Fálkinn - 03.07.1959, Síða 8
8
FALKINN
Síst af öllu datt mér dauðinn í
hug er ég stóð þarna á vatnsskíð-
unum og beygði mig og sveigði aft-
urábak og út á hlið, brunandi í
kjölfar vélbátsins. Hann var á
fleygiferð og ég hallaði mér aftur
og enn meir aftur og hló upp í
storminn, sem lék um vitin á mér
og að sjávargusunum, sem léku um
fæturna á mér.
Báturinn sigldi í stórum boga
upp að ströndinni, en þegar hann
beygði frá aftur sleppti ég dráttar-
taumnum og rann hljóðlega áfram
upp í fjöruna, til stúlkunnar í hvitu
baðfötunum, sem beið mín þar.
Þegar ég kenndi grunns leit ég við
og veifaði til Toms, sem brunaði
áfram á hraðbátnum sínum upp að
bryggjunni. Svo göslaði ég upp á
þurt og tók af mér vatnsskíðin,
Sandy kom á móti mér og ég
faðmaði hana að mér og kyssti hana.
Þegar mér fannst nóg komið af svo
góðu, þi'ýsti hún ísköldum ölflösk-
unum, sem hún hélt á í hendinni,
upp að bakinu á mér, sem var með
afrifum og mig sveið í.
— Æ, skrækti ég. Þetta var ekki
fallega gert við tilvonanrii eigin-
manninn þinn.
— Eiginmann — hvað segirðu?
Reyndu að halda þér við jörðina!
Seytján afborganir í viðbót þá verð-
ur þú kanske búinn að borga trú-
lofunarhringinn, sagði hún ertandi
og rétti mér aðra ölflöskuna.
Við gengum að sólhlífinni okkar
og Sandy settist undir hana á stóra
röndótta baðhandklæðið. Eg opnaði
nestiskörfuna og athugaði hvað við
ættum mikið eftir. Ójú, þarna var
nóg af smurðu brauði og margar
ölflöskur, og ísinn á þeim var ekki
bráðnaður enn.
— Heyrðu við skulum vera
hérna þangað til í kvöld og horfa
á tunglsljósið, sagði ég. Við höfum
nóg af mat.
— Nei, við getum það ekki. Hef-
urðu gleymt að við erum boðin til
Betty í kvöld? En nú ætJa ég að
dýfa mér í. Kemurðu líka?
Við hlupum niður sandinn í
Okkar-fjöru, sem við kölluðum
svo, af því að þessi hluti fjörunnar
var afsíðis. Okkar-fjara var ofur
lítil sandvík með háum klettum á
þrjá vegu. Það var ekki hægt að
sjá ofan } víkina af þjóðveginum
fyrir ofan, og ekki hægt að komast
í hana nema af sjó eða þá langan
krókastíg í skriðunum fyrir ofan.
Við höfðum fundið þessa vik einu
sinni er við vorum með Tom og
Betty.
Við kappsyntum út, langt tii
hafs, og busluðum og lékum okk-
ur í sjónum. Svo syntum við til
iands og óðum síðasta spölinn, hönd
í hönd til lands, en allt í emu snar-
stansaði Sandy.
— Dick, líttu á — þarna!
Eg leit þangað sem hún benti.
Undir sólhlífinni okkar sat maður.
Sólin gljáði á ölflöskuna, sem hann
var að bera upp að munninum á
sér.
— Bölvaður hrappurinn! Hann
er að drekka ölið okkar, sagði ég
gramur.
— Hver getur þetta verið? Sandy
talaði í hálfum hljóðum.
— Við skulum bráðlega komast
að því! Komdu nú!
— Farðu varlega. Hann — hann
er svo fúlmannlegur.
Þegar við komum nær glotti
mannskepnan útundir eyru og veif-
Dólgurinn stakk hægri hendinni undir baðhandklæðið og dró fram skamm
byssu. Og miðaði henni beint á magann á mér.......
Cart ftlittcit:
RAIJTT LJÓS
aði ölflöskunni. Við færðum okkur
hægt nær honum. Hann hreyfði
sig ekki en hafði heldur ekki aug-
un af okkur. Þetta var stór og
sterklegur þjösni og það var alls
ekki ofmælt hjá Sandy að hann
væri fúlmannlegur. Andlitið var
gráfölt og órakað.
Ég nam staðar við baðhand-
klæðið og hvessti augun á hann.
Hann hallaði sér aftur á olnbogann
og starði á mig á móti og glotti
enn meir. Tennurnar voru gular og
skörðóttar.
— Hvað dirfist þér að gera hér?
þrumaði ég.
— Ég er að drekka öl.
— Reynið þér að hypja yður á
burt, skipaði ég.
