Fálkinn - 03.07.1959, Síða 9
FÁLKINN
9
Buicknum þarna og ökum til
Mexico.
— Til Mexico? hváði ég og átti
bágt með að trúa að mér hafði ekki
misheyrst.
— Já, yfir landamærin til Mexi-
co. Þú stýrir og hún situr mér til
skemtunar í aftursætinu.
— Heyrið þér! Ég skal aka yður
til Mexico, sjálfvilugur, ef þér lát-
ið Sandy verða eftir hérna.
Hann rak upp kuldahlátur. —
Nú gengur fram af mér. Svo að það
datt þér í hug! Að ég mundi sleppa
litlu rjúpunni þarna? Þegar maður
hefur ekki séð kvenmann í sjö ár!
— Dettur yður í hug að þér get-
ið komist klakklaust út úr þessu?
sagði ég og kreppti hnefana svo
fast að neglurnar skárust inn í
bjórinn.
— Þú skalt nú fá að sjá það. Þér
er óhætt að treysta Ralph Harmon,
greppatrýnið þitt. Kannastu við
nafnið mitt?
Ég varð einskis vísari af nafn-
inu. En Harmon benti á Sandy og
hvíslaði:
— En hún veit hver ég er. Líttu
bara á skjáinn á henni. Segðu hon-
um hver ég er, tjátlan mín, skip-
aði hann.
Sandy svaraði mjóróma: — Hann
er glæpamaður, sem strauk úr fang-
elsinu........
— Alveg rétt. Ég hef verið á
flótta í tvo daga og nú skulu þeir
aldrei ná í mig aftur. Aldrei! Þú
getur skrifað það hjá þér.
— Það stóð í blaðinu að þér
væruð lífstíðarfangi, sagði Sandy
hás. — Dæmdur fyrir morð..........
— Alveg laukrétt! Fyrir morð,
já. Harmon deplaði augunum til
mín. — Svo að það borgar sig ekki
að halda, að ég sé hræddur við að
nota þessa byssu, ef þú kynnir að
reyna einhver undanbrögð.
— Svo nú, standið þið nú upp!
skipaði hann allt í einu. — Klæð-
ið ykkur, því að nú leggjum við
af stað.
Okkur var nauðugur einn kost-
ur, að hlýða. Baðfötin okkar voru
orðin þurr, svo að við fórum í föt-
in utanyfir þau.
— Svona, jæja, nú höldum við
af stað. Nei — við skiljum þetta
dót eftir hérna. Við þurfum ekki
á því að halda.
Við gengum upp að stígnum.
— Þú gengur fyrst, sagði hann
við Sandy. Svo stakk hann skamm-
byssuhlaupinu í bakið á mér. —
Jæja, labbaðu nú á eftir henni.
— Við vorum öll móð eftir
brekkuna er við komum upp að
bílnum. Ég lauk upp bíldyrunum.
— Það er best að þið setjist bæði
fram í, fyrst í stað. Ef við kynnum
að rekast á lögreglu, þá hafið þið
verið í smáferð til að skoða tungls-
ljósið. Ég leggst niður á gólfið
hérna aftur i, og ef þið segið orð
við lögregluna þá skal ég bölva
mér upp á að ég skýt gegnum sæt-
isbakið. Verði ég tekinn þá er úti
um ykkur. Bæði tvö — skiljið þið
það? Og nú ökum við af stað. Inn
með ykkur!
Eg settist við stýrið. Harmon
lagði niður stólbakið og fór aftur í.
Svo settist Sandy við hliðina á mér
í framsætið og skellti hurðinni aft-
ur. Það var þó léttir að hún þurfti
ekki að sitja við hliðina á bófan-
um. Og áður en hann neyddi hana
til að flytja sig, skyldi ég hafa
fundið einhver ráð........
Ég tók eftir að klukkan var hálf-
átta er ég setti bílinn í gang. Og
við sem vorum boðin út klukkan
átta! Nú murraði í hreyflinum.
— Opnaðu útvarpið! skipaði Har-
mon. — Ég vil heyra hvort þeir
segja nokkrar fréttir.
— Hvað hafið þér hugsað yður
að gera við okkur þegar við kom-
um til Mexico? spurði ég.
Harmon rak upp hásan hlátur.
— Ég skal hafa einhver ráð með
það, rjómadrengurinn minn. Og
hana — ja, það verð ég að athuga
nánar. Það er að nokkru leyti undir
henni sjálfri komið ...... hvort
hún .......
