Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Qupperneq 13

Fálkinn - 03.06.1960, Qupperneq 13
FALKINN 18 X -K * ÞAÐ UNDARLEGA er, að tœpast er nokkur jatnaður kvenlegri en dökkblá eða svört dragt,þegar snið- i'ð er fallegt. Og hana er t. d. hœgt að sauma úr gömlu „smoking“■ fötum mannsins. Jakkinn er með vinkilhornum. Blússan er með „mansjettum“ og hálsslaufan hvít. öízli an ******** ÞESSIR TVEIR PELSAR eru mjög ólíkir. Sá efri er orlon-pels, sterk- ur og hentugur til hversdagsnota. Hitt ar persian-pels. Hann er marg- falt dýrari, og aðeins á fœri þeirra, sem vel eru efnum búnar, að eiga slíka flík. -Kic-K-X-K-X-K-X-X-K-K-X-X-K-X-K-K-K-K-K-X-X-X-X-X-K-X-X væri horfinn. Gat ég huggað þig ofurlítið? — Já, þú hjálpaðir mér verulega vel, svaraði hún alvarleg. — Þú komst mér til að hugsa um eitthvað annað. — Og þú komst mér Mka til að hugsa um eitt- hvað annað — eða réttara sagt um annan, sagði hann jafnalvarlegur. Þau voru komin fyrir horn eins af smærri skálunum á flugvellinum og sáu nú í fjarska mann og konu, sem sneru bakinu að þeim. Tunglskinið ljómaði í hári stúlkunnar — það var eins og spunnið silki. Þau heyrðu hana hrópa: — Nei — nei! Ég get ekki gert það! Ég hef sagt að ég get það ekki! Ég geri það ekki! Hún sleit sig af manninum og hljóp á burt. Hrasaði tvívegis. Maðurinn hljóp nokkra metra á eftir henni en nam svo staðar, sneri við og fór í öfuga átt. Það lá við að hann rækist á Kötu og Bern. Þetta var grannur maður, gekk álútur og lét hattinn slúta. Kata og Bern héldu áfram. Þau voru bæði vandræðaleg. Loks ræskti Bern sig og sagði: — Ég hélt fyrst, að þetta væri ungfrú Prava, en mér hefur missýnst. — Mér fannst hún líka vera svipuð henni, sagði Kata. Þau gengu þegjandi að flugvélinni. Fegurð kvöldsins var horfin, og sama var um gleði Kötu að segja. Bæði hún og Bern vissu að þau höfðu séð Helgu Prava, en hvers vegna vildu þau ekki játa það hvort fyrir öðru? Það var líkast og að Helga væri þegar orðin eins konar þröskuldur á milli þeirra. Kötu gramdist, að hún gat ekki séð neitt af Indlandi. Allt var svart, samanhangandi myrk- ur. Þegar hún var að smávakna leit hún út um gluggann í þeirri fánýtu von, að myrkrinu mundi létta og hún fengi að sjá borgirnar sem hún hafði lesið um, frumskógana og hallirnar. Hún varð þess vör að Helga svaf illa líka. Helga hafði ekki sagt annað en sér liði betur og hefði svo farið beint út í flugvélina. Hún virtist vera mjög hugsandi, og eftir svipnum að dæma voru það ekki skemmtilegar hugsanir. Kata var hálf angurvær þegar þau lentu í Calcutta. Flugvöllurinn var eyðilegur og tóm- ur um þetta leyti nætur. Hann var líkastur stórri járnbrautarstöð. Næstu klukkutímarnir urðu langir og tilbreytingarlitlir. Kata reyndi að sofna aftur. Bern var að lesa í einhverju vísindariti. Hann hafði ekki talað nema fá orð við Kötu og Helgu í Calcutta, og Kata var einmana. En þeg- ar morgunsólin vakti hana og hún leit út um gluggann varð hún glöð og vongóð aftur. Hita- beltislandslagið fyrir neðan var svo fallegt, að það borgaði sig að fara um hálfan hnöttinn til að sjá það. Þau komu til Singapore um miðjan dag, og Kata fann að það voru fleiri en hún, sem hlökk- uðu til að koma út. Loftið var hreint og bjart, og glaða