Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.05.1960, Blaðsíða 14
14 FALKINN Fjaðrirnar þrjár - Frh. af bls. 10. inum varð svo hverft við, að hann gleymdi sér alveg, en haninn náði í silfurfjöðrina og færði Glað hana. Glaður þakkaði fyrir og stakk fjöðr- inni í hattinn. Nú vantaði aðeins eirfjöðrina. Það var ugla, sem gætti hennar. Hún sat inni í djúpri holu og heyrði svo vel, að hún hrökk við ef dúfufjöður datt í mílu fjarlægð. En nú kom spóinn til sögunnar. Hann ginnti ugluna fram úr holunni með því að leggja dauða mús upp á stein, og náði í eirfjöðrina áður en uglan tók eftir. Og nú hafði Glaður náð í allar fjaðrirnar og hélt heim í höllina og Lurifas með honum. En á leiðinni varð hann að fá sér sér ofurlítinn blund. Þá notaði Luri- fas tækifærið og stal fjöðrunum og setti þrjár gæsafjaðrir í staðinn í hattinn hans bróður síns. Og svo hélt hann áfram til kóngsins. Glað- ur vaknaði og skildi ekkert í að Lurifas skyldi þurfa að flýta sér svona, en svo setti hann upp hatt- inn og hélt áfram. Þegar hann kom inn í kóngshöllina varð hann ekki lítið hissa að sjá Lurifas standa fyr- ir framan kónginn og veifa hattin- um. Og nú kom hirðmeistarinn og sagði: — Þessi hrausti maður hérna hefur fundið fjaðrirnar. Lengi lifi prins Lurifas! Svo var hrópað húrra, en þegar Lurifas ætlaði að setjast hjá prinsessunni spratt hún upp, benti á hann og sagði: — Hann er svikahrappur! Ég vil ekki sjá hann! Og nú kom hún auga á Glað. — Þarna er prinsinn! sagði hún. — Hann fann fjaðrirnar. Nú var Glað ýtt fram, en þegar fólkið sá, að hann var með þrjár gæsafjaðrir í hattinum fór það að hlæja. Og kóngurinn sagði: — Sendið hann niður í eldhús og látið hann reyta gæsir! Varðmennirnir tóku Glað, en tárin hrundu niður kinnarnar á prinsessunni og hún hrópaði: — Látið þið hann vera, ég get sannað að ykkur skjátlast. Þeir hafa haft hattaskipti. Þegar Glaður heilsaði mér fyrst, sá ég, að rautt fóður var í hattinum hans en svart í hatti Lurifas! Skoðið þið hattana! — Það er hatturinn hans Glaðs. Þá brosti prinsessan til Glaðs og all- ir hrópuðu húrra. En Lurifas var rekinn niður í eldhús, og þar situr hann og reytir gætir enn þann dag í dag. ★ HAPPY BERNIE, fyrrverandi leikari, amerískur, varð atvinnulaus þrátt fyrir skírnarnafnið sitt, og gat hvergi fengið ráðningu í hlutverk. En nú hefur hann fundið sér alveg nýfa atvinnugrein. Á frumsýningu leikrita situr hann í góðu sæti og rekur við og við upp hlátur, sem er svo smitandi, að allir í leikhúsinu fara að hlœja líka. Hann fœr 50 dollara á kvöldi fyrir hláturinn. ALVEG HJÓLAÐI TIL JERÚSALEM. Sví- inn Nils-Gustav Hakonsson, sem er 75 ára, og gengur undir nafninu „Stál-afi“ á Norðurlöndum, kom hjólandi til Jerúsalem í febrúar. Hafði hann hjólað alla leið frá Sví- þjóð, um Danmörk, Þýzkaland, Aust- urríki, Júgóslavíu, Hellas, Tyrkland, Líbanon, Sýrland og Jordan. Þegar hann var spurður, hvers vegna hann hefði lagt upp í svona langa