Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ★ Það mun hafa verið árið 1776, sem nokkrir Spánverjar á leið til Californíu höfðu næturstað í fallegu dalverpi við Coloradofljót. Þarna var grösug vin í eyðimörkinni, kring um margar uppsprettur. Spanjólarn- ir skírðu staðinn Las Vegas eða Pen- ingabæ. En þá hefur áreiðanlega ekki órað fyrir að nafnið mundi verða að áhrínsorði, og að Las Veg- as ætti eftir að verða heimsfrægur fyrir þá sóun fjármuna, sem þar á sér stað nú. Það er einkennileg og ótrúleg saga, sem þessi bær á grænu grund- inni í eyðimörkinni á sér. Upp úr 1776 byrjuðu mormónar að leggja veg yfir auðnirnar frá Salt Lake til Californíu, en það gekk hægt. Vegur þessi var kallaður Mormóna- stígur og um þær mundir, sem gull- æðið greip um sig og allir ævin- týramenn vildu komast til Cali- forníu, varð Las Vegas viðkomu- staður á þeirri leið. En lítið fjölgaði fólki þó í þessu öræfadalverpi. Ann- an júní 1905 gerðist merkisatburður í sögu staðarins, því að þá mættust fyrstu járnbrautarlestirnar milli Salt Lake og Los Angeles í Las Veg- as. Þá fór staðurinn að komast úr kútnum. Skömmu eftir 1930 var Boulderstíflan, með tilheyrandi vatnsvirkjunum og áveitum fullgerð Næturmynd af Freemond Avenue með öllum ljósaaug-lýsingum spilabankanna, og samfelldri röð af bílum á strætinu. LAS VEGAS í Coloradofljóti, en hún er stutta leið frá Las Vegas, og þangað streymdu peningarnir, sem starfs- — spilavíti dollaralandsins Þar er mesta peningaflóð í Ameríku — þar eiga af- greiðslustelpurnar Cadillacbíla, og þar geta hjón skilið — „í hvellinum“. Giftingastofurnar eru reknar sem atvinnufyrirtæki. wrfí Að ofan: Auglýsing frá einni giftingarstofunni. Að neðan: Nýgift hjón að koma úr kapellunni. menn virkjunarinnar fengu fyrir vinnu sína. Og um sama leyti var fjárhættuspil leyft í Nevadaríki og hjúskaparlöggjöfin gerð teygjan- legri en í nokkru öðru sambands- ríki USA, svo að hvergi var jafn auðvelt að losna við „nöldrið sitt“ og giftast aftur. Hvortveggja þessi ráðstöfun reyndist áhrifamikil og dró ævintýramenn að staðnum. Skattur var tekinn af veltu spila- vítanna — 2 af hundraði — og það reyndist svo góð tekjulind, að ríkis- sjóður Nevade er skuldlaus. Og þó borga menn ekki skatt! Á kvöldin baðar Las Vegas í ljós- hafi ginnandi auglýsinga. Þetta er Broadway öræfanna, alsett neon- ljósum. Göturnar eru troðfullar af bílum og fólki, og allstaðar er hægt að spila og veðja. Hjá rakaranum, í matarbúðinni, hjá benzínsalanum og í lyfjabúðinni. Fjárhættuspilið er iðkað allan sólarhringinn og við aðalstrætið, Freemont Avenue', er ekki nema steinsnar milli hinna frægu spilavíta, „Golden Nugget11,* „Pioneer Club“, „Las Vegas Club“, „Boulder Club“ og hvað þau nú heita. En þau gefa bænum 122 millj- ón dollara tekjur á ári hverju. Það er draumur flestra tildur- gjarnra Ameríkumanna að fá tæki- færi til að dvelja í fríinu sínu í ein- hverju af lúxusgistihúsunum í Las Vegas. Þar er El Rancho, byggt í stíl hinna gömlu spánsku óðalsetra, þar er Thunderbird með Indíána- svip, þar er The Last Frontier, stæl- ing á nýbýlum landnemanna í vest- urfylkjunum ásamt byggðasafni, þar sem tækifæri er til að sjá ræn- ingjaflokka í ekta „wild west“-stíl! Þar er Desert Inn, notalegt gistihús, Sahara, í marokkóstíl og Sands, snið- in eftir stílnum á Bermuda. Úr nógu er að velja ... í Las Vegas getur allt gerzt, og aldrei er þar næturfriður. Veizlu- klætt fólkið situr yfir fjárhættu- spilum allar nætur, en fólk spilar líka í náttfötunum og í morgunkjól- unum með hárnet. Verðlagið á gistiherbergjunum er lágt. Maturinn er ekki dýr heldur, og það er hægt að gera sér skemmti- legt kvöld fyrir litla peninga. Það segir enginn neitt við því þó maður sitji lengi yfir sama glasinu, sem kostar 20 cent og horfi á heims- fræga filmdís skemmta á pallinum. Skemmtikraftarnir fá 40.000 dollara kaup á viku, og hér syngur Marlene Dietrich, „amman, sem er frægasta glysið í „Las Vegas“. Hér má sjá Frank Sinatra, Harry Belafonte, Jayne Mansfield, Nat „King“ Cole og Sammy Davis, svo að nokkrir þeir frægustu séu nefndir. LAS VEGAS SNÝR Á RENO. Oft hefur Reno heyrzt nefndur, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.