Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.10.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Það var þennan dag, sem skriður fór að kom- ast á málið. En Faro — aðalfulltrúinn — vissi það ekki enn. Þetta var rétt fyrir jólin og kjallarinn í Holley-vöruhúsinu mikla hafði ver- ið gerðru að ævintýraveröld, með hellirum og gosbrunnum og himinhvolfi með blikandi stjörn- um. Úr gjallarhornunum heyrðist glaðleg rödd: Velkomin til Holley! . . . Holley er jóla- verzlun ársins. Allir koma til Holley! Gleym- ið ekki að skreppa í ferð með geimfarinu! Skreppið til Marz og Venusar og Merkúrs! Sjáið manninn í tunglinu! . . . Faro var þarna með tvíburana hennar systur sinnar og sýndi þeim öll furðuverkin. — Það er víst bezt að maður reyni að komast út héð- an, hugsaði hann með sér. — Þetta er ekki til annars en að börnin dreymir illa á eftir . . . En tvíburarnir voru hrifnir af því, sem fyrir augun bar og toguðu hann að geysistóru, gljá- andi geimfarinu. Þar gaf fólk fengið að sitja við stýrið og leika Leiftur-Gordon og sjá tungl- ið koma þjótandi á móti sér. Þar voru sjóðandi stöðuvötn á Venus, jurtir með ljósrauð blöð og loðin blóm með kolkrabbaöngum, sem gripu í þá, sem fram hjá gengu. Og þarna var geig- vænlegur foss, sem togaði í þig ef þú komst nærri honum. Og hryllingsklefi og úr honum heyrðust svo skerandi óp að blóðið stirðnaði í hugrökkustu görpum og þeir urðu að stinga fingrunum í eyrun. Gamli, skikkanlegi jólasveinninn hafði verið settur af og var látinn gæta tombólukassans úti í horni . . . Faro kunni ekki við sig þarna. Hvað átti allt þetta sýnitilstand að þýða? Höfðu lítil börn gott af þessu? — Jæja, hvað ætlið þér að gera við þetta? Kobert t htipnutiie ; sitt skína, en það var í góðu samræmi við hina hávöxnu, fyrirmannlegu persónu þingmannsins. Mark Wingrush þingmaður var oft nefndur í blöðunum. Oft lenti honum í harðvítugum sennum við andstæðingana, og alltaf var það hann, sem hafði betur. Hann skrifaði ákveðinn dálk í eitt blaðið einu sinni í viku. Og sú grein var fyrirmynd að heilbrigðri skynsemi og ágæt- um stíl. Og svo tók hann þátt í sjónvarpsatrið- um, sem margar milljónir gleyptu í sér. — Hvernig gengur málið yðar? spurði Wind- rush allt í einu. Og aftur fannst Faro að hann læsi leyndustu hugsanir hans. Og þó vissi hann að í þetta skipti voru þær leyndar — urðu að vera það. — Jæja, það mjakast, muldraði hann. — Þetta er leiðindamál, sem ég er að fást við núna . . . Svo sneri Faro við blaðinu allt í einu: -— Ég er vanur að fara með krakkana í leikfanga- búðir um þetta leyti árs . . . í þeim svifum kom Faro auga á Jorking lög- — Það er erfitt mál, hélt Gibbs áfram, — vegna þess að ég get sannast að segja ekki gefið yður neinar upplýsingar. Og það er hættulegt, vegna þess að þér getið lent í ýmsu, sem hvorki þér eða aðrir hafa neina reynslu af áður. Hann tók upp blýant og lagði hann frá sér aftur. — Þér eigið að rannsaka mál, sem gæti litið út sem venjulegt lögreglumál, en þér verðið að hafa í huga sí og æ, að það er engan veg- inn venjulegt mál. Faro sagði ekkert. Það hefði ef til vill verið kurteisara að mulda: ,,ég skil“, en sannleikur- inn var sá, að því fór fjarri, að hann skildi nokkurn skapaðan hlut. — Ég hef valið yður í þessa rannsókn eftir ítarlega umhugsun, sagði Sir Leonard. — Að minni hyggju eruð þér eini maðurinn, sem gæti tekizt þetta — ef það þá er nokkur. Þér hafið nefnilega hugmyndaflug, Faro, og lipran heila, * Hann sat með kross- lagða fœturna. Andlit- ið sneri til hliðar og niður á við, eins .og maðurinn hefði tekið eftir einhverju, sem vakti