Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Qupperneq 25

Fálkinn - 19.07.1961, Qupperneq 25
eftir að stinga hnífsoddinum í rifuna og lyfta króknum. Hann rétti varlega vinstri höndina yfir þá hægri. Kaðallinn lét enn undan og Dave seig nokkra sentimetra. Honum var um að gera, að láta ekki koma fát á sig. Enn var möguleiki á að kaðallinn héldi þangað til hann kæmist inn um lúkuna, ef hann færi varlega og rykkti ekki fast í þenna fúaspotta. Hann fikraði sig afar hægt upp á við og reyndi að iáta sem mest af þunga sínum hvíla á húsgaflinum. Nú sá hann hvar krókurinn var í hlemmnum. Hann hafði blaðið á sjálf- skeiðingnum tilbúið og fikraði sig enn ögn upp á við með vinstri hendi. Það blikaði á hnífsoddinn í bjarmanum frá götuljósinu. Hann stakk honum inn í rifuna og ýtti hon- um upp. Hlemmurinn opnaðist með braki og brestum, og munaði minnstu, að hann rækist í höfuðið á honum. Varð mikill hávaði af þessu. Dave hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Inni í húsinu störðu rýnandi augu út um gluggann. Það voru svo margs konar hljóð í þessum gamla hjalli. Maðurinn inni í húsinu hélt áfram starfi sínu — að strá langri púðurrák eftir gólfinu. Allt í einu slitnaði kaðallinn. Dave greip hendinni í brún- ina, en í vinstri hendi hélt hann á kaðalspotta. Hann gat ekki varizt að brosa með sjálfum sér, þarna í myrkrinu. Þegar hann loks var kominn inn á loftið, tók hann þeg- ar til óspilltra málanna. Hann kveikti á eldspýtu til þess að svipast um, og skyggði fyrir birtuna með hendinni. Þarna var stigi niður á neðri hæðirnar. Hann læddist þangað og fór að feta sig niður, eins hljóðlega og hann gat. En það brakaði í stiganum eins og í herbúðastiga, fullum af dátum. Það var enginn tími til þess að fara hljóðlega leng- ur. Hann tók síðustu þrepin í einu skrefi. Á neðri hæðinni sá hann bregða fyrir blossa af eldspýtu. Dave réðst þangað og nú fann hann eitthvað mjúkt fyrir sér. Og á samri stundu kútveltust hann og brennuvargurinn fram og aftur á gólfinu. Dave hélt, að brennuvargurinn væri einn. En undir eins og hann gat komið því við rak skálkurinn upp væl, sem var svarað einhversstaðar utan að. Dave heyrði, að einhver kom hlaupandi. Andstæðingur Daves var að bjástra við að ná skammbyssu upp úr vasa sínum. Dave þreif með báðum höndum um úln- liðina á honum og sneri á þá. Það blikaði á skammbyssu- hlaupið í loftinu. Og um leið fann Dave að andstæðingur hans var að ná taki um hálsinn á honum. Hann átti bágt með að ná andanum. Hvers vegna kom ekki maðurinn, sem brennuvargurinn hafði kallað á? Dave súrnaði 1 augum, og nú sá hann ástæð- una: Kertisstúfurinn var brunninn niður í gólf, — eftir sekúndu eða minna múndi kvikna í púðurrákinni; sem lá að íkveikjuhrúgunni, sem brennuvargurinn hafði gert í horninu. Hinn bófinn, sem hafði falizt einhvers staðar úti í horni, rak upp skelfingaróp, þegar púðrið fór að brenna og springa. Dave heyrði að hann hljóp út. Allt í einu varð albjart þarna, eins og um hádag. And- stæðingur Daves, sem hafði verið klemmdur niðri við gólfið, undir hnjánum á ljósmyndaranum, tók nú viðbragð og reif sig lausan. Hann æddi að næsta glugga, mölvaði rúðuna með skeftinu á skammbyssunni sinni og vatt sér út í garðinn. Nú var kviknað í bálkestinum með selluloidræmunum. Dave horfði á þetta eins og hann hefði orðið fyrir seiðmagni. Og nú heyrði hann væl í bifreiðum einhvers staðar í fjarska. Vælið í bifreiðum lögreglunnar færðist nær. Svo að Saun- ders hafði þá séð blaðið með merktu auglýsingunni og skilið hvað hún þýddi. Ef