Fálkinn - 03.07.1959, Síða 10
10
FÁLKINN
IIA\j«SI KLUMPUIl 3tyBt€Íasatfu iyrir hörtt
1) — Bíddu, Prófessor. Við höf-
um lokið sex daga hlaupinu og nú
ætlum við allir að hjálpa þér til
að finna mausangúsann.
2) — Heyrðu, markmaður, hvernig lítur
hann svona hérumbil út, þessi sem þú
hélst að væri mausangúsi?
— Mja, hvernig hann leit út? Svona
eins og hann væri að hálfu leyti ég og að
hálfu leyti þú, Klumpur minn.
3) — Jæja, þá förum við allir á maus-
angúsaveiðar. Það ætti að verða auðvelt að
finna hann, úr því að við höfum svona góða
lýsingu á honum. Heilsaður honum Frigga
Fjas bróður þínum og þakkaðu honum
fyrir sex daga hlaupið.
1) — Hott! Hott! Hertu þig, Strútur,
þarna er ég að koma auga á eitthvað.
Ég þori ekki að ábyrgjast að það sé
mausangúsi, Prófessor minn, en hafið
samt stækkunarglerið viðbúið.
2) —- Hvað skyldi hann vera að hugsa
um, þessi litli peysi þarna? Hann hefur
hvorki heyrt okkur eða séð, ennþá.
3) — Góðan daginn, ungi vinur. Geng-
ur eitthvað að þér?
— Nei, ég var bara að hugsa, ég hef
verið að hugsa í heilan klukkutíma. En
ef þú ert duglegur að hugsa, gætir þú
kanske hjálpað mér.
1) — Heyrðu, Klumpur, ég hef 2) — Og þegar ég gekk hérna hjá áðan 3) — Mér líst ljómandi vel á mylluna,
svo oft óskað mér vindmyllu, spurði malarinn mig hvort ég vildi ekki en ég kemst bara ekki inn um dyrnar. Ég
svona einsog maður hleypur með eiga mylluna hans, og ég sagði auðvitað: jú! hef verið að reyna það, en þá fæ ég alltaf
í hendinni og veifar til og frá. högg á rassinn.
-jc Skrítlur -K
— Hann er óþolandi, þessi hvíting-
ur. — Hann étur grænmetið jafn-
óðum og ég læt það í súpuna.
Brytinn: — Ég get útvegað yður
ágætt borð mjög nálægt dansgólf-
inu.
Gesturinn: —Mér kæmi nú betur
að það væri nálægt einhverjum
þjóni.
— Hversvegna stáluð þér þessum
tíu þúsund krónum?
— Auðvitað af því að ég var
svangur, herra dómari.
— Þú verður að játa, að þetta
var hundaheppni, sagði konan, sem
var að heimsækja manninn sinn
margbrotinn á spí,talanum eftir bíl-
slysið. — Að undantekinni fram-
rúðunni, sem þú fórst í gegnum, er
bíllinn ekki vitund skemmdur.
Heyrt í Ilollywood: — Þau gift
ust o gurðu hamingjusöm samt.
— Ég heyri sagt, að þú hafir far-
ið til ættfræðings til að fá ættar-
töluna þína. Hvei’nig gekk það?
— Það varð nú dýrt spaug, lasm.
Ég varð að borga honum 4000 krón-
ur fyrir að fá hann til að halda
kjafti.
— Ég sagði honum Jónasi alla
ævisögu mína í gærkvöldi, sagði
Gududa við Fribbu vinkonu sína.
— Þorðir þú það. Og hvað sagði
hann.
— Hann spurði, hvort hann mætti
ekki bæta nýjum kapítula við.