Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 13

Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 13
FALKINN 13 jC TÍSKAN jC FALLEGUR BÆÐI SÝKNT OG HEILAGT! <;-------- Það er engum vafa blandið að það verður blússukjóllinn, sem setur svip á sumartískuna. — Þetta snið hæfir nefni- lega við öll tækifæri, en vitanlega er hverjum frjálst hvaða efni hann velur: silki, þunnt ullar- tau, terylene eða stór- mynstraða bómull, eins og er I kjólnum á myndinni cg hentar vel til hvers- dagsnota. Blússan pokar yfir breiðu mitíisbeltinu og pilsið hæfilega vítt. — Fyrirmyndin er frá Lanv- in Castillo. SUMARKJOLL ÚR SIIANTUNG. Fyrirmyndin er frá DIOR og ber svip vor- tískusýnishornanna frá þessu tískuhúsi. En kjóll- inn er ekki tvískiftur, þó maður gæti haldið það, eftir hálsmálinu að dæma. Allt í einu lagi. Efnið er grófofið shantung, tilval- ið sumarefni, sem fæst í öllum hugsanlegum lit- um og hefur þann kost að vera svalt í hitum og hlýtt þegar kælir. Verður til meira mælst? ars komin nótt? Fyrir mörgum klukkutímum hafði hún staulast fram á mitt gólfið til þess að líta á klukkuna. En hana hafði sundlað og hún gat ekki fest augun á úrskífunni. Þetta gilti reyndar einu. Tíminn skiptir engu máli í gröf- inni. Stundum vissi hún ekki hvar hún var. Lamp- inn í loftinu var eins og í klefanum hans Gord- ons. Það var eins og hann dinglaði eftir hreyf- ingum bátsins. Og Gordon var þarna og sat á rúmstokknum hjá henni og tók handleggnum um herðar henni. Góði Gordon, en hvað þú varst vænn að koma, jafnvel þó þú værir dáinn. Góði Gordon .... En nú sá hún ekki Gordon lengur og henni varð dálítið órótt. Hvert voru þau eiginlega að fara, hvers vegna fóru þau ekki í land? Gordon! Sprungnar varirnar hvísluðu nafnið, en það hafði hún enga hugmynd um. Hún sneri sér á steingólfinu og tók höndun- um um opinn lofthólkinn, eins og hún væri að gæla við hann. — Æ, þessi höfuðverkur, Gordon, höfuðverkurinn. Hvers vegna gefur þú mér ekki aspirín? Hún fór að gráta. Tárin runnu hægt niður kinnarnar. — Þú ert ein. Alein úti á reginhafi. Lorna Mendham stóð með martiniglasið sitt úti í horni í stóru stofunni hjá Simpsonsfólkinu. Kringum hana var allt samkvæmið hlæjandi og masandi yfir árdegiskokkteilnum þenna sunnu- dag, Sylvia og Larry höfðu neitað að láta morg- unsiglinguna niður falla, svo að þau voru ekki þarna. Bruce hafði hitt einhverja ríku vinina sína frá Suður-Frakklandi og stóð með þeim úti á svölunum. Lornu þótti gott að fá að vera ein. Hún var svo annars hugar að hún gat ekki sinnt neinum samkvæmisskyldum þessa stundina. Eftir geðs- hræringuna útaf Bruce kvöldið áður virtist allt ætla að falla í lijúfa löð aftur. En það gerði það ekki. Þegar hún varð ástfangin af Bruce hélt hún að nú væri einn þáttur horfinn úr eðli hennar, nefni- lega óvissan og efinn um sjálfa sig. En nú fann hún að hún mundi aldrei losna við þetta. Allan morguninn hafði hún spurt sjálfa sig: Hvernig get ég nú verið viss um að Bruce segi satt? Hann hafði leynt hana þessu hestaveðmáli, og fyrst hann gat það þá .... „þú hefur gifst ríkri stelpu“ — æ, að Addy frænka hefði ekki verið hjá frú Lindsay. Bara að hún gæti símað til Addy frænku. Lorna tók teyg af martiniglasinu. Hún átti í stríði. Hún varð að hætta að hugsa svona, ann- ars væri hjónaband hennar dauðadæmt. Hún svipðist kringum sig, hvort þar væri nokkur, sem hún gæti talað við, og kom auga á gömlu frú McCarty, sem sat ein sér. Frú McCarty var góð vinkona Addy frænku — annars var þetta skelfing leiðinleg kerling, sem maður vildi helzt sniðganga. En núna þurfti Lorna einmitt á leið- inlegri kerlingu að halda. Hún fór þangað sem gamla konan sat. — Sælar, frú McCarty. — Góðan dag, blessað barnið. En hvað þér eruð lagleg í dag! Hvernig líður henni frænku yðar núna? —- Þökk