Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 2
2 FALKINN Á skíðum. Forsíðumyndin DROTTNING ÓDÁÐAHRAUNS. Fyrrum voru það ekki nema fáir útvaldir, sem áttu kost á að kom- ast í námunda við Herðubreið. En margir sáu hana í fjarlægð og fengu tækifæri til að dást að hinum fal- legu línum og litum fjallsins, sem ýmsir vilja telja fegurst fjall á ís- landi. Nú verður komizt í bílum að heita má að fjallsrótunum, og alltaf fjölgar þeim, sem skoða fjallið í ná- lægð eða ganga á það. Hæðin er 1682 metrar. Fálkinn hefur stundum áður birt myndir af Herðubreið, serh sýna fjallið frá annarri hlið. Á þess- ari mynd er lögun fjallsins ekki eins regluleg, en falleg er Herðu- breið hvaðan sem hún sést. (Ljósm.: F. Clausen.)- NÓG AF OLtVUALDINUM. — Japanir hafa stóraukið olívurækt síð- ustu árin og keppa nú við Miðjarðarhafslöndin. — Hér sjást tvær japanskar stúlkur vera að tína olívur. Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Etema. Laugavegi 50. — Reykjavík. Róbert Arnjinnsson sem Malakí Stakk og Haraldur Björnsson sem Hóras Vandengelder í Hjónaspil. Hjónaspil Gamanleikur eftir Thornton Wilder. Leikstjóri Benedikt Árnason. Leikrit það, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir, Hjónaspil, eftir Thornton Wilder, er mjög skemmtilegt, þótt ekkí geti það tal- izt beinlínis frumlegt. Hefur það áður verið talið í leikdómum, um hvaða leikbókmenntir höfundurinn hefur farið ófrómum fingrum, og verður það því ekki gert hér, en því aðeins bætt við, að það virðist ekki einu sinni vel stolið. En það sem höfundi er áfátt, bæta leik- stjóri og leikarar upp, svo að þrátt fyrir allt verður þetta prýðilegasta sýning og líklegt til langlífis á sviði Þj óðleikhússins. Leikstjóri er Benedikt Árnason, og hefur unnið verk sitt með sóma. Hraði og samsetning er með ágæt- um og leikstjóranum hefur tekizt að lokka það bezta fram hjá flest- um leikendanna. Hóras Vandengelder kaupmann leikur Haraldur Björnsson af festu og öryggi, en ekki alltaf af glæsi- brag. Framsögn hans er stundum dálítið óskýr, og kemur það þó sjald- an fyrir hann. Skrifara hans leika þeir Rúrik Haraldsson og Bessi Bjarnason með ágætum og þó hvor á sinn hátt. Rúrik leikur af eldlegu fjöri, en Bessi hefur meiri selvkom- ík. Malakí Stakk leikur Róbert Arn- finnsson og er sá eini, sem skapar typu. Að öllu samanlögðu er leikur hans beztur. Jóhann Pálsson og Bryndís Pétursdóttir leika elskend- ur, og eru líkari brúðum en per- sónum með holdi og blóði. Jón Aðils leikur rakara og fer vel með hlut- verk sitt, sömuleiðis Helgi Skúlason með þjónshlutverk. Herdís Þorvalds- dóttir leikur frú Dollí Leví aíbragðs vel. Hún er létt og kvik, en leikur ef til vill fullmikið á hátónum. Guð- björg Þorbj arnardóttir fer einnig mjög vel með hlutverk frú Moeloj hatttadömu. Arndís Björnsdóttir leikur ungfrú Flóru van Höjsen af mikilli innlífgun og Inga Þórðardótt- ir leikur Geirþrúð ráðskonu Van- dergelders skemmtilega. Karl Guðmundsson hefur þýtt leikritið á viðfeldið mál. K. ísfeld. ☆ — Hundurinn hennar frú Peter- sen hefur orðið undir bíl og er steindauður. Þér verðið að segja henni eins varlega frá þessu og þér getið. — Já vitanlega geri ég það. Gæti ég til dæmis ekki byrjað með því að segja að það væri maðurinn hennar, og smáfært mig svo upp á skaftið?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.