Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 16

Fálkinn - 19.07.1961, Page 16
Knattspyrnulið Keflvíkinga sigraði í knattspyrnunni og vann þar með bikar, sem FÁLKINN gaf til keppninnar. Jafnskjótt og hlé hefur orðið á frjálsíþróttunum, hlaupa tveir flokkar knatt- spyrnumanna rösklega inn á völlinn og fyrr en varir er hafinn fjörugur og spennandi knattspyrnuleikur. Og strax að honum loknum eru borin inn á völlinn lítil mörk og óðara eru stúlkur farnar að leika handknattleik. Keppt er aðeins til úrslita í báðum þessum greinum, en áður hefur farið fram svæða- keppni í héruðunum. Ung- mennafélag Keflavíkur sigr- ar í knattspyrnunni? en Ung- mennafélag Kjalarnesþings i handknattleiknum. í báðum greinunum eru heimamenn, Héraðssamband Suður-Þing- eyinga, í úrslitunum. Frá knattspyrnukeppninni röltum við í átt að tjörninni, en þar er keppt í hverri sund- greininni á fætur annarri. Á stórmóti sem þessu er ógern- ingur að fylgjast með öllu, sem keppt er í. Menn njóta lífsins og rölta á milli keppnissvæð- anna má til dæmis fá skyr veðri, hitta sveitunga sína og ættingja og vini úr öðrum sveitum. Á rambi sínu koma menn tíðum við í sölutjöldun- um, sem hafa upp á sitthvað girnilegt að bjóða. í einu tjald- anna mátti til dæmis fá skyr MótsstjórinH, Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi. Fjórir vaskir - sundmenn hefja sundkeppni í hinni sögufrægu tjörn að Laugum. Fyrirliði og form. UMFK taka við verðiaunabikar FÁLKANS.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.