Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Page 18

Fálkinn - 11.01.1961, Page 18
Hér birtist BINGÓ í fyrsta sínn í íslenzku blaði. Bingóspjald fylgir þessu blaði og í næstu átta blöðum verða birtar tölur, sem þátttalkendur eiga að bera saman við tölurnar á spjaldinu og krossa við jiær sem eru eins. Eigendur allra þeirra spjalda sem ganga upp, fá verðlaun. Og þá koma hér fyrstu tölurnar: Sigurvegarinn í Bingó- spili FÁLKANS hlýtur flugfar til Hamborgar með Föxum Flugfélags íslands FÁLKINN hleypir nú af stokkunum nýstárlegri samkeppni. Hann býður les- endum sínum að taka þátt í fyrsta BLAÐABINGÓINU, sem stofnað er til hér á landi. Leikir af þessu tagi hafa rutt sér til rúms á Norðurlöndum und- anfarin ár og notið mikilla vinsælda og vonandi verður hið sama að segja hér. “K Bingóið fer fram á þennan hátt, og eru allir væntanlegir þátttakendur beðn- ir að taka vel eftir: * 1 Þessu tölublaði Fálkans fylgir Bingó- spjald og á því eru 15 mismunandi tölur. í næstu átta blöðum verða birt- ar tíu tölur hverju sinni og þátttak- endur eiga að bera þær rækilega sam- an við tölurnar á spjaldi sínu og krossa yfir þær sem eru eins. Þegar keppninni lýkur, hljóta eig- endur þeirra spjalda, sem hafa gengið í upp, (þ. e. a. s. allar tölurnar á þeim hafa verið birtar) verðlaun, og einn þeirra flugfar til Hamborgar fyrir tvo fram, og til baka, með flugvélum Flug- félags íslands. Dregið verður um hver á að hljóta þessi glæsilegu verðlaun, en hinir hljóta bókarverðlaun. Á öðrum stað hér í opnunni er sagt lítillega frá Hamborg og ýmsu því markverðasta, sem þar er að sjá. Það þarf varla að taka það fram, að óvíða er betra að skemmta sér en einmitt í Hamborg. Bingóspilið hefst frá og með þessu blaði, og fyrstu tíu tölurnar eru birtar í rammanum hér að neðan. Hvernig væri nú að freista gæfunnar og taka þátt í spennandi og skemmtilegum leik? Spjaldið er fest hér á opnuna og fyrstu tölurnar hér að neðan. Gerið svo vel og góða skemmtun!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.