Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 11
FÁLKINN
11
☆ ☆☆ LlTLA sagan ☆ ☆☆
Hlustarverkur
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Rithöfundurinn Simar Sagan,
framleiðandi alþýðufræðilegra
greina í dagblöð og vikublöð, vakn-
aði einn morguninn með óbærilegan
hlustaverk. Kunnátta Sagan í lækn-
isfræði var því miður svo yfir-
borðskend að hann taldi sig ekki
dómbæran um sjúkdóminn og sím-
aði því til Guðmundar læknis og
tjáði honum vandræði sín.
,,Hlustarverkur,“ stundi hann í
símann. „Svo hræðilegur hlustar-
verkur, að þér hafið aldrei séð ann-
an eins í yðar læknistíð."
Læknirinn kom um miðjan dag.
Sagan lá stynjandi í rúminu.
„Þér getið þvegið yður um hend-
urnar í baðklefanum áður en þér
rannsakið mig,“ sagði hann við
læknirinn, því Sagan var kattþrif-
inn.
Læknirinn geri eins og honum
var sagt og svo skoðaði hann eyra
sjúklingsins í einskonar kíki. ,,Já,“
sagði hann er hann hafði kíkt um
stund, „það er mikil bólga í hlust-
inni. Þér hafið orðið fyrir dragsúg,
og ég sé ekki betur en það hafi
gerst á Siglufirði.“
Sagan gapti og gleymdi kvölun-
um í bili, því hann var svo hissa.
„Getið þér virkilega séð það,
læknir? Að ég var á Sigló?“
„Þér hafið sýnilega haft náttstað
í ódýru matsöluhúái og orðið inn-
kulsa þar. Mér finnst margt benda
á að þér hafi verið hjá jómfrúnni
í Byrgisbúð, en húsið hennar er
argasti hjallur.“
Sagan var steinhissa. „Þetta er
stórfenglegt,“ sagði hann. ,,Ég kom
frá Siglufirði fyrir fjórum dögum,
og bjó í Byrgisbúð í eina viku. Ég
skil ekki hvernig í ósköpunum .. “
Læknirinn bandaði frá sér. ,,Ó-
lærðir menn geta ekki skilið ný-
tísku aðferðir við sjúkdómagrennsl-
anir,“ sagði hann. „Það er ótrú-
legt hvað maður getur ráðið af ýms-
um sjúkdómstilfellum.“
„Þetta finnst mér merkilegt,“
sagði Sagan og hafði nú steingleymt
hlustarverknum. „Ég skrifa nefni-
lega um þessi mál. Þér álítið þá, að
læknirinn geti séð hvar maður hef-
ur fengið sjúkdóminn, með því að
kíkja inn í eyrað á honum?“
„Alveg rétt. Skrifið þér um þetta,
Sagan, en lofið mér að líta á það
áður en þér sendið það í prent-
smiðjuna.“
Sigmar Sagan rithöfundur tók
til við greinina um sjúkdómakönn-
un nútímans, undir eins og lækn-
irinn var farinn. Þetta var löng og
vel skrifuð grein, og dæmið um
sambandið milli bólgu í hlust og
matsölu á Siglufirði var þunga-
miðja greinarinnar.
Hlustarverkurinn var horfinn
þegar hann lauk við greinina, og
virtist vera alfarinn. Sagan þurfti
ekki að nota pillurnar, sem lækn-
irinn hafði gefið honum.
Greinin var sex þéttskrifaðar
blaðsíður, hann mundi fá talsverða
upphæð fyrir hana. Svona efni er
alltaf vel borgað.
Morguninn eftir fór Sigmar Sag-
an til læknisins með greinina, svo
hann gæti lesið hana, eins og um-
talað var.
Læknirinn setti á sig gleraugun
og las í næði. Sagan þóttist geta
ráðið af svipbrigðum hans, að hon-
um líkaði skrifið vel.
