Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 10.05.1961, Blaðsíða 25
maður ryksuga þær, á að nota bursta- munnstykkið, ekki það úr málmi, og í stungunum notum við bara slönguna eina saman. ' ☆ PRÓFESSOR NOKKUR hélt nýlega fyrirlestur í kvenfélagi fyrir um 800 konur. í lok fyrirlestursins lagði hann fyrir áheyrendur sína þessar fjórar spurningar, sem allar voru látnar svara: — Setjum nú svo, að þér liðuð skip- brot og kæmust lífs af upp á eyðieyju. Hvaða manneskju munduð þér kjósa að hafa með yður, hvaða snyrtigagn, hvaða eldhúsgagn og hvaða bók? Allar ógiftu stúlkurnar kusu að hafa hjá sér unnustann sinn, en engin af giftu konunum kusu manninn sinn. Sex hundruð kusu sápu. Flestar kusu ann- aðhvort heimspekilega bók eða bækur trúarlegs efnis. Flestir kannast við sjálflímandi frauð- gúmmíþéttilista, sem notaðir eru til að þétta hurðir og glugga. En þeir eru Súkkulaðibúðing- ur í kramarhúsum í kramarhúsin notum við: 3 egg, 150 g sykur, 100 g hveiti, 2 msk. vatn. Þeyt- ið eggin létt og ljós með sykrinum, blandið sáldruðu hveitinu varlega sam- an við og að lokum vatninu. Deigið sett með teskeið á smurða plötu, flatt fínt út með skeiðarbaki eða pönnukökuhníf. Bakaðar ljósgular við góðan hita. (Mynd 1) Losið kökurnar af með snöggum hand- tökum, vefjið þeim upp og stingið þeim í flöskustút. Ef þær harðna, áður en tími vinnst til að vefja þeim upp, er reynandi að stinga þeim í ofninn á ný. (Mynd 2) í súkkulaðibúðinginn höfum við: 50 g súkkulaði, 2 eggjarauður, 1 msk. kakaó, 4 bl. matarlím, 1. þeyttur rjómi. Súkkulaðið brætt í 2 msk. af vatni, eggjarauðurnar þeyttar með sykr- inum, út í þær hrært kakaó, bræddu matarlíminu og súkkulaðinu. Takið dá- lítið frá af rjómanum til að skreyta með, blandið afganginum og 1 stífþeyttri eggjahvítu í búðinginn. Þegar búðing- urinn fer að stífna, er honum spraut- að í kramarhúsin, skreytt með þeytt- um rjóma (Mynd 3). Súkkulaðibúðingurinn er í nál. 16 kramarhús, en við fáum 30—35 kram- arhús úr uppskriftinni. Afganginn er auðvelt að geyma í velluktu íláti. gagnlegir til fleiri hluta. Þó er vert að minnast þess, að límið, sem á þeim er, er ætlað fyrir tré. Getur í sumum Súkkulaðibúðingur í kramarhúsum. tilfellum verið þörf á því að nota annað lím, sem betur hæfir því efni, sem ver- ið er með í hverju tilfelli. 1. Þræðið þá til hlífðar við sokkana, á nylonmillipils, sem eru með hörð- um blúndum. 2. Sett á hurðina á klæðaskápnum, svo að mölur komist alls ekki inn. 3. Ágætt á stútnum á tekatlinum, svo dropar fari ekki niður. 4. Líma þá neðan á hrjúfa öskubakka og myndaramma, svo að þeir rispi ekki borðplöturnar. 5. Líma 2—3 rennur innan í lokið á saumakassanum; kemur að gagni þar sem nálapúði. 6. Líma þá á hornin á myndarömm- unum, svo að þeir hangi rétt á veggjunum. 7. Líma þá undir hornin á smátepp- um og renningum, svo að þau stöðv- ist á gólfinu. 8. Hlífa málningunni, ef þeir eru límdir kringum hausinn á gólf- skrúbbunni og munnstykkjunum af ryksugunni. 9. Límið þá kringum stútinn á sósu- litsglasinu, lýsinu og matarolíunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.