Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.03.1960, Blaðsíða 8
8 FALKINN Itvemifj fjut liinfj henfjilinœna ein.s ofj hún oriiiii uiiíaúuntli... ? jc Smásaga eftir .JANE THOMAS jc þjófaái Það hýrnaði yfir frú Read, er hún fékk skeytið frá Jakob MeGarry stjúpbróður sínum, um að hann ætl- aði að heimsækja hana daginn eftir. Kobbi skrifaði aldrei bréf eða hringdi hann í síma, — hann sendi skeyti í staðinn. Hann kunni bezt við sig á útskæklum siðmenningar- innar, innan um Lappa og Eskimóa. Því norðar sem hann komst, því betur kunni hann við sig. En á milli brá hann sér til Englands til að skrifa bækur um ferðir sínar og líta inn til fjölskyldunnar. Hann var mjög frændrækinn, þeg- ar hann á annað borð mundi eftir að hann ætti frændfólk. Frú Read vissi, að ekki var hægt að ætlast til þess af honum, að hann semdi- sig að mannasiðum, svo að henni grömdust aldrei símskeytin hans. Og henni þótti vænt um hann og virti mikils skoðanir hans. Nú hafði hún ekki séð hann í þrjú ár. — Dóra! kallaði hún til dóttur sinnar. — Kobbi frændi er kominn til landsins og ætlar að líta inn til okkar á morgun. — Það var gaman, sagði Dóra af eintómri hæversku, en hrifningar- laust. Mamma hennar andvarpaði. Kobbi frændi kom um hádegið daginn eftir. Hann var tröll að vexti, með rautt alskegg. Hann var með hattöskju í hendinni. Frú Read kyssti hann og spurði, hve lengi hann hefði hugsað sér að vera í Englandi. — Ég fer á morgun, rumdi hátt í Kobba frænda. — Get ekki verið hérna lengur. Hef slæpst hérna í þrjá mánuði — haldið fyrirlestra og annað bull. Er orðinn slæptur af því. Frú Read vissi, að hann þoldi illa hlýja loftslagið í Englandi lengi í einu. Hún tók sér ekkert nærri að hann skyldi ekki hafa komið að heimsækja hana fyrr en nú, — það var gaman að hann skyldi yfirleitt muna eftir henni fyrr en eftir að hann var farinn. Hann veifaði hattöskjunni. — Hérna er ég með svolítið til þín — dálitla gjöf. Fékk mann til að velja hana fyrir mig — hann veit um allt þess háttar dótarí. Hvernig líð- ur þér, væna mín. Ertu ekki í bezta standi? — Jú, þakka þér fyrir, sagði frú Read. — Og hjartans þakkir fyrir gjöfina. — Hérna er svolítið, sem ég ætla að gefa þér líka. Leiðbeining um matreiðslu á hreindýraketi: Það er etið hrátt. Afbragð fyrir tennurnar! — En við fáum aldrei hreindýra ket keypt hérna í Englandi, sagði systir hans. Kobbi blés þeirri mótbáru frá sér. — Allt, sem hefur horn, er jafn gott á bragðið. Rádýr, dádýr og þess hátt- ar. Hvernig líður annars fjölskyld- unni? Ég vona, að hann James fari vel með þig? Og drengirnir? — Öllum líður upp á það bezta. — Gott, sagði Kobbi. Allt í einu datt honum nokkuð í hug. — Þú átt dóttur líka, — er það ekki? Átján-nítján ára, eða eitthvað þar um bil. Er hún gift? Frú Read andvarpaði. — Hún Dóra er tvítug. Nei, hún er ekki gift ennþá. — Ekki gift? Samkvæmt heim- skautalandareynslu Kobba var það hrein og bein ónáttúra, að vera ekki giftur fyrir tvítugt. Hann mundi ekki til að neitt hefði verið athuga- vert við telpuna, — engin vansköp- un, eða neitt, sem vantaði á hana. — Nei, hún er ekki gift, sagði frú Read angurvær. — Hver fjárinn er að henni? spurði Kobbi alvarlegur. — Kann hún ekki að sjóða mat? Er hún geð- vond eða eitthvað í þá áttina? Systir hans andvarpaði aftur og svo fór hún að tíunda raunir sínar. — Dóra kann alla matseld engu síður en ég, hún er bráðmyndarleg í höndunum og háttprúð og yndis- leg. Hún er fullkomin dóttir í alla staði, nærgætin og hlýðin. En það er ekki nokkur metnaður í henni — ég meina, henni dettur ekki einu sinni í hug að prófa að fara út með karlmanni. Ekki svo að skilja, að ég vilji flýta mér að koma henni út, en ég mundi þó að minnsta kosti óska, að hún hefði einhverja von um að giftast. Dóra hafði aldrei valdið móður sinni áhyggjum fyrr en í þessu