Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN UJur GALDRAMANNSINS Vitið þér ...? að „rauðjakkarnir“ í Canada nota nú mest flugvélar við störf sín? „Rauðjakkar“ eru lögreglumenn- irnir, sem í gamla daga ávalt voru ríðandi, við starf sitt á preríunum, og voru því einnig kallaðir „The Mounties“ (Roal Mounted Police). En nú eru ekki nema 192 hestar í öllu liðinu, en hinsvegar fjöldi bíla, mótorhjóla og vélbáta, auk 13 flug- véla. Flugvélarnar eru litlar og víða hægt að lenda þeim. Koma þær að ómetanlegu haldi við að leita uppi glæpamenn og • felustaði þeirra, en áhafnir þeirra handsama ekki sjálfar glæpamenn, en gera aðvart um verustaði þeirra. Flug- vélar rauðjakkanna fljúga árlega sem svarar 20 umferðum kringum jörðina. að í U.S.A. er verið að gera tilraunir með sjálfvirk radio- aðvörunartæki fyrír bifreiða- menn, sem nálgast slysastað? Ef t.d. árekstur verður á stað, sem reynsla er fyrir að ekið sé hratt á, kemur það ósjaldan fyrir að aðvífandi bíll kemur á fleygi- ferð að bíiunum, sem rekist hafa á og veldur meiri slysi. — Nú hafa til reynslu verið sett upp radio-sendi- tæki, sem hægt er að setja í gang með símahringingu. Meíkin frá þessum senditækjum stilla útvarps- tæki í nálægum bílum á bylgju- lengd senditækisins, svo að aðvör- unin heyrist í bílunum. Lögreglan getur líka notað þessi senditæki beint. ★ Fyrrum var frægðin afleiðing hæfileika. Nú er hún gervifram- leiðsla, búin til af auglýsingaskrum- urum. — Sir Laurence Olivier. — Það getur verið gaman stundum að vera dálítið f jölkunnugur, ef það er ekki notað öðrum til miska. Nú skal ég kenna þér fjóra ágæta galdra, sem þú skalt æfa vel og vandlega áður en kunningjarnir koma í heimsókn til þín. Og þegar þú sýnir þeim þá er ég viss um að þeir verða alveg steinhissa. Hérna kemur þá fyrsti. Hann heitir: ÓSÝNILEGA SOGDÆLAN. Þú setur djúpan disk, hálffullan af vatni, á borðið og tóma mjólkur- flösku hjá. Og svo spyr þú kunningj- ana, hvort þeir geti komið vatninu úr disknum í flöskuna, án þess að hreyfa diskinn og nota ekki annað til þess en eina litla tölu og tvær eldspýtur. Þeir hrista höfuðið og segja nei — ef þeir eru þá ekki bún- ir að læra galdurinn. Nú kemur þá með lítinn hnapp, hann verður að vera minni en opið á flöskunni, og vera með götum, sem hægt er að stinga eldspýtu í. Þú setur hnappinn í vatnið í diskin- um, stingnr svo eldspýtunum í göt- in á hnappnum, með brennisteininn upp og kveikir á þeim. Svo hvolfir þú stútnum yfireldspýturnar og hnappinn. Og nú fer vatnið að sog- ast upp í flöskuna. Veiztu hvemig stendur á því? Súrefnið í flöskunni brennur og við það verður lofstóm í flöskunni svo að Ioftið sogast upp í hana. Og svo kemur: JÁRN flýtur A vatni. Þú barmafyllir vatni á glas, svo mikið að vatnið sé að því komið að renna út af og yfirborð vatnsins sé hærra en barmurinn á glasinu. Það er hárpípukrafturinn eða yfirborðs- þennslan á vatninu, sem þú notar þér. Taktu títuprjón og legðu hann varlega ofan á vatnið á glasinu, flata, svo að oddurinn stingist ekki ofan í vatnsborðið. Þá flýtur nálin, og þú getur látið hana synda í ýms- ar áttir, ef þú tekur greiðu sem þú hefur strokið snöggt gegnum árið á þér. Títuprjónninn eltir þá greið- una. Næsti galdurinn heitir: SYKURMOLINN LOGAR. Þú tekur sykurmola og biður kunningja þinn um að