fyrir, ágætlega. Hún er hjá frú Lindsay um helgina. — Hjá frú Warren Lindsay? — Já, einmitt. — Góða barn, það hlýtur að vera misskiln- ingur. Augun í frú McCarty tútnuðu, svo hissa varð hún. — Frú Lindsay dó í fyrri viku. Hún var mágkona mín, eins og þér vitið. Maðurinn minn flaug til Kaupmannahafnar til að vera viðstaddur útförina. í svipinn fannst Lornu vera að líða yfir sig. En hún harkaði af sér og reyndi að láta brosið ekki hverfa af vörunum. — Ó, það var sárt að heyra. En þá hlýt ég að hafa misskilið Addy frænku — ég ruglast stundum á frú Lindsay og . . . . annarri vinkonu frænku minnar. Hún heyrði sína eigin rödd segja einhver inn- antóm orð. En hræðslan gróf hægt um sig í huga hennar. Hún hafði þá haft rétt fyrir sér. Auðmýktin í gær, hreinskilni hans, blygðun hans og afsakanir . . . æ, Bruce, þetta var þá allt lygi. GrunUr henr.ar úti á svölunum daginn áður hafði verið réttur, þegar Bruce greip í hana . . . þetta með frú Lindsay var lygi, sem honum hafði dottið í hug á því augnabliki. Hvers vegna? Til þess að afstýra því að hún símaði til Addy frænku? En hvers vegna? — Hvað hafði hann gert við Addy frænku? Hún leit örvæntingaraugum kringum sig í stof- unn. Hún gat hvergi séð Bruce. Æ, afsakið þér mig snöggvast, frú McCarty, ég . . . . mér datt allt í einu í hug símtal .... sem ég þarf .... Hún flýtti sér frá gestunum fram í anddyrið. Tók símann og bað um númer frænku sinnar. Hún skalf svo mikið að hún gat varla haldið á símtækinu. Og angistin greip hana — ef Bruce kæmi nú til hennar. Nú var Bruce orðinn ókunnur maður, hræðilega hættu- legur maður. Hún gat heyrt hringinguna í númerinu, sem hún hafði beðið um. Einhver hlaut þó að vera heima. Að minnsta kosti Arlene. Hún átti að vera þar allan hvítasunnudaginn. Hún heyrði hverja hringinguna eftir aðra. — Það svarar ekki, á ég að . . . . Lorna lagði símtækið á kvíslina og leitaði fumandi í minnisbókinni sinni. Hún hafði núm- er Arlene þar einhvers staðar, hún var viss um það. Jú, þarna var það. Hún tók símann aftur. Ókunn mannsrödd svaraði. — Er Arlene við? Þetta er frú Mendham, frænka frú Snow. — Nei, því miður, Arlene er í Atlantic City, frú Mendham. — Einmitt það. En átti hún ekki að vera hjá frænku í dag? — Jú, upprunalega, en svo hringdi herra Mendham og sagði að frú Snow færi í ferðalag um helgina, og Arlene ætti frí til þriðjudags. Lornu fannst blóðið frjósa í æðum sér. — Sagði — sagði Mendham nokkuð um, hvert frú Snow ætlaði? — Nei, hann sagði aðeins að Arlene ætti frí til þriðjudags. Lorna heyrði að einhver var að koma. — Jæja, þakka yður fyrir, sagði hún. Afsakið þér ónæð- ið. Mér datt bara í hug að þér vissuð hvar frænka mín væri. Hún sleit sambandinu og leit við. — Nú, þarna ertu þá, elskan mín, ég hef leit- að að þéf hátt og lágt, sagði Bruce sem kom inn úr stofudyrunum og brosti til hennar. Það var einkennilegt, en allt í einu rak áköf reiði við Bruce, og ergelsi yfir hve hún var auð- trúa sjálf, alla hræðslu á flótta. Henni tókst meira að segja að brosa til hans. — Halló, Bruce. Ég var að hringja til Emmetts, sagði hún. — Það var maður sem endilega þarf að tala við Larry um viðskipti áður en hann fer til New York. Mér datt í hug að stúlkan hjá þeim vissi hvenær þau eru væntanleg úr skemmtisiglingunni. Hann studdi hendinni á handlegg hennar. Það munaði minnstu að hún æpti þegar hann snerti hana. Hann hafði símað til Arlene og sagt að Addy frænka yrði að heiman um hvítasunnuna. Hann hafði logið um frú Lindsay til að hindra að Lorna símaði heim. En hvers vegna .... hvers vegna? Hvar var Addy frænka? Hvað hafði hann gert við Addy frænku? Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Op-in kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Féiagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.