Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 öul, MEST VERT UM NEÐRI HLUT- ANN. — Fyrruvi var það treyjan — efri hluti klœðnaðarins — sem þótti mestu máli skifta, en nú er það öfugt. Ungu stúlkurnar á aldrin- um þrettán-nítján ára, eða „tán- urnar“ svonefndu vilja fyrst og fremst láta taka eftir hvernig þœr eru klœddar að neðanverðu. Hér sjást þrjú frönsk sýnishorn af pilsum. Það efsta úr úlfaldahári, það köflótta úr „mohair“ og það neðsta úr „tweed“. an KVENFÓLKINU þykir það þœgi- leg tilbreyting að ganga í buxum heima við. Frá SAGARDOY-tísku- húsinu eru þessar buxur, úr teygj- anlegu „helenea-nylon“, og peysan er úr nylon-ull. Það er tekið fram, 'ið eingöngu grannar stúlkur eigi að nota svona buxur. „Jú, víst er það, heimilin — ég hafði gleymt þeim.“ Sonja hneig niður á stól og tók höndunum fyr- ir andlitið. Hana verkjaði í höfuðið og hún fann æðasláttinn á gagnaugunum, vegna sálarstríðs- ins sem hún átti í. Sem læknir vissi hún hve brýn þörf var á slíkum heimilum. En gat hún sem kona fórnað svo miklu fyrir þau? Aldrei hafði hún verið svona mikill einstæð- ingur og svona vonlaus. Það var ekki aðeins að Max hafði sýnt sig sem óþokka. Sál hennar hljóð- aði eftir manninum sem hún elskaði — Philip MacDonald. Hún stóð upp úr sófanum og fálm- aði þreytulega eftir töskunni sinni og hönskun- um. ,,Ég veit ekki hverju ég á að svara, Max,“ sagði hún lágt og skjálfrödduð. „Ég verð að fá umhugsunarfrest.“ „Það er sjálfsagt, Sonja,“ sagði hann og varð nú alveg eins og hann átti að sér. „Taktu þér eins langan umhugsunarfrest og þú villt. Pen- ingarnir fyrir heimilin eru til taks hvenær sem þú villt. Þú þarft ekki annað en láta mig vita — þá skal ég ná í húsameistara og lækna til ráðuneytis. Má ég aka þér heim?“ „Nei, þökk fyrir, Max, ég vil heldur ganga ein. Ég verð að vera einsömul til að geta hugs- að, og lagt þetta niður fyrir mér.“ Hlý sumarsólin skein í augun á henni þegar hún gekk niður húsþrepin frá Max. En henni fundust sólargeislai'nir hæðast að henni. Hvernig mundi öllum þessum skelfingum reiða af? spurði hún sjálfa sig og gekk í hægðum sínum að næstu neðanjarðarstöð. Hún hafði haldið að mælir sorga hennar væri fullur, þegar faðir hennar dó. Hún hafði haldið þá, að ekki væri hægt að lifa þyngri sorg af. En svo hafði fráfall föður hennar orðið fyrsti hlekkurinn í hörmungakeðju, sem virtist ætla að drepa alla von um lífsgleði og farsæld í fram- tíðinni. Örvænting. Það var kvíðahreimur í rödd Philips Mac- Donalds er hann rétti þjóninum frakkann sinn. Móðir hans hafði verið farin að jafna sig dá- lítið eftir versta lungnabólgukastið, sem hafði því nær kostað hana lífið, en á hverjum degi er Philip kom heim af sjúkrahúsinu, var hann hæddur um að henni hefði slegið niður. „Frú MacDonald virðist vera miklu betri í dag,“ sagði þjónninn og brosti. Hún situr inni í litlu stofunni og er að sauma.“ „Sauma!“ rumdi í lækninum. „Ég hélt að ég hefði gefið nægilega skýr fyrirmæli um að hún má ekki reyna neitt á sig.“ „Já, ég sagði henni það, sir, en hún vildi endilega fara að dunda við eitthvað. Afsakið þér að ég segi það — þegar frúin tekur eitt- hvað í sig er erfitt að fá hana ofan af því.