kveikja á honum. En hann logar ekki, heldur kemur sót á hann af eldspýtunni. Það þarf galdur til að láta molann brenna. Sá galdur er í því fólginn að þú sáldrar vindlaösku á molann áður en þú berð eldspýtuna að, og þá brennur hann eins og blys! — En láttu engan sjá þegar þú sáldrar öskunni á. Og loksins kemur: EGGIÐ í FLÖSKUNNI. Spurðu einhvern hvort hann geti komið venjulegu eggi heilu í venjulega flösku. Nei vitanlega ekki, svara allir. En þetta er nú hægt samt. Svo er mál .með vexti, að ef egg er lagt í edik verður skumið svo mjúkt að það má nudda eggið milli handanna og gera úr því mjóa lengju, sem hægt er að stinga niður um flöskustút. Bezt er að stúturinn sé votur að innan, því að þá gengur eggið betur niður. Ef þú hellir svo vatni á flöskuna tekur eggið smám saman á sig sína réttu mynd aftur. Það þarf talsverða æfingu til að gera þetta vel, og bezt er að þú hafir gert það áður en gestimir koma, og sýnir þeim svo flöskuna með egg- inu eftir að þeir hafa fortékið að hægt væri að stinga heilu eggi í flösku. ★ ÞRJÁR GÁTUR. — Hvað sagði stóri reykháfurinn við litla reyk- háfinn? (Hann sagði: „Þú ert allt of lítill til að reykja.) Hvað er það, sem þú getur tekið um með hægri hendinni en ekki þeirri vinstri? (Vinstri oldbogann á þér.) Sex menn stóðu undir sömu regn- hlífinni en enginn þeirra vöknaði. Hvernig stóð á því? (Það var brak- andi þerrir.) — Það er að koma skeyti um, að mikill jarðskjálfti hefði orðið í Krattskacxzt í Póllandi, segir blaða- maðurinn við ritstjórann. — Já, einmitt. Viljið þér reyna að gera svo vel að rannsaka hvað þessi bær hefur heitið áður en jarðskjálft- inn kom. Nafnið hlýtur að hafa af- aflagast í hræringunni. ★ Húsið hans Jokkumsens hafði brunnið til kaldra kola, en hann varð að fara í mál við tryggingar- félagið til að fá vátryggingarféð. Málið vannst og nú fór Jokkumsen til málaflutningsmannsins síns til að sækja peningana. — Mér finnst þér vera full dýr — .... og ef þér lendið í klóm óvinanna verðið þér að gleyva öll skjölin undir eins! Léleg aðsókn. á þessu, sagði hann við málaflutn- ingsmanninn er hann sá reikning- inn fyrir ómakslaunum. — Þetta hefur verið erfitt mál og kostað mig mikla fyrirhöfn, sagði málaflutningsmaðurinn. -— Þetta eru sanngjörn ómakslaun. — Jæja, ekki finnst mér það. Maður skyldi halda að það hefðuð verið þér, sem kveiktuð í húsinu, en ekki ég. ★ Hann stóð við gullna hliðið og Sankti Pétur er að yfirheyra hann. Meðan annars spyr hann, hvort hann hafi verið giftur í jarðlífinu. — Já, andvarpaði maðurinn. — Þá hefur þú átt helvítisvist á jarðríki, svo að ég held að ég verði að hleypa þér inn, segir Pétur. Þetta heyrði maðurinn, sem stóð næstur fyrir aftan í röðinni, og hugsar sér gott til glóðarinnar. — Eg hef verið giftur tvisvar, segir hann þegar Pétur spyr. — Vita skaltu að þetta er ekk- ert vitlausrahæli heldur himna- ríki! svara Pétur og skellir hurð- inni við nefið á honum. ★ Gljáandi Cadillac-bíll nemur stað- ar fyrir utan Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og bílstjórinn geng- ur inn. « — Frúin sendi mig til að kaupa nokkrar morðsögur, en ég átti að skila, að þær yrðu að vera eftir úr- valshöfuna — helzt eftir einhvern, sem hefur fengið Ópelsverðlaunin. >f Skrítlur >f

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.