sambandi. Hún fékk góðar einkunn- ir í skólanum, en gekk svo illa við prófið, að frú Read gafst upp við að reyna að koma henni í háskólann. Frú Read hafði heldur ekki nein- ar áhyggjur af útlitinu hennar, því að hún vissi að hægt er að móta listaverk jafnvel úr lélegasta efni. Dóra, með mjóa, fallega, alvarlega andlitið, gat vafalaust orðið fegurð- ardrottning, ekki sízt af því að hún var svo eftirlát og góðleg. En Dóra var ekki neitt. Hún lét móður sína kaupa fötin á sig og segja sér hvernig hún ætti að farða sig, en samt kvað ekkert að henni ennþá, í fegurðaráttina. Það stoðaði ekki hót, þó hún fengi falleg föt. Því eftirtektarverðari sem kjólarnir hennar voru, því vesældarlegri varð Dóra. Loks lét frú Read hana ganga í stuttpilsi og peysu, en í þeim fatn- aði kunni Dóra bezt við sig. Þetta var afar einkennilegt. Gagn- stætt öllum lögum og venju. Allir vita, að ung stúlka þarf ekki að hafa nema eitthvað eitt gott til síns ágætis — þó ekki sé nema fallegar tennur eða falleg eyru — til þess að fá svip. Og Dóra hafði margt fallegt til síns ágætis, en samt hélt hún áfram að vera sviplaus eins og koll- ótt gimbur. Karlmennirnir tóku alls ekki eftir henni. — Og hún gengur enn með hárið lafandi niður á axlir, sagði móðir hennar. — Hún greiðir sér alveg eins og þegar hún var í skólanum. Ég veit að það er rangt, en ég hef ekki geð í mér til að heimta af hénni að hún breyti hárgreiðslunni, því að ég hef ekki hugmynd um, hvern- ig henni fer bezt að greiða sér. —- Hún var einstaklega geðug síð- ast þegar ég sá hana, sagði Kobbi hughreystandi. — En sítt hár hæfir bezt skólatelpum. Við verðum að finna eitthvað í staðinn. Hún er von- andi ekki orðin digur? — Nei, hún er alls ekki digur, sagði frú Read. — Hún er vonandi ekki eins og slægð ýsa? spurði Kobbi frændi felmtraður. — Nei, hún er ekki mögur. — Hún þarf að fá heillagrip, sagði Kobbi. — Hún þarf að hafa eitthvað, sem fólk tekur eftir. KOBBI hafði eiginlega ætlað sér fyrr inn í borgina, en hann beið í staðinn til klukkna sex, þangað til Dóra var komin heim. Hann horfði á hana eins og dómari á bú- fjársýningu. Einstaklega nett stúlka, alveg eins og hann hafði hugsað sér hana. Frískleg, ung stúlka, með fallegt andlitslag, heill- andi látbragð og þétt, jarpt hár. En systir hans hafði rétt að mæla ■— hún var heimóttarleg. — Hvernig líður þér, Jakob frændi? byrjaði hún feimnislega og roðnaði þegar hún sá að hann horfði á hana. — Ertu feimin? spurði Kobbi vin- gjarnlega. Hann kunni vel við að stúlkur væru dálítið óframfærnar. — Það er eins og það á að vera, kindin mín, — alveg eins og það á að vera. Hann lék á als oddi, því að hann hafði hitt fvær flugur í sama högg- inu. Hann benti Dóru að fara inn, en fór sjálfur með systur sinni niður í garðinn. — Nú veit ég það. Lubbahund! — Lubbahund? át frú Read eftir um leið og hún sá að Kobbi var að hverfa út úr garðinum. •— Lafhægt að venja hann! Svart- an lubbahund. Þetta eru ljóngáfaðir, litlir hundar. Filmudísirnar eiga lubbahunda, allir hafa lubbahunda. Og ég á einn, sem er kjörinn í þetta, fallega smátík, aðeins sex mánaða gamla. Hef átt hana í þrjár vikur og hún er yndislegasta skepna undir sólinni. Kobbi afréð að segja frómt frá. — Það stendur svoleiðis á, að þú getur gert með greiða með þessu. Ég get ekki haft kvikindisgreyið með mér úr landi. En nú skaltu fara að öllu eins ég segi þér, og þá fer allt að óskum. — Hvar er tíkin? spurði frú Read, hún var ekki búin að átta sig á þessu. — Þú ert vonandi ekki að fara, Jakob? — Get ekki staðið við lengur. Það var gaman að hitta þig, væna mín, kallaði hann um öxl sér. — Ég skal senda þér hvolpinn á morgun. Við megum engan tíma missa. Þú verð- ur að venja tíkina á að elta hana, og láttu mig svo vita hvernig geng-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.