersýningu á
torginu, sagði ég.
Konungurinn virtist í vafa um
það, en r.okkrum dögum síðar var
hersýning á torginu og síðar lög-
reglusýning.
Konungur stóð á svölunum í við-
hafnareinkennisbúningi. Hann hélt
á syni sínum á handleggnum og
sagði við hermennina: — Ég fel
yður það dýrmætasta sem ég á.
Son minn!
Það var dramatiskt sagt og til
þess að skjalla hann sagði ég að
ræða hans hefði haft djúp áhrif.
— Hún var ekki runnin úr mínu
brjóti, svaraði hann. — Ég las
hana í mannkynssögu hérna um
daginn. Einhver forfaðir minn kvað
hafa sagt eitthvað þessu líkt.
Farúk hélt að fréttin um ríkis-
arfann mundi lægja rostann í þeim,
sem voru að vinna á móti honum.
Hann trúði að sonurinn yrði trygg-
ing fyrir því að konungdæmið héld-
ist. En brátt varð hann þess visari,
að þar skjátlaðist honum.
BORGARSTJÓRINN FÓR í FRÍ'. — Vegna aukins atvinnuleys-
is í New York kom borgarstjórinn þar, Robert Wagner, því til
leiðar að starfsmenn borgarinnar, sem fengið höfðu ádrátt um
launaliækkun, voru sviknir um hana. Því næst fór hann í frí
til Bermudaeyja, en þegar hann kom heim aftur tók á móti
honum kröfuganga borgarstarfsmanna, sem hvöttu hann, Bob
borgarstjóra, með ýmsum neyðarlegum orðum til að semja við
sig á ný. — Hér sjást nokkrir úr kröfugöngunni með spjöldin
sín fyrir framan ráðhúsið í New York.