sólskin. Bern kom brosandi til þeirra. — Gætu ung- frúrnar hugað sér að borða hádegisverð með mér á Raffles Hótel? Það er víðfrægt hér eystra. — Það væri gaman, ég hef heyrt svo mikið talað um Raffles, sagði Kata áköf. — Og þér, ungfrú Prava? — Það er vel boðið, en ég get því miður ekki þegið það. Ég þarf að sinna ýmsum erindum hérna, sagði hún. — Þér hafið sjálfsagt nægan tíma til að ljúka þeim erindum á eftir, sagði Bern og röddin var áberandi einbeitt. — Þökk fyrir, en ég þarf að hitta kunningja minn hérna. — Þá fáum við Kata að aka með yður þangað sem þér eigið að hitta hann, sagði Bern áfjáður. — Nei, þökk fyrir. Vinir mínir hérna sjá um mig. — Jæja, þá skulum við búa okkur af stað, Kata Hann var fremur stuttur f spuna — það var lík- ast og honum væri að þyngja í skapi. Á leiðinni í bílnum, af flugvellinum í gistihúsið, sagði hann: — Þér hefur kannske fundist ég vera nokkuð áfjáður í að ná í ungfrú Prava með okkur, Kata. En ég hef einhvern veginn komist á þá skoðun, að þessi stúlka sé í alvarlegum vandræðum. Ég hugsa, að hún þurfi á hollum vini að halda. — Ég hef gert mitt bezta til þess að vera vin- gjarnleg við hana, svaraði Kata lágt. — Ég veit það — ég hef tekið eftir þvá hvað eftir annað. Hann brosti til hennar. — Stundum geta karlmenn orðið stúlkum að betra liði en konur geta. — Áttu við að það sé hægara að gera karl- mann að trúnaðarmanni? — Já, hver veit, sagði hann. — En ef hún á vini hérna í Singapore þurfum við ekki að hafa áhyggjur af henni. Én samt virtist hann ekki geta haft hugann af Helgu Prava. Kata notaði tækifærið til að líta kringum sig. í Singapore var mikið um líf og liti og andrúms- loftið verkaði á hana. Götui'nar fullar af bílum, uxavögnum og þríhjólum, sem notuð eru mikið af þeim innfæddu. Hið fræga Raffles Hótel var gamalt, stórt hús með garði í kring og breiðri stétt fyrir framan, þar sem gestirnir sátu í forsælu stórra pálma og drukku ísvatn og kokkteila. Bern komst aftur í gott skap, og eftir matinn stakk hann upp á að þau skyldu leigja sitt þrá- hjólið hvort og aka niður í Chinatown. Kata var til í það. En hvernig sem á því stóð urðu þríhjólin við- skila í þrengslunum á götunni. Kata varð óróleg þegar hún gat hvergi komið auga á Bern. Ein- hvers konar skrúðganga kom á móti þeim, og líklega hefur það verið til að rekast ekki á hana, sem ekill Kötu sneri inn í hliðargötu. Allt í einu kom Kata auga á Helgu Prava skammt fyrir framan þau. Hún gekk mjög hratt. Kata var í þann veginn að kalla til hennar, er hún hvarf inn á eitt húsið. Þetta var alls ekki þannig hverfi, að kven- fólk væri þar eitt sér á ferð. Og hvar voru vin- irnir, sem Helga hafði talað um? Og hvers kon- ar erindi gat hún átt inn í þennan kumbalda? Ætti hún að minnast á þetta við Bern? Hún hugsaði málið um stund og komst að þeiwi nið- urstöðu, að hún skyldi ekki gera það. Henni fannst á sér, að Helga vildi ógjarna að hann — eða nokkur annar — fengi að vita hvar hún hefði verið. Hún reyndi að segja við sjálfa sig að sér kæmi þetta í rauninni ekkert við. En kom það ekki henni við? Sir Alexander hafði beðið hana að hafa gát á Helgu Prava. Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og lVz—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.