Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Síða 19

Fálkinn - 10.05.1961, Síða 19
FÁLKINN spjallar við ungt par í prófiestri, - hún tes undir stúdentspróf, en hann undir fyrstu próf í Eæknis- fræði Ég á að fara í próf á laugardaginn í vefjafræði og síðan er efnafræðiprófið 23. maí. — Hvernig skiptist námstíminn? — Fýrsti hluti er þrjú og hálft ár. Það er hámarkstími. Miðhlutinn er tvö ár og síðari hluti tvö og hálft ár. — Þú ert sonur læknis og veizt hvaða þrældóm þú átt fyrir höndum — hvern- ig stóð á því að þú fórst í læknisfræði? — Ég vona að það verði eitthvað betra þegar ég útskrifast. Ég fór í lækn- isfræði því mér fannst skortur á öðru betra, þetta er ein af fáum góðum leið- um til að byggja sér góða framtíð. — Fóru margir bekkjarbræður þínir í læknisfræðina? — Átta. Við erum 22 sem göngum undir próf. 14—16 ná prófinu og svo eru það 10—12 sem komast í gegnum 1. hlutann. Það er búið að þyngja upphafs- prófið, þar sem vefjafræði var bætt við efnafræðina. — Hvenær farið þið svo fyrst á spít- ala? — í miðhluta, á fjórða ári. Þá byrja krufningar og annað. — Hvað heldurðu að háskólanámið kosti? — Það veit ég ekki. Hann Arinbjörn læknir var að skrifa um þetta í Morgun- blaðið og mig minnir að hann segði að 1956 hefði læknisnámið kostað 612 þús- und! Bækurnar einar kosta milli 12—15 þúsund krónur. — Menn mega hafa sig alla við að lesa? — Þegar lengra er komið, þá tekur maður daginn sem almennan vinnudag. Þeir segja, að sumir lesi allt upp í 18 tíma á sólarhring, en það eru þeir sem leggja mest á sig. Annars eru dæmi til að menn hafi orðið vitlausir á þessu, og svo er mörgum hætt, þegar þeir byrja að lesa meinafræði. Þá halda menn að þeir séu með alla þá kvilla sem þeir eru að lesa um! Nokkrir hafa orðið að hætta af þeim sökum. Annars telst ég ekki til þeirra manna í háskólanum, enn sem komið er. — Finnst þér ekki langt í lokapróf? — Jú, það er vissulega langt í land, en ég hugsa samt ekkert um það. Ef maður fellur, þá er maður búinn —- það gerir hámarkstíminn á milli prófa. — Ertu búinn að ákveða hvaða sér- grein þú tekur? — Nei. ég er ekki búinn að ákveða hvort ég tek rómantískt fag eða eitthvað annað. — Rómantískt fag? — Já, það eru skurðlækningar sem eru kallaðar því nafni. — Hvernig hagarðu próflestrinum? — Ég byrja að lesa þegar ég vakna og hætti þegar ég fer að sofa. Ég les aðeins þegar ég er vel upplagður og les þá stundum langt fram á nótt. Það er hættulegt að lesa illa fyrirkallaður — maður heldur að maður hafi lært eitt- hvað og kann svo ekkert þegar í próf kemur. ☆ Við vonum að þeim Ragnheiði og Gunnari gangi allt að óskum svo og öðr- um þeim, sem eru að brjótast áfram til meiri mennta. Það kostar ekkert smáræði að læra lækn- isfræði. 1956 var talið að það kostaði 612 þús. kr. Bækurnar kosta uni 15 þús. kr. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.