Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 MAÐURINN BAK VIÐ ORÐIÐ Málarinn CHIQUE málaði Chic Jagues Louis David var ekki aðeins frœgasti malari sinnar tíð- ar heldur var hann einnig stofn- andi hins kldssiska malaraskóla Frakka. í byltingunni hafði hann verið œstur jakobíni og fylgis- maður Robespierres og málaði þá fjölda stórra málverka bylt- ingunni til vegsemdar. En síðar }éll hann að fótum Napoleons og varð hirðmálari hans. David var ekki aðeins mikill málari heldur ágœtur kennari líka, og sannast það á því, hve frœgir margir lœrisveinar hans urðu. Ýmsir þeirra hlutu heims- frœgð, svo sem Gerard, Ingres og Leopold. En nafn eins af hinum kunnu lærisveinum hans lét ekki aðeins eftir sig málverk heldur nafnið sitt, sem nú er lýsing á mjög notuðu hugtaki. -----Jean Chique var uppá- hald meistara síns, sem benti oft á myndir hans öðrum til fyrir- myndar. „Þetta er Chique — og þetta er ekki Chique“, sagði hann þegar hann var að sýna mynd- irnar. Lœrisveinarnir öfunduðu Chique og vildu gjarnan verða — Chique. Chique dó ungur úr berklaveiki, en orð Davids lifðu, því að hann hafði lýst fallegum myndum með orðunum „Þetta er Chique!“ Þeg- ar David dó, árið 1825, var Chi- que löngu gleymdur, en nafn hans var á allra vörum í málara- skólanum fyrir því. Og þaðan komst það á allra varir, þar sem rœtt var um list. Og það komst inn í daglegt mál og er nú notað um það sem smekklegt er og nett, ekki síst um fataburð kvenfólks- ins. „Hún er chic“, segir fólkið þegar það sér stúlku í fallegum kjól. En þá verður stúlkan helst að vera „chic“ líka — í vaxtar- lagi og allri framgöngu. „Chic“ er orð sem grípur yfir ákaflega mikið þó að það vœri uppruna- lega aðeins notað um málverk. XXSÖOÖOÍS!JíH5!5í5aí5;S!ÍÖO;iíÍÍÍ»aí5ÍS«SOÍSOÍÍOOÍX5ÖOOttOeOOO%ÍSÍSÍSítOÖÖO«öO<SOO^Í 0 » » « 8 « « « « « « 8 « » u 8 « 8 » « 8 8 0 0 0 0 0 0 0 ^iSiSiWliW og þeir unnu í görðunum en kven- fólkið slæptist. Belgiskur maður sagði mér síðar nánar frá þessu. — Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum, sagði hann. — Ung og falleg kona var gift gömlum karli, sem lét hana strita og kvaldi hana á allan hátt. En svo hvarf maðurinn einn daginn. — Hann fór í langferð, sagði kon- an hans við grannana. Nágrannarnir furðuðu sig ekki á að hún virtist ánægð yfir þessli. Enda var hún svo glöð að hún bauð öllum grannkonunum í matreiðslu. Þar var sungið og kveðið og veizlan þótti takast með svo miklum ágæt- um að konurnar stofnuðu með sér skemmtifélag og ákváðu að koma saman einu sinni í mánuði. En það skrítna var að í hverri veizlu til- kynnti einhver konan, að nú væri maðurinn hennar „farinn í borg- ina“. Loks var helmingurinn af öll- um bændum félagskvennanna horf- inn. * Stjórnarfulltrúinn þóttist ekki komast hjá að rannsaka þetta mál, og loks sagði einhver honum frá grun sínum. — Konurnar hafa stofnað morð- félag, sagði hann. — Þær éta dauð- an mann einu sinni í mánuði! Svo voru konurnar kallaðar á fund og yfirheyrðar. En þær hlógu bara að þessu. En smám saman fengust sannanir, og nú kom emb- ættismaðurinn með særingamann, sem sagðist ætla að vekja bænd- urna frá dauðum. Þá ætluðu ekkj- urnar að sleppa sér og sögðust skyldu meðganga allt, ef sálir bænd- anna þeirra kæmu ekki aftur. Það kom nú á daginn að allir gömlu bændurnir höfðu verið drepnir. Rotaðir með sleggju er þeir sváfu. Og líkin síðan etin í gesta- boði hjá ekkjunni. Armand og Michaela Denis með fjórum pygneum í Congó. — Tveir eru afar, þó ekki séu þeir stórir. — Svo margir voru við þetta riðn- ir, sagði belgiski embættismaður- inn, að yfirvöldin vissu ekki hvað gera skyldi. Loks var þó unga ekkj- an, sem hafði riðið á vaðið, sett í fangelsi. Nú eru frúrnar hættar að rota mennina sína, en bændurnir urðu svo hræddir að þeir hættu að þrælka konurnar og gera þeim nú allt til geðs. Þeir vilja heldur ganga sér til húðar en láta rota sig með sleggju. ENDIR. • ýntáuin attuffl • VALKYRJAN. — Tvisvar sinn- um tólf ára gömul stúlka suður í Aþenuborg hefur verið dæmd í margra ára fangelsi fyrir að hafa rænt manni sem hún var ólm í að giftast. Hún hafði náð í hann með sér á afvikinn stað og þar tók hún upp saltsýruflösku og hótaði að skvetta úr henni framan í hann ef hann undirskrifaði ekki ioforð um að giftast henni. ----x----- DANIR REYKJA VINDLA. — Auk þess sem Danir reykja 4 mill- jarð vindlinga á ári reykja þeir líka 115 milljón vindla og 800 mil- jón smávindla. Vindlaeyðslan á ári nemur á hvern íbúa í Englandi 3 vindlum, Noregi 7, Svíþjóð 18, Bandaríkjunum 45, Vestur-Þýzka- landi 85, Hollandi 105 og í Dan- mörku 205 vindlum. ----x---- ROMY SCHNEIDER, hinn upp- rennandi kvikmyndaleikari, telur hyggilegt að leggja peninga í gisti- hús. Fyrir kaupið, sem hann fékk fyrir kvikmynd sem hann lék í á Spáni, hefur hann keypt sér gisti- hús á Mallorca. — Annar kvik- myndaleikari, John Wayne, hefur líka trú á hótelunum. Hann átti stórt gistihús í Mexico og hefur nú keypt annað í Porto Rica. Jumbo kveinkar sín ekki þó kalt sé, því að það er þykkur á honum bjórinn. „Það á að gefa börnum brauð, að bíta í á jólunum,“ segir í gamalli þulu. En krakkarnir hafa líka gam- an af að lijálpa til við baksturinn, einkanlega ef þau fá að hafa kök- urnar í dýramyndum. „Þetta er meira kvefið!“ ----x----- HERBERT HANNAM einn af þeim „fimm stóru“ í Scotland Yard, sagði lausu starfi sínu í fyrra, að- eins 48 ára gamall, og gerðist ráðu- nautur hjá einhverju byggingarfé- lagi í Englandi. Það er altítt að menn fara frá Scotland Yard vegna þess að þeim býðst miklu betri staða hjá einstaklingum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.