Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Síða 31

Fálkinn - 10.05.1961, Síða 31
Hádegisverðurinn - Frh. af bls. 11 „Já, einmitt!“ Þá kom hræðilegt atvik fyrir. Meðan við biðum eftir kaffinu, kom yfirþjónn- inn, með sitt smeðjubros og ekkert ann- að en falsið í framan, til okkar með stóra körfu fulla af feikna stórum ferskj- um. Liturinn á þeim var eins og þegar saklaus stúlka roðnar, litbrigði þeirra minnti á íslenzkt landslag. En ferskju- uppskeran gat þó ekki staðið yfir núna? Guð mátti vita hvað þær kostuðu. Ég vissi það líka, — svolítið seinna, því að gestur minn, sem hélt áfram sam- ræðunum, tók eina ferskjuna, og virtist gera það ósjálfrátt. „Sjáið þér nú til, þér hafið raðað í yður ógrynni af kjöti, — ræfils litla kótilettan mín, — og þér getið ekki borðað meira. En ég hef bara fengið mér svolítið snarl og ég nýt þess virkilega að fá mér eina.“ Reikningurinn kom, og þegar ég greiddi hann, sá ég að ég átti aðeins eftir óveru eina í þjórfé. Hún horfði sem snöggvast á þrjá frankana, sem ég skildi eftir handa þjóninum, og ég vissi að henni fannst ég vera smásálarlegur. En þegar ég gekk út úr matsöluhúsinu, þá átti ég ekki grænan eyri í vasan- um til að lifa fyrir það sem eftir var mánaðarins. „Farið að ráðum mínum,“ sagði hún um leið og við tókumst í hendur að skilnaði „og borðið aldrei nema einn rétt um hádegið.“ „Ég skal gera enn betur,“ svaraði ég ónotalega. „Ég skal ekkert borða 1 kvöld.“ „Gárungi!“ kallaði hún glaðlega um leið og hún hoppaði inn í leigubíl. „Þér eruð meiri gárunginn!“ En ég hef fengið hefnd að lokum. Ég held, að ég sé ekki hefnigjarn mað- ur, en þegar hinir ódauðlegu guðir taka málið í sínar hendur, þá er það fyrir- gefanlegt, að maður virði árangurinn fyrir sér með velþóknun. í dag er hún 130 kíló — 260 pimd! Skálkaskjól - Framh. af bls. 16. Knerri í Breiðuvík hjá Latínu-Bjarna djöflabana. Var hann þá enn fluttur vestur að Haga og hafður í járnum, en þó fór svo, að hann slapp og náðist aldrei síðan. Hann var sagður smiður góður og atgervismaður til líkamlegra burða, en bráður í skaplyndi og ósvíf- inn. — Tugum ára eftir hvarf hans fannst bréf í fórum Davíðs sýslumanns látins. Reyndist það vera frá Jóni morð- íngja, skrifað í Hollandi. Þakkaði hann þar í sýslumanni fyrir hjálpina, og þótti sýnt, að hann hefði aðstoðað Jón við strokið forðum og komið honum í duggu. (Eftir ýmsum heimildum, t. d. Huld I., Sagnaþáttum Þjóðólfs, Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, Vestfirzkum sögnum II., Söguþátt- um Gísla Konráðssonar (1915— 18), Árbókum Espólíns o. fl.). fatrc Akriýar FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Kæri Astró! Mig langar að vita ráðlegg- ingar þínar, frá „Sjónarhóli stjörnuspekinnar“. Ég er fædd á Langanesströnd 22. ágúst 1940 kl. 5 að morgni. Ég fór snemma að vinna og giftist ung, á eitt barn og er skilin. Finnst gaman að skemmta mér. Hef verið frekar heilsulítil og lifi ró- legu lífi. Með fýrirfram þökk Bíbí. Svar til Bíbíar. Ég þakka þér fyrir bréf þitt, Bíbí, og vildi jafnframt beina því til þeirra, sem í framtíðinni skrifa þættinum, að þegar gefin er upp fæð- ingarstund