Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 23

Fálkinn - 19.07.1961, Page 23
I [ LITLA SAGAN: Fals-sonur ríka mannsins Þetta gerði hann með stökustu vand- virkni og þóttist viss um að sér hefði ekki sézt yfir neitt . . . . Það lá við að gamall og forríkur iðju- höldur í Brússel yrði að meðganga ó- vaMnn svikahrapp sem son sinn og erf- ingja, en örlítil mistök, sem ekki voru sýnileg með berum augum, urðu til þess að koma upp um svikarann og losa gamla manninn við alvarleg ó- þægdndi. Það var kringum 1925 sem iðjuhöld- urinn, er þá var sjötugur, fékk heim- sókn vátryggingarfulltrúa nokkurs, sem sagðist vera sonur hans — ávöxt- ur kynna, sem iðjuhöldurinn hafði ver- ið í við nafngreinda konu þrjátíu ár- um áður. Iðjuhöldurinn mundi vel eftir þess- ari konu, en þóttist hafa hreina sam- vizku hvað hana snerti og rak þess vegna þennan ,,son“ á dyr. En vá- tryggingafulltrúinn hélt eigi að síður áfram að sýna ,,föður“ sínum tilbæri- lega virðingu og skrifaði honum hvert bréfið eftir annað. Voru bréfin skrifuð í ástúðlegum tón, svo að gamli maður- inn, sem var mesta ljúfmenni, svaraði þeim jafnan, en sparaði þó ekki að sýna fram á, að þetta með faðernið væri einber misskilningur. Eftir nokkra hríð hættu þessi bréfaskipti. Svo leið og beið. En einn góðan veð- urdag bregður gamla iðjuhöldinum í brún er hann fær stefnu frá vátrygg- ingafuiltrúanum með kröfu um, að hann fái viðurkenndan rétt sinn sem sonur hans og erfingi. Stefnunni til stuðnings hafði hann afhent borgara- dómara í Brussel bréf, sem er talið skrifað af iðjuhöldinum, og þar er ját- að að hann sé faðir vátryggingafulltrú- ans og hörmuð meðferðin á móður hans! Rannsókn leiddi í ljós að bréfið var með rithönd iðjuhöldsins og með sama bleki sem hann notaði og á samskon- ar pappír. Vátryggingafulltrúinn hafði einnig viðað að sér ýmiskonar gögnum og allt virtist þetta svo ósvikið, að allt benti til þess að iðjuhöldurinn mundi eignast nýjan son á gamals aldri. Margar andvökunætur varð iðjuhöld- urinn að hugsa um hvað hann ætti nú að taka til bragðs. Hann vissi með sanni að hann hafði aldrei skrifað þetta bréf. En hitt vissi hann jafn vel, að hann hafði skrifað vátryggingafull- trúanum ýmis bréf. Það hlaut að vera hægt að ráða fram úr þessu. Honum tókst að fá því framgengt að bréfið yrði sent hinum fræga rithanda- fræðingi Edmond prófessor Locard, sem þá var forstöðumaður sakamála- rannsóknastofnunar í Lyon. Eftir langa rannsókn gaf Locard yfirlýsingu um að bréfið væri falsað. Fölsunin var ótrú- lega vel gerð og þegar henni var lýst fyrir rétti vakti hún feikna umtal. Þá höfðu einnig fundist heima hjá vá- tryggingafulltrúanum tæki þau er hann notaði til fölsunarinnar. Aðferðin var þessi: Úr bréfum þeim, sem falsarinn fékk frá .iðjuhöldinum, hafði hann klippt þau orð sem hann þurfti og límt þau á blað. Þetta gerði hann með stökustu vandvirkni og þótt- ist viss um að sér hefði ekki sést yfir neitt. Síðan hafði hann tekið Ijósmynd af falsbréfinu í eðlilegri stærð og tekið fjöldamörg eintök. Og næst hafði hann æft sig í að skrifa bréfið á gangsæjan pappír nokkur hundruð sinnum, þang- að til hann gat stælt rithöndina út í æsar. Og samt brást honum bogalistin. í bréfum iðjuhöldsins hafði hann ekki fundið ýmis löng orð, sem hann þurfti á að halda. Þess vegna klippti hann úr bréfunum staka bókstafi og raðaði þeim saman í orð. En þá sást honum yfir dálítið. Locard prófessor rak aug- un í að rithönd prófessorsins var með því einkenni, að hann byrjaði orð með stærri staf en hann endaði það. Þetta var ekki hægt að sjá með berum aug- um, og venjulegum lesanda var ómögu- legt að greina það. Orðin, sem sett voru saman úr mis- jafnlega háum stöfum komu upp um falsarann. Sumsstaðar var fremsti stafurinn í orðinu lægri en sá siðasti og allir stafirnir misháir. Þegar þessi sönnun var borin fram sá tryggingarfull- trúinn sitt óvænna og meðgekk fölsun- ina. tflin nýja myndasögu* persóna Fálkans nýtur stöðugt vax- andi vinsælda. flflún heitir Rosita og margvísleg og spaugileg atvik henda hana. Höf- undur Rositu er hinn kunni danski teiknari CHRIS. FALKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.