Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.05.1960, Blaðsíða 9
FALKINN y ARINN f MIÐRI STOFU. — Englendingar geta helst ekki án þess verið að hafa arin í stof- unni. Á sýningunni „The Ideal Home“, sem stendur yfir í London, má sjá nýlundu: arin, sem stendur í miðri stofunni. Þessu fylgir sá kostur, að hægt er að sitja hringinn í kringum svona arin, en hinsvegar sá ókostur að reykháfur verður að standa beint upp í gegnum stofu- loftið. Svo að hað er tvísýnt hve langlíf þessi„nýjasta tíska“ stendur. ur að fara að umgangast fólk aftur — þér er það til ills eins að einangra þig svona. Lífinu er ekki lokið hjá þér þó að Alan hafi fengið sér aðra stúlku. Þetta gerist svo oft, og þú verður að hrista það af þér. Mann- aðu þig nú upp, Rúna. Hún vissi, að Maja sagði ekki annað en það, sem allir aðrir mundu hafa sagt um hana, að hún elskaði Alan enn þó að hann hefði snúið við henni bakinu. Þessari óumræðilegu viðkvæmni, sem gagntók hana, þegar hún hugs- aði til Alans, verður ekki lýst með orðum. Enginn mundi skilja hana ef hún segði, að sér væri lífið einskis virði, úr því að hún gæti ekki lifað því með Alan. Hún gat ekki heldur fengið sig til að tala um þá tilfinn- ingu, sem dýpst var í henni: til- finninguna um að hún hefði tapað leiknum. Og hún þorði ekki að ráð- ast í sjálfsprófun til að komast að niðurstöðu um hvað það væri, sem hana vantaði, og sem Alan hefði saknað í fari hennar. Hún vissi líka, að hún gat ekki talað um hina — stúlkuna, sem Alan hafði tekið fram yfir hana — án þess að komast í ham og þykja aumkunarverð. En hún gat ekki annað en hugs- að um þessa stúlku. Hvernig er hún? spurði hún sjálfa sig aftur og aftur. Hvað var það í fari henn- ar, sem heillaði og töfraði Alan? Hún sá þau í anda, þegar hún sat heima á kvöldin og rakti raunir sínar í einrúmi. Verst af öllu fannst henni það, að hún komst að þeirri niðurstöðu, að eitthvað líkt hlyti að vera með sambandi hennar við Alan og sambandi hans við nýju stúlkuna. Smekkur hans, hinar snöggu breytingar á hátterni hans — þetta hlaut að vera óbreytt frá því sem áður var. Þau mundu vafa- laust fara oft í leikhús, þau mundu borða sama í gildaskálanum og forð- um — kannske sátu þau meira að segja við sama borðið? Þegar hann símaði til hennar, og þegar þau hitt- ust, sagði hann vafalaust sömu orð- in sem forðum; og þegar hann snerti hönd hennar var strokan vafalaust eins og í gamla daga .... Þessar hugrenningar kvöldu hana. Og hún hafði engan til að þylja harmtölur sínar yfir; hún hafði leitað einverunnar til þess að verja sig. Einveran varði hana forvitni og áleitni annara, varði hana rannsókn- araugunum og öllum spurningunum. Það hefði heldur ekki komið að gagni þó hún hefði haft einhvern til að tala við, fannst henni. Enda var skeið afbrýðinnar liðið hjá, heiftin til Alans rénuð og sár metnaðar- hnekkisins hætt að svíða, — allt þetta, sem hafði valdið því, að hún sofnaði grátandi á hverju kvöldi. En nú var hún aðeins svo óendan- lega angurvær. Hún hafði engin rök til andmæla gegn þvi, sem systir hennar sagði í símanum. Það var sjálfsagt rétt og skynsamlegt allt saman. — Heyrðu, Maja, nú má ég ekki vera að því að tala við þig lengur. Ég er ekki búin að klæða mig ennþá, og ég er hrædd við að koma of seint í skrifstofuna .... Jæja, jæja, ég veit að þig langar til að hjálpa mér .... Jæja, þá kem ég um næstu helgi .... Já, ég lofa því. Vertu blessuð og sæl. Klukkan var yfir hálftíu, þegar hún fór úr stofunnni út í dimman ganginn, áfram inn í lyftuna — og svo út í dagsbirtuna á götunni. Nú var umferðin orðin meiri, og allir voru að flýta sér á vinnustað- inn. En