Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Síða 16

Fálkinn - 11.01.1961, Síða 16
Danski arkitektinn Verner Pan- ton íc knaði fyrir nokkru nýstár- legan stój, sem var eins og kram- arhús í laginu. Stóllinn vakti þeg- ar athygli og er nú orðinn þekkt- ur og vinsæll um allan heim. Hann þykir bæði þægilegur og hentug- ur. Hann er lítill umsig og því sérstaklega hentugur í litlum stof- um. Verner Panton hefur nýlega sagt um stóla í nútímahúsgagna- gerð: „Lag á stólum lýtur eng- um lögmálum. Þeir þurfa ekki endilega að hafa fjórar lappir. Stóll er ekki annað en tæki til þess að sitja á og möguleikarnir eru óteljandi.“ Verner Panton hefur nú gert margar tegundir af kramarhús- stólnum sínum, en allar byggjast þær á sama meginlögmáli: Þeir eru allir í laginu eins og pokam- ir gömlu og góðu. Fyrirsætan - Frh. af bls. 15 mína og drauma mína um að verða ein- hvern tíma mikill listamaður. Ég sagði henni, að ég hefði verið að því kominn að missa móðinn, en nú hefði hún og faðir hennar gert mig aftur bjartsýnan. Hún sýndi mikinn áhuga á verkum mínum. Kvöld nokkurt gengum við lengi um bæinn. Ég sagði henni frá myndum, sem ég hefði málað heima. Ég hafði tekið nokkrar þær beztu með mér hingað. Það voru landslagsmyndir fyrir ferðamenn, mjög 1 anda míns fyrsta kennara. Hún sagðist gjarnan vilja sjá þær og við héldum heim í risíbúðina mína. Hún gaf sér góðan tíma til þess að virða fyrir sér landslagsmyndirnar og skoðaði síðan nokkrar skissur af and- litsmyndum af vinum og kunningjum heima. — Ég held að þú ættir að fást við andlitsmyndir, sagði hún hugsi. Á því sviði hefur þú mesta hæfileika. Auk þess þéna andlitsmálarar mikla peninga. Ég veit vel, að ég á ekki að tala um 16 FALKINN peninga við listamenn, en það er nú einu sinni ill nauðsyn. Persónulega mundi ég aldrei giftast manni, sem ekki hefði sæmilegar tekjur. Það er ekki hægt að lifa á kölluninni eða fjölskyldu sinni til lengdar. — Þú getur þá ekki hugsað þér að giftast listmálara, sem berst fyrir list sinni? spurði ég lágmæltur og hjarta mitt sló flughratt á meðan. Hún kastaði höfðinu til og svaraði: — Ef ég á að giftast málara, þá verð- ur hann að sýna mér hvað hann getur. Hann verður að mála andlitsmynd af mér og hún verður bæði að vera lík og auk þess uppfylla listrænar kröfur. Ef mér lízt vel á myndina, þá er aldrei að vita .... Ég slengdi örmunum utan um hana og kyssti hana, áður en hún gat hindr- að það. Mér sýndist hún ekki verða reið, en hún ýtti mér harkalega frá sér og rauk á dyr. Fætur hennar slógust eins og trommuskefti við hinar mörgu og slitnu tröppur, og hjarta mitt barð- ist svo ákaft að ég þorði ekki að hlaupa á eftir henni. Hún hafði krýnt mig sem andlits- málara og fengið mér það verkefni í hendur, að mála fyrst andlitsmynd af henni sjálfri. Ég hafði gert fjöldann allan af skiss- um, meðan hún sat fyrir hjá okkur og skoðað' þær gaumgæfilega áður en ég byrjaði. Það er ekki ofmælt, að ég hafi unnið að myndinni bæði nótt og dag og jafnt í svefni sem vöku. Ég hafði aldrei ann- að en hana í huga. Því miður missti ég móðinn eftir því sem lengra leið á verkið. Ég sá það allt- af betur og betur hversu gjörsamlega hæfileikalaus ég var. Ég jós málning- unni í kílóavís á léreftið og ég skrap- aði hana jafnskjótt aftur. af. Það varð alltaf ein klessa úr þessu. Litirnir voru svo blandaðir og samsettir hjá mér, að léreftið líktist einna helzt forarleðju. Loks viðurkenndi ég auðmjúklega vanmátt minn fyrir sjálfum mér og ákvað að trúa Erasmusi Lipkin fyrir vandræðum mínum. Ég lagði spilin á borðið, sagði hon- um, að ég elskaði dóttur hans, og að hún hefði heimtað að ég málaði mynd af henni. Það var öll mín lífshamingja í veði, ekkert minna. Mér væri öllum lokið, ef mér tækist ekki að skapa meistaraverk. — Getið þér ekki hjálpað mér, herra Lipkin, sagði ég loks. Segið mér hvernig ég á að fara að því að mála góða mynd af dóttur yðar. Gamli maðurinn brosti og klappaði mér föðurlega á öxlina: — Það er engin ástæða til að ör- vænta, ungi maður, sagði hann hug- hreystandi. — Láttu myndina bíða ör- lítið. Þá skal ég sjá hvað ég get gert í málinu. Ég kem til þín og tala við þig eftir nokkra daga .... Það leið næstum vika, en þá kom Erasmus síðla dags og hafði meðferðis andlitsmynd af dóttur sinni. Það var sannarlega falleg mynd. Hún var hvort tveggja í senn: nauðalík og fullnægði listrænum kröfum. Þarna var hún lif- andi komin í allri sinni fegurð og yndis- þokka. Svona vel hefði ég aldrei getað málað hana. Mig grunaði hvað hann hefði í huga, en þorði varla að trúa því. Ég leit spyrjandi á hann: — Ég hef miklar mætur á dóttur minni, sagði hann, en ég hef líka mæt- ur á yður. Það yrði mér sönn ánægja, ef þið yrðuð hamingjusöm. Ef hún legg- ur mikla áherzlu á að þér gerið góða mynd af henni .... Hann yppti öxlum. .... Sýnið henni þessa mynd. Ég fórna henni, til þess að þið getið orðið ham- ingjusöm. — Þetta er geysilega fallega gert af yður, hr. Lipkin, en ég get ekki tekið á móti myndinni. Ég get ekki sagt, að þessi fallega mynd sé eftir mig. Það trúir því enginn maður. Það hlýtur að komast upp. Erasmus brosti og klappaði mér á öxlina. — Kæri vinur: í stríði og ástamál- Frh. á hls. 34

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.