athygli hans. spurði róleg rödd bak við hann. Faro leit snöggv- ast við og fannst hann eihvernveginn vera vitni að hugsanaflutningi og skyggni þarna í öllu þvarginu. — Nú, eruð það þér, Windrush? Ekki hélt ég að þér hefðuð gaman af öðru eins hégóma- rugli og þessu. — Windrush kumraði: — Allir koma til Hol- ley, sagði hann. Annars er ekki á yður að sjá að yður þyki gaman hérna. Faro leit til tíu-ára barnanna, sem störðu hug- fangin á uppblásna brúðu, líka froski í laginu, sem átti að tákna geimflugmann. — Ég var að hugsa um börnin, sagði hann. — Hvað erum við að gera við aumingja börnin? Hvernig verður framtíðin þeirra? — Ja, það er sannarlega alvarlegt mál, svar- aði Windrush. -—- Margir af kjósendum mín- um hafa komið til að tala um það við mig. — Um þennan stað hérna? — Ekki þennan sérstaklega. En það er al- mennur kvíði út af því, að þetta er að keyra úr hófi. Þess vegna fannst mér rétt að sjá þetta með eigin augum. Faro néri á sér hökuna. — Þeir vilja líklega láta yður bera fram fyrirspurn um þetta í þing- inu? En svo langt var málið þó ekki komið énnþá, og Windrush virtist þykja það miður. Hann hafði nefnilega gaman af að bera upp fyrirspurnir — eða svara þeim. Svo framarlega sem þær gátu gefið honum færi til að láta mælskuljós Enska lögreglan stóð uppi ráðalaus. Víðsvegar höfðu fundizt lík, sem ómögu- legt var að þekkja. En ummerki eftir heilauppskurð sáust á öllum líkunum. Robert Chapman segir hér sögu þessa máls. reglufulltrúa, sem kom á móti honum milli gulu, sjóðandi vatnanna á Venus . . . Það var orðið langt síðan hæstráðandinn í Scotland Yard hafði gert boð eftir honum núna. Faros datt í hug, hvort hann ætti von á reiði- lestri fyrir hve illa gekk með Southend-málið. Blöðin höfðu verið harðorð um getuleysi lög- reglunnar. og nú heimtaði Sir Leonard Gibbs líklega að fá úrslit. En það var nú ekki bein- línis það. Faro mundi fá að skila þessu Southend- máli af sér, án þess að vera móðgaður. — Þér eigið að taka dálítið annað að yður, sagði Sir Leonard. — Bæði erfitt og sennilega mjög hættulegt mál. Húsbóndinn var allt öðruvísi í framkomu núna en hann var vanur. Hann var dálítið hikandi, fannst Faro. sem þér fyrst og fremst munuð þurfa á að halda núna. Þetta mál hefur hrellt lögregluna víða um landið, Síðasta árið hafa fundizt lík á ýmsum stöðum. En það hefur reynst ógern- ingur að þekkja þau, hvernig sem lögreglan hefur reynt. Fram til þessa höfðu fundizt fimm lík, allt karlmenn Ekkert þeirra var í fötum, eða hafði auðkenni, sem gefið gat vísbendingu. — Við höldum, að það sé samband á milli þessara líka, hélt Sir Leonard áfram. — Nú er það yðar hlutverk að finna þetta samband og reyna að þekkja eitt líkið — eða öll fórn- arlömbin. Faro hafði tekið eftir, að Sir Leonard sagði ,,við“, en hann spurði ekki hverjir þessir ,,við“ væru. Hann svaraði bara: — Fórnarlömbin? Ég þekki lítið til þessara mála, Sir. En ég hef aldrei heyrt talað um morð í því sambandi. Og líkin voru orðin mjög skemmd, er þau fundust . . . — Þér getið treyst því, að það er eitthvað óhreint við þetta, greip Sir Leonard fram í, -— og hér er samband á milli. — Já, Sir. Sir Leonard stóð upp, eins og hann væri hræddur um að segja meíra en rétt væri. — En þessu liggur á, sagði hann hvasst. — Þetta mál situr fyrir öllu öðru, og er leynilegt. Enginn má vita, að við höfum talað saman. Og ég vil að þér gefið mér sjálfum skýrslu — aðeins mér — ef þér verðið einhvers vísari. Hann tók málhvíld og hélt svo áfram: — Ég hef gert ráðstöfun til að Jorkin fulltrúi hjálpi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.