Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.06.1960, Blaðsíða 3
FALKINN 3 ★ Á þessari samsettu mynd sést greinilega hve stutta braut Caribou notaði til flugtaks á Sand- skeiði. Ljósmyndar- inn stóð í sömu sporum, þegar hann tók báðar myndirn- ar. Vélin stendur kyrr á myndinni til vinstri. Flugvél sem AÐ ER ekki nema eðlilegt, að íslendingar fylgist vel með framþróuninni í fluginu og öllum nýjungum á því sviði svo mjög sem flug- samgöngur hafa aukizt hér síðustu áratugina og hljóta að vaxa enn til mikilla muna. Hvert byggðarlagið á fætur öðru óskar nú eftir að fá sinn eigin flugvöll, því nú sætta menn sig ekki við annað en komast landshornanna á milli á ör- fáum klukkustundum — og óneytanlega er mik- ið öryggi í því að hafa flugvöll á staðnum. Nú fyrir nokkru kom hingað í sýningarferð ný gerð flugvéla, svonefnd Caribou, sem smíðað- ar eru í De Havilland-verksmiðjunum í Kanada. Caribou flugvélin hefur þann eiginleiga að geta tekið sig upp og setzt á margfalt styttri flugbraut en þær vélar, sem aðallega hafa verið notaðar til þessa. De Havilland verksmiðjurnar hafa allt frá stríðslokum gert tilraunir með smíði flugvéla, sem þyrftu stuttar flugbrautir. Fyrsta vélin var Bifurinn (Beaver), eins hreyfils vél, sem vegur um 3 lestir. Næst kom svo Oturinn (Otter), sem er líka einhreyfils vél, en nokkru stærri. Tekur hún 11 farþega. Nýlega er nú hafin innanlands- flug í Grænlandi með slíkum vélum. Þeir Fuchs og Hillary notuðu báðar þessar flugvélar í hin- um sögufræga Suðurskautsleiðangri sínum og reyndust þær með afbrigðum vel. Caribou er svo þriðja í röðinni. Hún er tveggja hreyfla og þeirra stærst, vegur fullhlaðin 13 lest- ir og getur 30 farþega. Ómögulegt er að segja að hún sé rennileg. Hún er 22 metrar að lengd og vænghafið 29 metrar. Stélið skagar nær 10 metra upp í loftið. En það hefur þann stóra kost að hægt er að opna farþegarýmið að aftan og það jafnvel svo að hægt er að aka inn litlum bílum. Caribou vélinni nægir 165 metra braut til flug- taks í logni sé hún fullhlaðin og eru þá eiginleik- ar hennar notaðir til hins ýtrasta, en undir venju- legum kringumstæðum er reiknað með að vélin þurfi fullhlaðin um 290 metra braut og 480 til þess að sleppa yfir 15 metra háar hindranir. Flugumferðareftirlit Bandaríkjanna gerir þó strangari kröfur. Þessari vél eru þar settar þær reglur að flugbrautin þurfi að vera 780 m löng'. Er þá miðað við að hún komist yfir fyrrgreind- ar hindranir fullhlaðin þótt annar hreyfillinn bili i flugtaki. Á vesturlöndum eru reglur flugumferðareftir- lits Bandaríkjanna yfirleitt látnar gilda, þannig að hér yrðu flugvellir hennar að vera 780 metr- ar. Til samanburðar má geta þess, að Douglas- vélarnar, DC-3, sem aðallega eru notaðar hér í innanlandsflugi, þurfa 1020 m langa flugbraut á Egilsstöðum til þess að fyllsta öryggis sé gætt og í Vestmannaeyjum 950 m braut. Caribou og vekur athygli DC-3 geta flutt svipað vörumagn, Caribou þó heldur meira. Sé samanburði haldið áfram er venjulegur flughraði DC-3 um 145 mílur á klst., en Caribou 170 við sjávarmál og 182 mílur í 7500 feta hæð. En Caribou hefur einnig þá eiginleika að geta flogið á aðeins 62 mílna ferð og á þeim hraða kemur hún inn til lendingar. Caribou-flugvélin, sem hingað kom, var að koma úr sýningarferð umhverfis hnöttinn, og var ísland 39. og síðasta landið. Menn hér undr- uðust mjög, hve stutta braut hún þurfti til flug- taks, 25—30 metra, og þegar hún settist á Sand- skeiði fór hún vart meir en tvær lengdir sínar Búrhveli á þurru landi Þetta er engin smáskepna, sem sést hér á myndinni, enda stærðar búrhveli, sem dregið hefur verið upp á bryggju í hvalstöðinni í Hval- firði. Er verið að mæla hvalinn. Hvalveiðivertíð- in hefur aldrei byrjað jafnvel og að þessu sinni. áður en hún var stönzuð. Skilyrði voru líka hin beztu. Þá fór hún einnig í reynsluför til Vest- fjarða og settist þar á hvaða smáflugvelli sem var. Ekkert mun ákveðið um það, hvort íslending- ar kaupa slíkar vélar, þótt þær virðist henta okkur að mörgu leyti. Sá böggull fylgir skamm- rifi, að þær eru mjög dýrar, kosta 600 þús. doll- ara eða sama og Claudmaster-flugvélarnar, DC- 6b, sem Loftleiðir keyptu nýlega. En framleiðsla Caribou-flugvélanna er tiltölulega nýbyrjuð, og ekki ósennilegt, að þær lækki í verði. Allir fjórir hvaJveiðibátar stöðvarinnar komu inn sömu nóttina með samtals 13 hvali og höfðu þá verið um það bil tvo sólarhringa í veiðiförinni. Það tekur fjóra tíma að gera að hverjum hval og er þá allt starfsfólk stöðvarinnar að verki. Kjötið af búrhvölunum fer allt til bræðslu. Eng- in hætta er á að það skemmist þótt nokkur tími líði frá því að skepnan er drepin og þar til að henni er gert, því að strax og hvalurinn hefur verið dreginn að skipshliðinni er sprautað í hann sérstöku efni, sem kemur í veg fyrir skemmdir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.