Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 7
FALKINN 7 þau lagt til húsgögnin í sjálf, og þar er mikið af nýtízkulist, ekki sízt frá Mexíkó. En þau lifa mjög ó- brotnu lífi og berast lítið á. Aud- rey hefur gaman af að hafa fallegt postulín og kristall á borðum, en maturinn er ákaflega blátt áfram. Kvöldmatinn sér- hún um sjálf, og lætur þá oft duga að hræra saman harðsoðnum eggjum, rifnum osti og fleskbitum og bera þetta fram með salati. Og svo ávaxtamauk á eftir. Þau synda bæði mikið oð leika tennis, einkum Mel, sem svo að segja á heima á tennisbrautinni. En ekki verður það sagt um Sophiu Loren, að hún komi til Búr- genstock til þess að iðka írþóttir, og þó kemur hún þangað þegar hún getur. Hins vegar sést hún oft þjóta í svarta Citroen-bílnum sínum áleið- is til Zurich, sem er klukkutíma leið undan. Það eru hinar stóru verzlanir, sem freista hennar. Sop- hia er vinsæl í Búrgenstock, hún þykir viðfelldin og laus við príma- donnu-tiktúrur. Sá sem vakir yfir því, að allt fræga fólkið fái að njóta lífsins í friði fyrir ásælni forvitinna gesta, er Fritz Frey, margfaldur milljóna- mæringur og rafmagnsverkfræðing- ur. Hann er líka vel að sér í hreyfl- um, og gæti eflaust gert við allar þær 450 hreyflategundir, sem að staðaldri eru þarna, ef þörf gerðist. Hann erfði Búrgenstock eftir föður sinn fyrir nokkrum árum. Það var hann sem sá um, að Mel og Aud- rey gætu falið sig fyrir heimsblöð- unum og gifzt í friði í Búrgenstock, að viðstöddum aðeins nánustu vin- um og einuvn ljósmyndara,sem Frey hafði valið sjálfur. Elzta gistihúsið, Grand, var byggt 1873, en þá var engin byggð í Búr- genstock. Það varð brátt aðsetur konungafólks, indverskra fursta og auðmanna, sem létu á sér bera fyrir aldamótin. Nokkrum árum síðar var Park byggt — það var „aðeins“ 1. flokks gistihús, en Grand og það nýjasta, Palace, eru í lúxusflokki. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var allt í kalda koli í Búrgenstock. Og útlendir peningamenn voru í þann veginn að kaupa gistihúsin og setja þar upp spilavíti. En þá risu þjóð- hollir Svisslendingar upp öndverðir. Þeir þvertóku fyrir, að náttúru- fegurðin í Sviss yrði saurguð með spilavítum. Og nú kom Frey-fjölskyldan til sögunnar. Faðir núverandi eiganda hafði byrjað með tvær hendur tóm- ar, en varð áður en lauk einn mesti listaverkasafnari í heimi. Hann keypti eignirnar fyrir hálfa milljón franka. Flestir heldu, að hann væri orðinn vitlaus. En Frey gamli vissi vel hvað hann var að gera. Hann gerbreytti öllum gistihúsunum, setti baðklefa við hvert herbergi, keypti ekta Lúðvíks XV. húsgögn í allar stofur og hengdi málverk eftir Rem- brandt, Rubens, van Dyck og fleiri á veggina, en keypti persneska og Aubusson-dúka á gólfin. Dýrasta gólfteppið er í litlum sal í Palace og kostað 60 þúsund svissneska franka. Það er rétt svo að maður þori að stíga á það — nema á sokka- leistunum. Eftir þessa breytingu fór peninga- fólkið að flykkjast að staðnum. í Búrgenstock sátu þeir Lloyd George og franski utanríkisráðherrann Bar- thou og þinguðu um framtíð Evrópu og gengu saman um hljóðar skógar- götur. Þar sat Ferdinand Búlgara- konungur og dreymdi um að að ná í hið glataða ríki sitt og skrifaði ritgerðir um fugla. Þar samdi Rach- maninoff níundu symfóníuna sína. Og hingað leitar fi'ægt fólk enn. Chaplin kemur hingað