má helzt ekki skakka meira en tíu mínút- um til eða frá. Ef þessu er fylgt, þá auðveldar það mér persónulega mjög lesninguna á kortinu og gefur einnig þeim, sem langar að leita sér upplýsinga hjá þættinum, fyllri og greinarbetri upplýs- ingar. Mörg bréf, sem til þáttarins hafa borizt, eru ekki svarahæf sakir óná- kvæms tíma, og þar sem venjulega er skrifað undir dulnefni, er ekki mögulegt að hafa samband við þetta fólk, til að fá nákvæmari upplýsingar. Að vísu er þess- um bréfum haldið til haga, en ekkert er hægt að gera fyrir bréfritarana, því mið- ur, meðan fyllri upplýsingar liggja ekki fyrir hendi. Það sem er frumskilyrði fyrir stjörnukortslesningu, er fæð- ingardagur. og ár, og fæðing- arstund dagsins og fæðingar- staður. í fæðingarkorti þínu, Bíbí, eru mjög sterk áhrif frá Ljónsmerkinu, en þú ert fædd í síðasta gráðutug þess með sólina 28°55' og hið rís- andi merki 22° í sama merki. Máninn eða tákn hugsana þinna eru í Hrútsmerki 15°. Sólmerkið: Þú ert því undir áhrifum stjörnumerk- isins Hrafnsins, sem er tákn þriðja tugs Ljónsmerkisins. í fornri goðafræði er þetta sagt um þá, sem fæddir eru undir þessum áhrifum. í þessum síðasta hluta Ljóns- merkisins höfum við til- hneigingu til að ráða öðrum með tilstyrk undiráhrifa frá Hrútsmerkinu. Er fólk fætt hér einnig hæft til slíkra hluta. Þarafleiðandi eru þeir, sem fæddir eru undir þess- um hluta himinsins, ákveðn- ir í því að komast áfram í lífinu, þrátt fyrir allar hindranir. Og þegar þessi til- hneiging er sterk, fórna þeir félögum sínum, fjölskyldu og mökum til að auka veldi sitt. En þegar hugsjónir þeirra eru algjörlega í þágu vel- ferðar samfélagsins í stað- inn fyrir eigin hagsmuni, verða þeir gífurleg lyfti- stöng fyrir samborgana sak- ir meðfæddra hæfileika þeirra til að meðhöndla aðra og nota þá í þágu framfar- anna. Tunglmerkið: Máninn er staddur í Hrútsmerkinu og er því um svipuð áhrif að ræða eins og frá Sólmerk- inu. Hið rísandi merki er einn- ig undir sömu áhrifum eins og Sólmerkið, þannig, að þú býrð yfir sérlegum metnaði til að leiða og stjórna. Þann- ig sjáum við af þessum þrem höfuðþáttum, sem móta þig aðallega, að þú munt búa yfir sérstökum viljastyrk, þannig, að frá upphafi var sýnt, að sambúð þín og karl- manns hlaut að verða storma- söm, ef einhver snefill af manndómi var fyrir hendi í manninum, þannig að heift- arlegir árekstrar voru óhjá- kvæmilegir. Það blessast oft að giftast eldri manni, en það virðist ekki hafa gengið í þínu tilfelli, þar sem skap- lyndi ykkar féll ekki saman. Ég álít að í því, sem sagt er um sólmerki þitt, felist einn- ig lausn á vansælu þinni og óánægju, en hún er í því fólgin, að þú beinir þínum mikla kærleika og metnaði til hagsbóta fyrir aðra, en ekki sjálfa þig. Þannig ger- um við okkur hamingjusöm, sérstaklega þegar við erum fædd undir merkjum sem þessum. Venus í Krabba- merkinu gæti bent til þess, að ástarinnar væri að leita meðal fjölskylduvina þinna. Þú hefðir mjög gott af löng- um ferðalögum. Pláneturnar við hádegislínuna benda til þess, að þú munir ná tals- verðum frama í lífinu. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.