“ Læknirinn hnyklaði brúnirnar. Hann flýtti sér inn og opnaði varlega dyrnar að litlu stof- unni, sem móðir hans hafði alveg útaf fyrir sig. Þar sat frú MacDonald og var að stíga saumavélina, með lengjur af gráum dúk kring- um sig. „Sæll vertu, Philip,“ sagði hún glaðlega. „Komdu hérna og sjáðu fallega efnið, sem ég hef náð í. Ég ætla að fara að sauma vinnubux- ur handa fátæku börnunum heima. Ég sagði þeim í búðinni að ég yrði að fá ósvikið skozkt vaðmál, sem eitthvað þolir. Taktu á þessu — finndu hve sterkt það er.“ MacDonald þuklaði með semingi á efninu, sem hún rétti fram. „Það er afbragð, mamma,“ sagði hann, „en ég hélt að ég hefði sagt þér, að þú mátt ekki leggja neitt á þig fyrstu vikuna. Ef þú vilt gefa fátækum föt, geturðu vafalaust fengið þau keypt tilbúnin í stóru verzlununum." „Ha? Heldurðu að ég vilji gefa blessuðum skozku börnunum annað eins rusl, sem ekki þolir betur en silkipappír?“ sagði frú MacDon- ald ergileg. „Og svo hef ég gaman af að sauma. Það minnir mig á þegar þú varst lítill og varst að rífa brækurnar þínar. Ef þú villt flýta fyrir mér í gröfina, skaltu reyna að banna mér að vinna.“ Læknirinn gat ekki svarað móður sinni neinu, það þýddi ekki að deila við dómarann. Allar tilraunir hans til þess að láta hana eiga náðuga daga í ellinni, mistókust. „Það færi að verða mál til komið að ég saumaði flík á strákinn þinn,“ hélt hún áfram og setti kassann yfir saumavélina. „Hve lengi ætlarðu að láta mig bíða eftir barnabarninu?“ MacDonald hló og roðnaði eilítið við surn- inguna. „Úr því að þú spyr er bezt að ég gleðji þig með því að segja þér að ég hef boðið ungri stúlku hingað heim á morgun.“ „Jæja. Og hver er nú það?“ „Elsie Smith. Hún er hjúkrunarkona á skurðlækningadeildinni. Hún er bezta og lipr- asta hjúkrunarkonan sem ég hef kynnst, og hún er mjög lagleg.“ „Datt mér ekki í hug að þú mundir falla fyrir einhverri hjúkrunarkonunni, drengur minn,“ sagði frú MacDonald og brosti. „Það verður gaman að kynnast henni. Ég skal gefa henni bollur, sem ég hef bakað sjálf Þegar Elsie Smith kom inn í stássstofuna hjá MacDonald síðdegis daginn eftir, sómdi hxin sér framúrskarandi vel. Hún var enn fallegri 1 bláa kjólnum en í hjúkrunarbúningnum. Philip Mac- Donald hélt sig vera kvenhatara, en hann hélt samt niðri í sér andanum þegar Elsie kom inn. Hún var með bleikgulan rósavönd í hendinni og rétti frú MacDonald og hló uppgerðarlega. „Ég vona að yður líki þær, frú MacDonald," sagði hún. „Það var fallega hugsað,“ sagði gamla konan, og skærblá augun brostu framan í Elsie. „Það er ekki svo oft sem gamlar konur eins og ég fá blóm. Fáið þér yður nú sæti og látið eins og þér séuð heima hjá yður. Smakkið þér á boll- unum — þær eru gerðar eftir minni uppskrift.“ Elsie tók stóra bollu með miklu sméri á. Henni hætti til að fitna og hafði þess vegna strangt mataræði, til að spilla ekki vaxtarlaginu. Fengi hún mikið af svona kjarngóðri sveitafæðu mundi allur hennar yndisþokki f júka út í veður og vind. „Ungar stúlkur verða að borða vel,“ sagði kamla konan og tók tvær bollur sflálf. „En það hljótið þér að vita, úr því að þér eruð hjúkr- unarkona, ungfrú Smith.“ „Já, auðvitað,“ svaraði Elsie. „En viljið þér ekki kalla mig Elsie, frú MacDonald? Við sonur yðar erum góðir vinir, er það ekki, Philip?“ Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kL 10—12 og 1^—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.