Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Side 21

Fálkinn - 11.01.1961, Side 21
Surtshellir - Framh. af síðu 11. því svæði riðu Hrútfirðingarnir fram á útilegufj ölskylduna. Það lætur að líkum, að þarna var um gremjufulla og hefnigjarna bændur að ræða, sem um sárt áttu að binda; við munum engum getum leiða að atferli þeirra við handtökuna eða meðferð fólks- ins á leiðinni norður. En ófá dæmi eiga íslendingar um misþyrmingar á bág- stöddum bandíngjum. ★ Þá hafði Strandasýslu á móti Vil- hjálmi Arnfinnssyni (Galdra-Vilka) Magnús Jónsson á Reykhólum, Magnús- sonar, Arasonar Ögri; hann hafði og tekið við lögmannsembætti af Þorleifi Kortssyni 1679. Hrútfirðingar fluttu fangana til Magn- úsar lögmanns sem hraðast máttu þeir, og tók hann þá í sínar vörzlur. Hann þingaði síðan í máli þeirra, og féll dómurinn á Berufjarðarþingi 14. desember um veturinn. Loftur var dæmdur til dauða og skyldi hálshöggv- ast, og annarri konunni var dæmt húð- lát. Ekki er að sinni ljóst hvor þeirra það var, en beinast liggur við að ætla, að það hafi verið hjákona Lofts. Síðan var dómum þessum fullnægt. Hver afdrif barnanna urðu mun vera með öllu hulið, eins og algengast er um börn afbrotafólks á þessum tímum. Eitt áttu slík börn yfirleitt víst: mikinn hrakning, hörku og grimmd, eins og raunar allir einstæðingar, sem í þá daga var vísað til vandalausra eða út á gadd- inn. Og hér lýkur sögunni af Lofti Sig- urðssyni og fólki hans. Tækni - Frh. af bls. 17 númer viðskiptavinarins og upphæðin er skrifað á ávísunina með bleki, sem inniheldur segulmagnað járnoxýd. Inn- lagðar ávísanir fara í þessa sjálfvirku flokkunarvél, þar sem sérstakur segul- magnaður „lestrarhaus“ les upplýsing- arnar af ávísuninni og stjórnar því næst flokkun þeirra. Fyrir tilverknað elek- trónískra efna fara upplýsingarnar einn- ig til reikningsvélar, sem gerir upp reikning hvers einstaks viðskiptavinar. Vegna gífurlegs kostnaðar hafa að- eins stærstu bankarnir haft ráð á að fá sér vélar af þessu tagi, svo.að enn eru flestar ávísanir meðhöndlaðar með gamla laginu. En reynsla stóru bank- anna í Bandaríkjunum hefur sannað, að hér er á ferðinni vél, sem á fram- tíðina fyrir sér og sennilega líður ekki á löngu þar til allar ávísanir verða afgreiddar í sjálfvirkum vélum. * STJÖRNUSPÁIN ( | m Hrútsmerkið. ipiÍÍÍ Þeir, sem fæddir eru undir hrútsmerkinu, munu finna til 4 K 21. MARZ — 20. APRÍL einmanakenndar í þessari viku, sérstaklega kvenfólk. Þetta | táknar þó engan veginn, aö öll sund séu lokuð og allir vinir | hafi brugðizt, heldur er það viðkomandi sjálfum að kenna, | að örlítið er kalt í kringum hann þessa stundina. Nautsmerkið. Það gerist ýmislegt í þessari viku, og nokkrar fréttir munu ef til vill skapa yður talsverðar áhyggjur. Það kem- ur þó í ljós síðar, að áhyggjurnar voru ástæðulausar. Á 21. APRÍL — sviði ástamálanna einkennist vikan af óróleika og ótta við að hafa valið rangt. Tvíburamerkið. Þér hafið átt óvenjulega annríkt að undanförnu, og það é 21. MAÍ hefur gert. það að verkum, að yður finnst sem þér valdið ekki þeim verkefnum, sem þér eigið að inna af