„Þetta er ágætlega skrifað,“ sagði
læknirinn þegar hann hafði lesið
allar sex síðurnar til enda —
„mjög vel skrifað og skemmtilegt
og fræðandi.“
Hann tók af sér gleraugun og
lagði þau á borðið.
í STRÆTISVAGNINUM.
Bílstjórinn: — Eruð þér ekki læs,
maður. Þarna stendur Reykingar
ba.nna.8ar.
— Já, en ég er ekki að reykja.
— Þér eruð með pípu í rnunnin-
um.
— Já, ég er með skó á fótunum
líka, en ég geng ekki.
Meðhjálparinn var alltaf vanur
að koma eldsnemma á sunnudags-
morgun til prestsins, til að sækja
kirkjulykilinn áður en hann færi
að leggja í ofninn í kirkjunni.
Prestinum leiddist þetta ráp og
einu sinni segir hann: — Nú hengi
ég lykilinn á naglann fyrir utan
dyrnar á laugardagskvöldum, og
svo geturðu tekið hann þar.
Næsta sunnudagsmorgun kemur
meðhjálparinn og spyr eftir presti.
— Ég ætlaði bara að láta yður vita,
að nú tek ég lykilinn, prestur.
„Ég er enginn rithöfundur sjálf-
ur,“ sagði hann, „og það er fjarri
mér að ætla að gefa yður nokkur
heilræði. En þó mundi ég í yðar
sporum hafa tekið með ofurlítið at-
riði, sem ég að vísu minntist ekki
á í gær.“
Sagan leit á læknirinn með vor-
kunnarsvip. Þessir læknar voru
ekki færir um að kenna honum að
skrifa.
„Lítið þér á,“ sagði læknirinn.
„Það var viðvíkjandi handklæðinu
sem ég þurrkaði mér á, þegar ég
var inni í baðklefanum yðar. Á
því stóð „Byrgisbúð“. Og það gerði
mér auðvitað hægara fyrir við
sjúkdómskönnunina.“
UMBERTO ÍTALÍUKONUNGUR
fyrrverandi, hefur áhyggjur af dótt-
ur sinni, Maríu Beatrice, sem er
gullfalleg og aðeins 15 ára. Hún
var nýlega gestur hjá Carlos greifa
af Adda og fjölskyldu hans í Fir-
enze og kynntist þar Phöbusi, syni
greifans, sem er 22 ára. Og hún
varð svo ástfangin af honum, að hún
segist ekki ætla að linna látum fyrr
en hún fái að giftast honum.
•k
AGATHE CHRISTIE, hinn frægi
morðsöguhöfundur les alltaf sögur
sínar upphátt fyrir manninn sinn,
sem er fornfræðingur, áður en hún
sendir forleggjaranum handritið.
Manninum finnst þessurn tíma sé
illa varið og hefur þess vegna lært
að prjóna og situr með prjónana
sína meðan hann hlustar á Agöthu
drepa mennina.
UNDIR KRINGLUTRÉNU. — Kringluiré stendur bœði á þýsku
og einskonar latínu á þessu tré, sem er alsett ágœtustu Jcringlum.
Það er slcóli nokJcur í Diisseldorf í Þýzkalandi, sem gengst fyrir
þessu einu sinni á ári til þess að gleðja nemendurna.
Vitið þér ...?
að jafnvel stærstu hafskip eru
eins og dvergar hjá ísjökunum?
Kanadísk varðskip hafa séð haf-
ísjaka, sem mældist vera yfir 13
milljón lestir á þyngd! Ef vatnið úr
slíkum jaka bráðnaði mundi það
mynda 3 metra stöðuvatn, sem væri
4 km. á lengd og 1 km. á breidd.
*
Aukahljóðfæri.
*
— Sæll og blessaur!
★
SEPPO AIRAKSNEN heitir lb
ára finnskur drengur, sem hefur
sett met í „maraþóns-húlahoppi".
Honum tókst að sveifla gjörðinni
60.500 sinnum kringum sig á 9 tím-
um og 12 mínútum.