ferð hjólandi, svaraði hann því, að sig hefði lengi langað til að sjá borgina, sem sér fyndist œtti að vera höfuð- borg veraldar, og að hann þekkti ekki annað farartœki betra en reið- hjólið. Hakonsson er með mikið, silf- urgrátt skegg og blaðamennirnir sögðu, að hann vœri engu líkari en spámanni úr Gamla testamentinu. Enda var hann sokkalaus, í ilskóm og með mannhœðar háan hirðisstaf bundinn við hjólið sitt. ★ BJÚGNAGERÐIN FÓR í HUND- ANA. Lögreglan í Bangkok fletti nýlega ofan af bjúgnagerð í útjaðri borgarinnar. Hafði eigandinn ein- göngu notað hundaket í bjúgun. Hús- mœðurnar í Bangkok urðu yfir sig hisssa á þessari ósvífni, og hefur bjúgnaát stórum þverrað í borginni. Lögregla setti eiganda bjúgnagerð- arinnar, sem er doktor og heitir Aroon Phrosunthorn, þegar í stein- inn. Þrem mánuðum áður hafði hann hafið baráttu fyrir þvi, að útrýma Pete Rademacher, ameríski hnefaleikarinn og fyrrverandi Ölympíumeistari, er um þessar mundir að æfa sig undir bardaga við fyrrverandi meistara í þunga- vigt, Englendinginn Brian Lon- don. III KHOSSGÁTA fálkans SL yrtncjar: 47. Ragir, 49. Fangamark, 50. Tónn, 53. Svik, 54. Tala, 57. Hlaup, 60. Dimmviðri, 62. Tóryi, 63. Á skipi. Lárétt: 1. Spag, 5, Sjódrif, 10. Vefnaður. 12. Karlmannsnafn, 14, Nákvæm- lega, 15, Hvílist, 17. Krauma, 19. Málmur, 20. Glettast, 23. Legg af stað, 24. Starfi, 26. Tína, 27, Vel megun, 28. Fugls, 30. Prentsmiðja, 31. Kvabba, 32. Blæja, 34. Guð, 35. Húð, 36. Flóki, 38. Liðuga, 40. Brennsluvökva, 42. Fiskur, 44. Bauk- ur, 46. Svarar, 48. Tíminn, 49. Galli, 51. Dreifa, 52. Málmur, 53. Sneiða hjá, 55. Hirta, 56. Tryggja, 58. Tónn, 59. Tré, 61. Sögupersóna, 63. Renn- ingar, 64. Fuglinn, 65. Serkir. Lóðrétt: 1. Páfa, 2. Stafur, 3. Hristingur, 4. Fangamark, 6. Upphafsst., 7. Beiskt, 8. Þverslá, 9. Prestsetur, 10. Töfra, 11. Klökknar, 13. Föl, 14. Hræðslu, 15. Sníkjur, 16. Verkjar, 18. Erfingjar, 21. Tónn, 22. Átt, 25. Sáðlandið, 27. Þybbins, 29. Sljákka, 31. Kóf, 33. Álpast, 34. Kvikindi, 37. Glóra, 39. Elskhuga, 41. Á litinn, 43. Tvinnaður, 44. íláta, 45. Ávítur, cJlauin d hroiiydtu. í iíÁaita iLk Lárétt: 1. Horsk, 5, Skrum, 10. Orsök, 11. Rósir, 13. Ór, 14. Slef, 16. Lóms, 17. Um, 19. Fló, 21. Asi, 22. Rqmm, 23. Hlass, 26. Sukk, 27. Ýfa, 28- Væskils, 30. Mal, 31. Klaga, 32. Nátta, 33. GF, 34. NI, 36. Bágar, 38. Minni, 41. Ský, 43. Arininn, 45. RKÍ, 47. Pass, 48. Agann, 49. Spað, 50. Inn, 53. All, 54. NN, 55. Kría, 57. Stef, 60. La, 61. Agnúi, 63. Álúta, 65. Káinn, 66. Eplin. Lóðrétt: 1. HR, 2. Oss, 3. Rölt, 4. Ske, 6. Kró, 7. Róma, 8. Uss, 9. Mi, 10. Orlof, 12. Ruska, 13. Ófrýn, 15. Falsa, 16. Lúsin, 18. Mikla, 20. Ó- mak, 21. Auma, 23. Hægfraa, 24. AK, 25. Sláninn, 28. Vagga, 29. Stinn, 35. Öspin, 36. Býsn, 37. Rigsa, 38. Minks, 39. Irpa, 40. Síðla, 42. Kanna, 44. NA, 46. Kalla, 51. Trúi, 52. Fell. 55. Kná, 56. íin, 58. Táp, 59. Fúi, 62. GK, 64. TN.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.