Dólgurinn beygði sig til hliðar,
stakk hægri hendinni undir bað-
handklæðið og tók fram skamm-
byssu, sem hann hafði falið þar.
Svo miðaði hann henni beint á
magann á mér. Sandy tók öndina
á lofti. Og ég fann hvernig maga-
vöðvarnir í mér herptust.
— Hvað ætlist þér fyrir? spurði
ég.
— Við getum orðað það þannig,
að ég sé einmana og vilji fá ein-
hvern félagsskap, rumdi hann.
Röddin var rám og urgandi.
— Er það bíllinn yðar, sem stend-
ur þarna uppi á veginum? Sá græni
og hvíti? spurði hann.
— Já, það er bíllinn minn, svar-
aði ég stutt.
— Buick, er ekki svo. Hvaða
gerð?
— 1956.
— Góð kerra, lagsi. Ég hef ekki
ferðast mikið upp á síðkastið —
hef svo að segja verið úr umferð í
sjö ár — svo að ég þekki ekki síð-
ustu gerðirnar.
Sandy þrýsti sér að mér. Ég fann
hvernig hún skalf.
— Jæja, ég skil. Lykillinn að
bílnum liggur í jakkavasanum
þarna. Og í veskinu mínu eru rúm-
ir fjörutíu dollarar. Þér getið hirt
það, ef þér viljið snauta á þurt.
— Jæja, þér segið það! Finnst
yður ég ekki nógu góður í yðar
félagsskap?
Ég færði mig nær fötunum mín-
um til að ná í lyklana og veskið.
En þá spratt hann upp eins og
naðra og gekk í veginn fyrir mig
og miðaði skammbyssunni.
— Stansið þér, stálmaður. Skip-
unin kom eins og svipuhögg. —
Þú sest á steininn þarna — og þú
líka, vina mín! Hann benti með
skammbyssunni á flatan stein, og
við settumst.
Maðurinn sparkaði burt tómu öl-
flöskunni og fékk sér aðra, en hafði
ekki augun af okkur. Við sátum
þarna og kvöldumst í glóðheitri
síðdegissólinni en hann teygði
makindalega úr sér undir sólhlíf-
inni. Reiðin sauð í mér. Bara að
hann hefði ekki haft þessa déskot-
ans skammbyssu.
Hann sat þegjandi langa stund.
Sat og góndi á okkur og slokaði í
sig öli. Við heyrðum bílana þjóta
framhjá uppi á þjóðveginum, að-
eins tuttugu metra frá okkur.
En eins og ég hef þegar sagt var
Okkar-fjara ósýnileg ofan af veg-
inum.
— Þú þykist fær í flestan sjó,
sagði hann loksins. — En þú mátt
þín lítils móti þessum. Hann veif-
aði skammbyssunni. — Þú skalt
ekki reyna nein undanbrögð.
— Ég skyldi hafa brotið í þér
hrygginn, ef ekki væri skamm-
byssan, sagði ég gramur. Ég fann
að Sandy hnippti aðvarðandi í mig.
— Sá þykir mér gorta, sagði
hann með hæðnishlátri, — Ég á
níutíu kíló af vöðvum undir þess-
um görmum, sem ég er í, og ég
kann að beita þeim líka.
Hann drakk út úr flöskunni og
fékk sér nýja. — Ég sá þig standa
á vatnaskíðum. Kantu nokkuð
fleira?
— Ég kann sund. Tennis. Get
kafað .... og svo framvegis.
— Þú ert ekki lakari en Tarzan.
Sjálfur Mister America — meiri
kallinn! Svo rendi hann augunum
til Sandy og vætti breiðu varirnar
með tungunni. — Og þarna er Miss
America í kaupbæti! Ég var svei,
mér heppinn!
Ég heyrði andardrátt Sandy.
Hann stafði lengi á hana og það
var enginn vandi að geta sér til
hvað hann var að hugsa.
Allt í einu rétti hann út höndina
og dró til sín fötin mín, tók pen-
ingana mína og stakk þeim í vas-
ann. Svo tók hann bíllyklana.
Hann leit af mér á lyklana og svo
á mig aftur.
— Ætli það sé ekki best að ....
muldraði hann í barminn. Svo leit
hann á Sandy. — Kann hún að
stýra bíl hnákan þarna?
Sandy hristi höfuðið — N-ei.
Þorparinn þreif töskuna hennar
og helti úr henni, til að athuga
hvort hann sæi ekkert ökuskírteini.
— Jæja, það þýðir það, að þú
verður langlífari, gimbrin mín. Við
sitjum þá hérna og látum okkur
líða vel þangað til dimmt er orðið.
Þá bröltum við upp að fallega