fegurð morgunsins var ekki horfin ennþá. Hún hélt beina leið á neðanjarðarbrautina og hafði ekk- ert samvizkubit af að koma of seint í vinnuna. Hún var að hugsa um tímtalið við Maju, og það sem syst- ir hennar hafði sagt við hana hvíldi á henni eins og farg. Hún rakst á blaðasala fyrir utan brautarstöðina og keypti sér dag- blað eins og hún var vön. Hún færði sig til hliðar út úr umferðinni á gangstéttinni og opn- aði blaðið. Á hverjum degi í margar vikur hafði hún leitað að því, sem hún hafði búizt við að finna þar. í dálkinum ,,Trúlofanir“, las hún nöfnin Alan Brent og Vera Karr . . . Og nú greip hana skjálfti. Hún leit í kringum sig til að ná í ein- hvern til að tala við .... Hana lang- aði til að segja: — Lítið á, þarna stendur það! Hann ætlar að giftast henni. Það stendur þarna á prenti! Þau ætla að giftast! En hún sagði ekki eitt einasta orð. Örvæntingin hvarf jafn skjót- lega og hún hafði komið. Nú vissi hún þó að minnsta kosti að þetta var útkljáð mál. Nú var ekki vottur af von framar, og ein- mitt það mundi veita henni eins- konar létti og huggun. En skömmu síðar fann hún kiprur í hálsinum og tár í augunum. Hún sneyptist og stakk hendinni í vasann eftir aur- um fyrir farmiðanum. Hún varð að flýta sér — hún var orðin allt of sein. Sólin skein, og í dag átti hún að vinna — alveg eins og annað fólk. Hún varð að harka af sér og reyna að lifa áfram. Um leið og hún leit við og ætlaði að halda áfram rakst hún á gamla konu. Hún var lúin og þreytuleg. Hún var í gamalli svartri kápu og með þunga tösku í hendinni. — Æ, afsakið þér, sagði Rúna. En gamla konan brosti hlýlega á móti henni. — Ekkert að afsaka, sagði gamla konan vingjarnlega. — Þetta kom ekki að sök. Svo tók hún fastar um handfangið á töskunni og hélt á- fram. Rúna starði eftir henni. Aldrei mundi hún gleyma þessu bi’osi; (WVWWWUVUWUmVrtVWW Það kemur einnig fyri'r í dýra- görðunum, að afkvæmi skjótist inn í þennan heim, án þess að eftir þeim verði sérstaklega ósk- að. Þessi litli api, sem fæddist í dýragarði í Englandi, átti heldur illa æfi í fyrstunni, þar sem móð- irin gerði ekki annað en mis- þyrma honum. Hann var þá f jar- lægður frá henni og á nú góða daga með pelanum sínum. henni hlýnaði um hjartaræturnar við að hugsa um það. Og allt í einu datt henni í hug ánægða stúlkan, sem hún hafði séð út um gluggann í morgun. Bæði stúlkan og gamla konan hafði notið gleðinnar, sem góða veðrinu fylgdi — þær voru gagn- teknar af þeirri gleði. Það var alltaf gleðilegt og ástríkt að njóta lífs- gleðinnar og láta einstæðingana og alla raunamædda njóta endurskins- ins af henni. — Ég hef alltaf verið að vorkenna sjálfri mér, hugsaði Rúna með sér. En Maja hafði rétt fyrir sér — ég verð að byrja nýtt líf. Það yrði erfitt, en þó ekki ógern- ingur. Hún yrði að láta tímann hjálpa sér til að sigra. Og þessi sólskinsdagur markaði timamót í æfi hennar. Hún hélt áfram , slæddist með straumnum, sem rann niður að neð- anj arðarbrautinni. Hún hélt áfram, þakklát í huga fyrir sólskinið. Lífið brosti aftur. ★ Pilturinn var að fylgja stúlkunni heim af skemmtun og á leiðinni spurði hann hana hvort hann mætti ekki kyssa hana. Hún gaf lítið út á það, og hann var stuttur og hún löng, svo að hann náði ekki til munnsins. Leiðin lá framhjá smiðju og fyrir utan smiðjuna var steðji. Stráksi steig á steðjann og nú gat hann kysst stúlkuna. Svo héldu þau áfram lengi vel og nú spyr hann aftur, hvort hann megi kyssa hana. — Nei, ekki aftur í kvöld, segir hún. — Þá er þýðingarlaust fyrir mig að rokast með þennan steðja leng- ur, segir strákurinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.