Hann þagnaði til að hlusta á
fréttirnar. Þulurinn las upp lýs-
ingu á strokna morðingjanum
Ralph Harmon, og sagði að hann
svífðist einskis og væri stórhættu-
legur. Hann hafði sést einhvers-
staðar. norðarlega, ekki iangt frá
landamærum Canada. Lögreglan
væri á þönum til að ná í hann áð-
ur en hann kæmist úr landi.
Harmon hló. — Þarna sneri ég
vel á þá, bölvaða glópana. Ég
sendi gamlan kunningja minn norð-
ur, og gekk að því vísu að þeir
mundu rekja slóðina hans, en sjálf-
ur ætlaði ég að komast með járn-
braut suður. En nú ekur maður
beina leið til Mexico án þess að
rekast ú bölvaða snuðrarana.
— Hvert til Mexico ætlið þér?
spurði ég.
— Til Santa Rosalia. Veistu
hvar sá bær er?
— Hef aldrei heyrt hann nefnd-
an.
— Hann er suður með strönd-
inni, um þúsund kílómetra frá
landamærunum.
— Þúsund kílómetra? Það fór
hrollur um mig. Þúsund kílómetra
með vopnaðan morðingja í aftur-
sætinu.
•— Hvers vegna viljið þér kom-
ast til Santa Rosala? spurði ég. Ég
heyrði sjálfur hve hikandi röddin
var.
— Vegna þess að áætlun mín er
þannig, sagði Harmon. — Þú í-
myndar þér varla að ég hafi brot-
ist út úr fangelsinu án þess að hafa
gert áætlun um allt fyrirfram. Ég
átti náunga að, sem hjálpuðu mér.
Þegar ég kem til Santa Rasalia fer
ég með ferjunni til Guayamas.
Þaðan fer ég með flugvél til Mexi-
co City. Og þá er Ralp Harmon
horfinn fyrir fullt og allt.
— En hvers vegna undirbjugg-
uð þér ekki ferðina til Santa Rosa-
lia úr því að þér höfðuð lagt þetta
allt svo vel niður?
— Ég hafði gert áætlun um það.
En svo bilaði bíllinn hjá mér,
skammt þaðan sem þið voruð. Vit-
anlega hefði ég getað stolið öðrurn
bíl, en þá hefði eigandinn kært
þjófnaðinn og lögreglan hefði farið
að eltast við mig. Nei, það var
miklu betra að hafa það svona.
Engan bílþjófnað — en ykkur tvö
sem gisl, ef lögreglusnuðrararnir
færu að gerast of eftirgangssamir.
— En hvað vinnst yður við að
drepa okkur þegar við komum til
Santa Rosalia? sagði ég. — Þér
eruð öruggur þegar þangað kemur.
En ef þér fremjið tvö morð í við-
bót, gefst lögreglan aldrei upp við
leitina.
— Jæja, þeir hafa þá eitthvað að
gera sér til gamans á meðan, sagði sambandi við lögregluna þarna, án
Harmon. í Mexico City finna þess að fá kúlu gegnum hausinn?
þeir mig aldrei. Það hverfa öll spor Það var umferðaljósið framundan
út í sandinn. mér, sem gaf mér loks hugmynd-
Lögreglubifreið sveigði inn á að- ina. Það var að breytast í rautt.
alveginn af hliðarvegi og ók fast á Ég steig varlega á bensíngjaf-
eftir okkur er við nálguðumst flug- ann. Ekki hart, svo að það gæti
völlinn. Harmon kúrði sig niður og komið upp um mig. Hraðinn óx
ég fann að hann þrýsti skamm- smámsaman upp í 55, svo flutti ég
byssuhlaúpinu í sætisbakið. . fótinn og fór að fást við hemilinn.
— Aktu hægara, hvæsti hann. Þegar ég að lokum steig hann
— Engar hundakúnstir, því að ég alveg niður og nam staðar við
sver að þið skuluð vera dauð, bæði krossgöturnar, hamaðist hjartað í
tvö, áður en þeir læsa klónum í mér og hendurnar voru votar af
mig. svita. Lögreglubíllinn var enn rétt
Ég dró úr hraðanum, úr sextíu fyrir aftan mig.
niður í fjörutíu og var sifelt að Umferðaljósið breyttist í grsent
brjóta heilann um hvað gera skyldi, og ég lét bílinn renna hægt af stað.
svo að mig verkjaði í hausinn. Þegar við ókum yfir þverveginn
Þarna var bjargvætturinn rétt bak rann lögreglubíllinn fram með okk-
við okkur. En hvernig átti ég að ná Framh. á bls. 14.
