Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.05.1960, Blaðsíða 10
10 FALKÍNN JjaÍritHaf þrjá? IK\ BI X AS A<; A Einu sinni voru tveir bræður, sem voru jafn ólíkir og dagur og nótt. Sá eldri var þurr eins og freð- ýsa og svo ágjarn, að hann át út- slitna skósóla til að spara ketið sitt. Fólk kallaði hann Lurifas. Bróðir hans var litill og spikfeitur. Hann vann duglega stundum, en þegar nógur matur var í búrinu hvíldi hann sig. Hann var hjartagóður og gjafmildur, og fólk kallaði hann Glað. Einu sinni eftir messu var lesin upp tilkynning um að kongurinn ætlaði að gifta dóttur sína einhverj- um, sem væri svo vitur og djarfur, að hann gæti tekið við ríkisstjórn- inni, þegar kóngurinn félli frá. — Ég er rétti maðurinn! sagði Lurifas og setti upp hattinn og hélt af stað. — Biddu, ég ætla að verða sam- ferða! kallaði Glaður, hann vildi hafa með sér nesti. — Jæja, komdu þá, sagði Lurifas. — Þú getur orð- ið kokkur hjá mér, þegar ég er orð- inn kóngur, bætti hann við . .. Svo þrömmuðu þeir og þrömmuðu, þang- að til þeir voru orðnir svo þreyttir, að þeir urðu að setjast á stein og hvíla sig. Glaður tók upp lummur, en þegar þeir ætluðu að fara að éta kom hrafn hoppandi og bað þá um að gefa sér bita handa börnunum sínum. -— Far þú á þitt hrafnaþing! sagði Lurifas. — Nei, sagði Glaður og gaf krumma lummuna sína. — Unga- greyunum veitir ekki af að fá bita. — Kra-kra-kra, sagði krumminn og flaug burt. Svo héldu þeir áfram, þangað til þeir urðu að hvíla sig næst. Þá kom hani spássérandi og' spurði hvort hann mætti ekki fá bita. Hann hafði gefið hænunum all- an matinn og gleymt sjálfum sér. — Mikið flón varstu, sagði Lurifas. En Glaður gaf honum lummu, og þá galaði haninn: „Þakka-þér-fyrir!“ . . . Og enn einu sinni urðu þeir að hvila sig áður en þeir komu í kóngs- garð. Þá kom spói til þeirra og Glaður gaf honum lummu, en Luri- fas steytti hnefanun á móti honum, en spóinn flaug og sagði: „Ha-ha-ha- ha!“ Loks komust þeir í kóngs- höllina, en þar var svo mikil ös, að þeir urðu að bíða lengi til þess að geta heilsað kónginum og prinsess- unni. Hún var svo falleg að Glaður kiknaði í hnjánum, þegar hún leit á hann, og hann þreif af sér hatt- inn og hneigði sig svo djúpt, að tal- an sprakk af buxnastrengnum hans og hrökk í eyrað á kónginum. En til allrar hamingju var Glaður með mittisól líka. Lurifas tók ofan líka, en horfði mest á kórónuna kóngsins. Nú var þeim sagt, að sá, sem gæti náð í fjaðrirnar þrjár -— gullfjöðr- ina, silfurfjöðrina og eirfjöðrina — skyldi fá prinsessuna og hálft kóngs- ríkið. Þegar Lurifas heyrði það, hljóp hann af stað. Glaður fór að spyrjast fyrir og fékk að vita að gullfjöðrin væri uppi á háum fjalls- tindi og þar sæti örn, sem gætti hennar. Það var fullt af fólki, þegar Glaður kom að tindinum, en bergið var svo bratt, að hvorki Lurifas né aðrir gátu 1 ifrað upp. — Bara að ég hefði vær.gi, hugsaði Giaður með sér. En um leið kom hrafninn fljúg- andi og nú flaug hann upp á syll- una, þar sem arnarhreiðrið og gull- fjöðrin var. Örninn var ekki heima og krummi náði í fjöðrina og flaug til Glaðs með hana. — Settu hana í hattinn þinn og þakka þér fyrir síðast, sagði krummi. Lurifas gnísti tönnum af reiði, en lét sem hann væri vinur bróður síns og slóst í förina með honum. Hann ætlaði að stela gullfjöðrinni frá honum. Svo gengu þeir lengi, þangað til þeir komu í Gamma-gjá. Hún var svo djúp, að fólk skalf af hræðslu, þegar það leit ofan i hana. Á brún- inni fyrir handan sat gammurinn með beran hálsinn og stóra nefið og gætti að silfurfjöðrinni. Glaður hugsaði með sér: —'Þetta kemst ég aldrei! En í sömu andránni kom han- inn hlaupandi að gamminum og stakk skorunum í hann, og gamm- Framh. á 14. síðu. VITIÐ ÞÉR að víða er hörgull á hreinu vatni? Þrír fjórðu af íbúum veraldar verður að notast við vatn, sem er óhreint og óheilnæmt. Jafnvel þó nóg sé af því er það oft svo mengað að hættulegt er að neita þess. — í mörgum löndum verður fólk að kaupa vatn fyrir verð, sem er 10— 15 sinnum hærra en frá vatnsveit- um borganna. En fjöldi stórborga verður að notast við vatn, sem sannanlega er óholt. að Bandaríkin eru að smíða stærsta „blimp“ í heimi? „Blimp“ kalla þeir grindarlaus loftskip, gagnstætt „stinnu" loft- skipunum, svo sem Zeppelin-skipin voru. Nýjasta „blimp“ USA er not- að í ratsjárþjónustunni, og er 121 metra langt og 35 metra hátt. Þarf 40.000 rúmmetra af helíum til að fylla það út. að ekki þarf annað en biðja um sérstakt símanúmer til þess að fá atvinnu j Vestur- Þýzkalandi? Þar er atvinnuleysi hverfandi lítið, og þess vegna mikil eftirspurn eftir fólki, bæði til andlegra og líkamlegra starfa. í flestum þýsk- um bæjum þarf því ekki annað en hringja á vinnumiðlunarskrifstof- una og segja hvað maður kann. Þá er vísað á vinnustað undir eins. að stórfellt tjón mundi verða ef allur ísinn bráðnaði af Grænlandi? Úthöfin mundu nefnilega hækka um 7—8 metra, þegar allt bræðslu- vatnið rynni á þau. Fjöldi borga og bæja stendur minna en 7—8 metra yfir sjó, og mundi því fara í kaf og sömuleiðis mikið land. Biðbærinn í Reykjavík mundi sökkva, stórhluti af Ölfusi, Flóa, Landeyjum og Eyja- fjallasveit lenda undir sjó. En Græn- landsfjöll mundu hækka um nokkra metra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.