með konu sína og alla krakkana. Cronin sem- 1647. Vetur allur góður. Gott veður og sólskin nýársdag. Vor í harðara lagi. Suraar kalt og vot- samt. Haust mjög hríðviðrasamt. Heyjaðist mjög lítt, nýttist- illa. Kom fjúk mikið Mikaelsmessu, gerði hörkur og snjóa, gekk svo til jóla, að jafnan varð harðara. Fiskur mik- ill kringum allt ísland. Á Hvalfirði höfðu skip nægðar fisk með flóði, þar þurrt var um fjöruna, eins og á Eyjafirði. Deyði Vigfús Gíslason að Stór- ólfshvoli, er átti Katrínu Erlends- dóttur Ásmundssonar Þorleifssonar lögmanns frá Skarði, vitur maður og vel lærður, hið mesta mannval og gagnsmaður þessu land við út- lenda höfðingja, vel forsóktur í laga- rétti. Hann hafði Árnessýslu og hálfa Rangárvallasýslu móts við Hákon bróður sinn. Deyði Bergþór Sæmundsson, lög- réttumaður fyrir norðan, vitur mað- ur og vel að sér. Herra Þorlákur lét reisa klukknaport að Hólum í sáluhliði, og færa þangað klukkurn- ar allar 4, með þeirri stóru klukku, er niðri á jörðu staðið hafði, síðan sú fyrrí kirkja féll: hún með stór- um atburðum upp undin að ráðum Danskra, er sögðu fyrir þessu verki. Var portið gert með stórum bjálk- um,. rambundið á allar síður, mjög hátt: ei vita menn, að það hafi þar fyrri verið, finnst ekki heldur í forn- um annálum eður skrifum: getur þó í sögu Gvendar biskups, að þeir Kolbeinn ungi og menn hans hafi skemmt sér í klukknahúsi, þá víg var unnið þar í garðinum: hyggja menn það hafi verið stöpullinn eða forkirkjan, er flestir þykjast til vita klukkurnar hafi verið í: greinir einninn sú saga, að þá lík Guð- mundar hafi var borið til grafar, hafi öll kirkjan skjálfandi verið af ofriði og hljóðum klukknanna, en heilagleiki hans hafi valdið, að kirkjan kunni það, að standast, hvar af augljóst er, að þær hafa þá í kirkjunni verið. Það mál bar til í Húnavatnsþingi (þar hafði þá sýsluráð Guðmundur bóndi Hákonarson): maður nokkur giptist þar í sýslu, að nafni Jón Þor- steinsson: konan hét Herdís: þeirra gipting gekk treglega fram af mannsins hendi, varð þó fyrir at- ur sínar frægu sögur hérna og leikur golf þess á milli. Hingað kem- ur Nehru hinn indverski og tínir blóm, og hér er Adenauer. Það er alveg nógu gott fyrir fólk, þó vandfýsið sé, að búa í Park- gistihúsinu. Þar er lægsta verð fyr- ir herbergi og fæði 5 dollarar á dag. En vilji maður hafa herbergi fylgi manna, bjuggu svo saman í 3 ár og heldur stirðlega. Lýsti nefnd kona á þeim tíma, fyrir ærlegum kvenmönnum, Jón mann sinn óhæfan óstyrkleika vegna til hjóna- bandsins: voru þó saman eitt ár til og fjórðung annars ársins: átti þá barn dóttir þessarar Herdísar, er Björg hét og kenndi Jóni, hvað hann meðgekki, en vildi þó sverja fyrir kona á þeim tíma, fyrir ærlegum kvenmönnum, Jón mann sinn veru. — Var þá sett þing á Sveins- stöðum af Guðmundi (leizt þó mörg- um þetta mál vandasamt og til lengra reksturs horfa): þar útnefnd- ur 12 manna dómur, meiri hluti lög- réttumanna. Var þá Jóni dæmdur tylftareiður. Sór hann þar á þing- inu, að hann hefði ei holdlegan verknað framið með Herdísi konu sinni, sem hliðir milli karlmaniis og kvenmanns. í sama máta sór konan séttareið fyrir holdlegt sam- ræði við Jón: sóru og 2 konur lýs- ing Herdísar. Voru svo svarnir 20 eiðar á einum degi. Síðan Jón dæmd- ur frá þessu máli upp á lífsstraffið. Voru þeim dæmdar 9 merkur hverju um