hendi, og 22. MAÍ — séuð ekki starfi yðar vaxinn. Þetta er misskilningur, og fyrr eða síðar fáið þér viðurkenningu fyrir frábært starf. u:”jl 21. JÚNÍ Krabbamerkið. Þetta verður aldeilis sérlega góð vika, og strax á fyrstu ■ * f dögum hennar berast góðar og gleðilegar fréttir. Kaup- sýslumenn uppgötva nýjar og fengsælar leiðir í þessari 22. JÚNÍ — viku. Yikan verður einnig góð fyrir ungt fólk, ástarævintýr- in ganga öll að óskum. ! Ljónsmerkið. Þér eruð dálítið órólegur og hræddur við að hafa gert vit- 22. JÚLÍ leysu, en svo er ekki, heldur eiga hinir erfiðu tímar nú á dögum sökina. Reynið að hressa yður upp og vera í góðu 23. JÚLÍ — skapi. Þá getið þér svipt öllum óveðursskýjum til hliðar og þá fer yður strax að ganga betur. J ómfrúarmerkið. Þet.ta verður góð vika með óvæntum tíðindum — vika . Q 23. ÁGÚST mikilla og indælla rómantískra ævintýra. Á vinnustað veró- mr 24. ÁGÚST— 23. SEPT. !; ið þér fyrir aðkasti, en berst á elleftu stundu hjálp frá óvæntum aðila. Hvað fjármálin snertir, ættuð þér að at- huga yðar gang rækilega. Pyngjan þolir ekki endalausa eyðslu! V o garskálarmerkið. Þetta verður heldur leiðinleg vika og satt að segja gengur I j % 'j fiest á afturfótunum hjá yður. Þér standið til að mynda ráðþrota frammi fyrir vandamáli, sem ætti að vera auðvelt i i 24. SEPT. — að leysa. Reynið að hvíla yður og róa taugarnar. Leitið hugg- unar hjá makanum! ; SporSdrekamerkiS. Skyndilega verðið þér einhvern veginn óöruggur með sjálf- ; á 23. OKT. an yður og það er eins og sjálfstraust. yðar sé rokið út í veður og vind. Takið ekki lítilvæga erfiðleika alvarlega. Sá 24. OKT. — sem býst við að illa fari, verður sjaldan fyrir vonbrigðum. Reynið að eygja nýjar leiðir og nýja von. B o gmannsmerkið. Þér hafið verið of bjartsýnn og andvaralaus að undan- 22. NÓV. förnu, bæði í hugsun og athöfn. Þér verðið að bregða yður I niður á jörðina aftur, svo að þér verðið ekki til athlægis. WT 23. NÓV. — f 1 Þér hafið ástæðu til að vera ánægður með margt, en ekki ^ I 21. DES. allt. Steingeitarmerkiö. . Þér hafið eytt of miklum tíma í að ergja yður út af manneskju, sem þér þurfið að umgangast daglega á vinnu- stað. Viðkomandi er í reyndinni alls ekki eins erfiður og þér haldið. Munið, að ekki má dæma fólk eftir ytri fram- j 22. DES. — komu eingöngu. Eitt vingjarnlegt orð getur gert allt. gott. VatnsberamerkiS. Það gerist sitthvað í þessari viku, sem er ekki alveg eins og þér ætluðuð, en þér verðið að gjöra svo vel og sætta 20. JAN. yður við það, sem orðið er. Reynið að vera elskulegri í dag- legri framkomu, sérstaklega á heimilinu. Ekkert er hvimleið- ,L 21. JAN. — ,ra en fólk, sem ber áhyggjurnar utan á sér á hverjum degi og dag eftir dag. Fiskamerkiö. Vikan verður góð og fleytifull af nýjum verkefnum og óvæntum atburðum. Smá óveðursský á himni hverfa jafn- 18. FEBR. 19. FEBR. — fljótt og þau komu. Þér kynnist nýju fólki í vikunni, fólki, sem yður hefur lengi langað til að kynnast og hafið sér- 20. MARZ staklega gaman af að þekkja. Á sviði ástamálanna verður skyndileg freisting á vegi yðar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.