Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 9

Fálkinn - 19.07.1961, Page 9
draga hlemminn. En ég tók þann kost- inn að laumast burt. Og svo er það kokkurinn. Ekki má gleyma honum. Kokkur á síldarskipi er alltaf svolítið öðruvísi en aðrir. Það sést kannski bezt á því, að þegar spurt er hve margir séu á skipi, þá er ekki sagt nítján heldur átján og kokkurinn. Og kokkurinn hjá okkur — ekki brást hann vonum. Hann var til dæmis með eindæmum óþrifinn. Teskeiðar þvoði hann á frumlegan hátt. Hann brá þumal- fingri ofan í og vísifingri undir skeið- arnar. Þarmeð var þvottinum lokið. í öðru lagi voru vélamennirnir einstaklega latir. Þeir höfðu þann sið að nenna ekki lengra en út að eldhúsdyrunum, þegar þeir þurftu að pissa. Þarna stóðu þeir syfjaðir og skítugir og sprændu lyst sína út um dyrnar. Og það var einmitt þarna sem kokkurinn setti grautarpottinn á morgnana til þess að kæla grauinn. Svo tók hann eldhúsmottuna og dustaði yfir allt saman. Hann gat aldrei skilið hvers vegna við vorum svo lystarlausir á grautinn. Ég sagði honum að menn yrðu heimskir af hafragraut. Ekki sagðist hann skilja í því. Hann hefði alltaf étið hafragraut. Ég sagði honum, að það væri nú einmitt það, sem við vissum. Og nú er að segja frá mannraunum þessa ágæta eldunarmeistara. Við létum reka skammt austan við Grímsey, það var komin nót. Fölgræn- ar skýjaslæður tjölduðu sjóndeildar- hringinn í norðri, efra var ljósrauður bjarmi sem speglaðist í ávalri undir- öldunni. Sólina bar í sjávarflötinn. Um eittleytið sást torfa. Við vorum kallaðir í bátana og köstuðum þegar í stað. Vonbrigðin leyndu sér ekki, við fengum aðeins um það bil tuttugu tunn- ur. Þannig leið nóttin. Við köstuðum aftur og aftur fengum aldrei neitt. Und- ir morgun köstuðum við í síðasta sinn þessa nótt. Vonleysið og þreytan ríkti meðal okkar en samt gátum við ekki varizt brosi þegar við sáum aflann: þrjár síldar horaðar og tvær gráslepp- ur, önnur gríðarstór, hin lítil. Við sigldum bátunum að skipinu og þeir voru dregnir upp. Við vorum dauf- ir í dálkinn. Þá sá ég að Steini hafði tekið grásleppurnar og sett þær í fötu, sem var full af sjó. Ég spurði einskis og hann sagði ekkert heldur. Svo var mér sagt að vekja kokkinn. Mér var illa við að vekja hann. Hann hafði þann leiða vana að hrökkva upp snögglega þegar hann vaknaði og mér dauðbrá í hvert skipti. Þess vegna hafði ég tek- ið það ráð að sækja mér bambusstjaka og standa svo við uppganginn á káet- unni og pota í kokkinn með st,jakanum. Honum var að vonum illa við þessar aðfarir en aumingja maðurinn var sof- andi og gat því enga björg sér veitt. Kokkurinn rak upp öskur þegar ég potaði í hann stjakanum og hótaði mér logum helvítis með meiru eins og venju- lega. É þaut út og var nærri búinn að velta Steina um þar sem hann var að rogast með grásleppurnar í fötunni. Kokkurinn staulaðist upp úr káet- unni þungur á brún og ekki batnaði skapið þegar hann sá að potturinn var tómur. Hann setti því vatn í pottinn, fékk sér svo sæti á eldhúsbekknum og beið þess að vatnið hitnaði. Hann var syfjaður. Steini var ekki seinn á sér, stakk hendinni inn um kýraugað og laumaði minni grásleppunni í pottinn. Við biðum átekta. Kokksi fór nú á stjá og kíkti ofan í pottinn til að ahuga hvort syði. Honum brá. Guð almáttugur og afi minn, hlífið mér við þessum galdraskap, sagði hann stynjandi. Hann var mjög hjátrúarfull- ur, hélt allt væru galdrar og mér er ekki grunlaust um, að hann hafi trúað meira á afa sinn en guð almáttugan. Hann stóð grafkyrr stundarkorn eins og hann vonaði, að þetta væri missýn sem hlyti að hverfa. Loks hleypti hann í sig kjarki og seildist í grásleppuna, þó með miklum semingi, staulaðist með hana út að borðstokknum og fleygði henni út- byrðis. Steini notaði tækifærið og setti nú grásleppuna hina meiri í pottinn. Hann glotti eins og fáráðlingur en ég engdist sundur og saman af hlátri. Aumingja kokkurinn staulaðist inn í eldhús aftur, lét fallast á eldhúsbekk- inn. Þar sat hann lengi og hreyfði hvorki legg né lið. Loksins reis hann á fætur með erfiðismunum og gekk að pottin- um öðru sinni. Og hvað mætti þá auga hans nema gríðarstór brosandi grá- sleppa sem svamlaði hátignarlega í hringi í pottinum? Kokkurinn ákallaði hvorki guð al- máttugan né afa sinn í þetta skipti. Hann stóð þarna opinmyntur og stjarf- ur og. ég er viss um að honum hefði ekki brugðið meir þótt sjálfur andskotinn hefði staðið fyrir framan hann skæl- brosandi og veifað halanum. Kokkur- inn kiknaði í herðunum og ég hélt hann mundi detta niður dauður. Allt í einu tók hann viðbragð. Hann snaraði lokinu á pottinn, hljóp með allt saman út að borðstokknum og fleygði því í hafið eins og það lagði sig: pottinum, grá- sleppunni og með þeim fylgdu nokkr- ar bragðsterkar yfirlýsingar um fjand- ann og ára hans er sífellt væru að fremja galskap og galdramennsku á saklausu fólki. Svo var hann aftur með guð og afa sinn á vörunum, rauk upp til skip- stjórans, þar sem hann stóð sofandi við brúargluggann og sagðist fara af í Frh á bls. 30. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.