sig að láta úti við kongdóminn, en hvort vera skyldu fégjöld eður líkamleg refsing, skyldi lögmaður ráða: dróst það svo undan í 2 ár. Kom þetta mál fyrir Jens Söfrens- son: þótti honum ofmikið aðgert, og hélt það skyldi ekki hér dæmast: kom hann því fyrir kong og kemur nú aptur með bréf hans þetta ár, að þau skuli á lífinu straffast, en dómurinn allur ónýttur: þau síðan bæði líflátin á alþingi þetta ár, en engin önnur meðkenning fékkst af Jóni, áður hann dó. •—• Var hálshöggvinn eptir 2 ára fangelsi Carl kónungur Stuart á Englandi, af sínu eigin ráði. Voru það alls 74 persónur parlamentsins, er yfir hann létu dauðadóm ganga: síðan almennilega úthrópað, að Enskir skyldi aldrei kong yfir sig taka upp þaðan. Tók sá vondi skálk- ur Kromwell að sér öll ráð og regi- ment í landinu, uppbar alla kong- lega rentu, tók svo undir sig allt ríkið, en rak burt öll börn kon- ungsins frá sér, og alla þá, er þeim vildu veita. En skotar urðu fyrir miklu þyngri ánauðum en áður fyrri, og undu verra við. með baði og svölum, er verðið tvö- falt hærra. Á Grand og Palace kost- ar veran rúma 20 dollara á dag. En maður er alls ekki bundinn við gistihúsið, sem maður býr í. Gestir í ódýrustu herbergjunum á Park geta drukkið síðdegisteið sitt eða dansað á kvöldin í dýrari gestihús- unum, innan um allt fræga fólkið. Frey gestgjafi segir, að það sé ein veik hlið á Búrgenstock: það kem- ur of fátt af ungu fólki þangað. Það stafar af verðlaginu. Hann vill gjarnan ná í gesti eins og Karim Aga Khan eða aðra heimsfræga unglinga. En þeir vilja heldur vera við Rivieruna, og þegar þeir koma til Sviss, kjósa þeir fremur Gstaad. Frey hefur látið gera ævintýralega sundlaug til þess að laða unga fólk- ið að. Hún kostaði um milljón sviss- neskra franka, og er upphituð og með alls konar þægindum. Þar get- ur fólkið dansað á laugarbakkanum og látið færa sér mat og etið hann liggjandi í hægindastólum. Og í hit- unarhúsi laugarinnar er vínstofa og gegnum gluggana á henni er hægt að horfa gegnum vatnið í laug- inni og fylgjast með sundfólkinu. Og nýlega hefur Frey látið gera sérstakt hús handa unga fólkinu til að dansa í, hvenær sólarhringsins sem það vill. Þá getur æskan skemmt sér án þess að trufla eldra fólkið, sem helzt vill hafa ró. Starfsliðið í gistihúsunum er alls um 350 manns. En gistihúsin starfa aðeins hálft árið, maí til október. Svo að starfsfólkið verður að leita sér atvinnu annars starð yfir vet- urinn, en það reynist ekki erfitt, því að það eru góð meðmæli, að hafa starfað hjá Frey. Starfsfólkið verður að muna nöfn gestanna, sem það þjónar. Og í hverju gistihúsinu um sig eru sér- stakir „húsbændur“, sem bjóða gest- ina velkomna, spyrja þá dags dag- lega, hvernig þeim líði og hvort nokkuð sé hægt að gera til þess að láta þeim líða betur. Þetta þykir mikils virði, ekki sízt gestunum, sem vanir eru „sjálfvirku“ gistihús- unum, sem nú eru að verða algeng víða um Evrópu. Gisihúsin hafa skemmtibát, sem tekur 60 farþega, og fer með gesti um Vierwaldstátervatn, og fleiri tækifæri eru þarna til þess að skoða nágrennið. Þetta er Jacques Piccard, hinn ungi vísindamaður, sem á dög- unum setti heimsmet í köfun, ásamt amerískum sjóliðsforingja, Don Walsh að nafni. Þeir kom- ust niður í 11521 m dýpi1 í Kyrra- hafinu. Seiluannáll

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.