* £itt htJetju *
llvíldarhöll Tiio's
á llrioni
og œuintúrl úr „100/ no'tt
Stærsta hafnarborg Júgóslavíu
heitir Pula, og stendur á Istría-
skaga, nokkur hundruð kilómetra
fyrir sunnan Trieste. Þar í kring
eru mestu stóriðjufyrirtæki lands-
ins og glymjandinn í vélunum
heyrist langt út á Adríahaf. En þó
heyrist hann ekki út í Brionieyj-
ar, sem liggja nokkuð undan landi.
Tíu klettaeyjar, sem eru sumar
hverjar eins og drangar. En sú
ellefta er stærst, 6 km. löng og 2
á breidd. Og þar er sumarhöll
Tito forseta.
En hann varð ekki fyrstur til að
uppgötva fegurðina á Brioni. Þar
eru margar rústir halla fornra
rómverskra höfðingja. Þar er ágæt
veðrátta; þó daglangt rigni inni á
ströndinni koma aðeins skúrir á
Brioni, og þegar heitast er á landi
er svalt í hafgolunni á Brioni. Þar
vex kyprosviður og pálmar og
reykurinn frá verksmiðjunum í
Pula nær ekki þangað.
Meðan Austurríkismenn áttu
Brioni notuðu þeir eyjarnar fyrir
hernaðarbækistöð. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina fengu ítalir yfir-
ráðin þar og byggðu þá lúxushótel
þar og settu hákarlanet í víkurn-
ar, vegna baðgestanna.
Eftir síðari styrjöldina varð
Brioni hluti af Jugóslavíu, og Tito
var fljótur að uppgötva þessa
Paradís. Hann lét breyta gistihús-
unum í tízkuhorf og fluttist sjálf-
ur í einkabústað sem ríkur ítali
hafði byggt sér og lét breyta hon-
um í samræmi við besta Holly-
woodstíl. Gömul höll var skinnuð
upp og notuð handa gestum forset-
ans, og verkamannaráðin og her-
mannaráðin byggðu aðra höll og
gáfu forsetanum. Hún er notuð við
opinberar móttökur á Brioni.
Tito býr aðeins fáa mánuði árs-
ins í gömlu konungshöllinni í Beo-
grad eða Dedinjehöllinni í útjaðri
þeirrar borgar. Meiri hluta ársins er
hann á Brioni, meðfram heilsunnar
vegna. Þann tímann sem hann er
þar, fá engir skemtiferðagestir að
vera á Brioni, heldur aðeins helstu
embættismenn ríkisins, sem fá að
vera þar í sumarleyfinu, oftast nær
sem gestir ríkisins.
Höll Titos er afar íburðarmikil og
smekkleg, en þó full austurlanda-
leg, eftir vestrænum smekk. Lista-
mennirnir, sem skreytt hafa hana,
höfðu sæmilega frjálsar hendur,
og sumt af listinni mundi vera kall-
að „vestræn úrkynjun“ í Moskvu.
Þjónalið Titos er fjölmennt, og
vilji hann aka um eyjuna notar
hann skarutlegan hestvagn með
gamalli gerð. Á höfninni liggur
hvítmáluð skemtisnekkja hans og
sömuleiðis hraðskreiður vélbátur,
sem hann notar mikið. Vilji hann
vera alveg útaf fyrir sig fer hann
út í smáhólma, sem heitir Vanga.
Þar hefur hann látið reisa sér smá-
kofa.
Tito tekur á móti gestum sínum
á stéttinni fyrir framan höllina, hjá
gosbrunnunum þar. Hann er
smekklega klæddur, i stálgráum
sumarfötum. f digru gullarmbandi
um úlfliðinn er úr, sem sýnir bæði
tíma og mánaðardag og brilliant
glitrar í slifsnælunni. Hann er með
marga hringi á fingrunum, þ. á m.
stóran innsiglishring. Hann reykir
júgóslavneskar sígarettur, sem
likjast tyrkneskum, og notar alltaf
gullmunnstykki. Hann er sólbak-
aður og sérstaklega vel greiddur.
Hann er orðinn 67 ára en virðist
vera tíu árum yngri.
Hann hlær sjaldan. Hann er fljót-
ur til svars, einsog hann vissi fyrir
hvað hann er spurður um.
Fátækt almennings er mikil í
Jugoslavíu og dýrðin á Brioni
stingur mjög í stúf við kjör fólks-
ins. En Jugoslavar láta sér vel líka
þó Tito berist mikið á. í' augum
alþýðunnar er hinn fyrrverandi
smiður hliðstæður konugunum frá
frægðaröld landsins. Hann á að
hefja þjóðina til álits í augum ann-
ara þjóða, og þá er ekki nema gott
að gestir hans sjái hann í sem
glæsilegastri umgerð.