brunaliðið kæmi nægilega fljótt á vettvang, mundi brun- anum verða afstýrt að nokkru eða öllu leyti — og Eldflugan missa ágóðahlut sinn af vátryggingunni. Lögreglunni mundi líka veitast auðvelt að sanna, að hér væri um íkveikju að ræða, og eigandinn fengi sennilega nóg að hugsa við að svara ýmsum nærgöngulum spurningum. Eldflugan var horf- in. í bjarmanum frá eldinum sá Dave nú greinilega hvernig þarna var innanhúss. Allt í einu tók hann viðbragð. Tæpa tvo metra frá bálinu sá hann stórt kerald og utan á það var skrifað „Lakk“. Það var enginn vandi að ímynda sér hvernig fara mundi um þennan sprengivökva, sem þegar hlaut að vera farinn að hitna. Lögreglubifreiðarnar óku inn í garðinn við trésmiðjuna og fjöldi manna kom út úr þeim. Margir þeirra hlupu inn um opnar dyrnar. Ef sprengingin . . . . Dave hljóp að bálinu. Hann greip báðum höndum utan um lakktunnuna og fann hvernig hann sveið í lófana af hitanum. „Farið þið frá!“ hrópaði hann hás. Hann sá, að lögreglumennirnir stóðu þarna reiðubúnir, með fingurnar á gikknum á skammbyssunum. Ef einhver skyti á lakktunnuna, mundu þeir allir lenda samstundis inni í eilífðina. Án frekari umhugsunar sneri hann frá og þaut upp stig- ann upp á lofti með tunnuna í fanginu. Hann stóð másandi og blásandi nokkrar sekúndur við lúkuna. En honum var nauðugur einn kostur. Þarna milli húsanna var engan mann að sjá þessa stundina, — springi tunnan úti, var naumast hætta á að sprengingin gerði veruleg spell. Hann þeytti brennheitri tunnunni eins langt frá húsinu og hægt var, og fleygði sér því næst á grúfu á gólfið. Nú heyrðist ferlegur gauragangur og sem snöggvast var því líkast og öll veröldin stæði í björtu báli. Fljótandi, brenn- andi vökvinn rann eins og eldhaf milli húsanna. Þetta leit geigvænlegar út en það var í raun og veru. Dave Dott vildi ekki eiga neitt undir æstum lögreglu- mönnunum. Hann mældi fjarlægðina til jarðar með augun- um, skreið út um lúkuna og hélt, sér á fingrunum á brún- inni og lét sig svo detta. Hann fann fallið upp í heila, en skrokkurinn hélt. Meðan brunabílarnir komu hver eftir annan inn á lóðina, ýlfrandi og vælandi, gerði Dave Dott blaðaljósmyndari sig ósýnilegan með því að hoppa yfir skíðgarðinn, þeim megin sem vissi að ánni. Hann hefði viljað gefa mikið til að ía tækifæri til að taka mynd af húsinu, sem var að brenna, og af eldinum, sem speglaðist í ánni, en hann vissi, að bruna- mennirnir mundu gera út af við eldinn með slökkvifroðu á nokkrum mínútum. í óðagotinu höfðu lögregluþjónarnir haldið, að hann væri brennuvargurinn. Þeir voru viðbúnir að skjóta þegar í stað á hvern þann, sem þeir þekktu ekki. Jafnvel gagnvart Polly Saunders hefði hann átt erfitt með að gera grein fyrir fram- komu sinni. Og hann mundi missa tíma á því. Tíu mínútum síðar sat Dave Dott með særðar hendurnar á bringunni í bifreið, sem ók með hann yfir Brooklynbrúna, áleiðis heim til hans. Hann hafði allt í einu orðið að hætta við að elta bófana í hinum ganghraða, felubúna brynjubíl þeirra. Því að kvalirnar höfðu borið hann ofurliði. Hann komst ekki hjá að láta senda eftir Doc Winther, sænska lækn- inum úr fátækrahverfinu, sem var vinur hans. Dave bölvaði í hljóði. Allt þetta hafði hann vogað vegna bölvaðrar lögreglunnar. Hver hefði getað áfellst hann þó að hann hefði látið tunnuna sprengja allt í loft upp? Hann lét nú bílstjórann fara ofan í vasa sinn til þess að ná í peningana fyrir akstrinum. Dave gat bókstaflega ekki snert á neinu með höndunum, svo brunnar voru þær. Þegar hann hafði lokað sig inni í skúrnum sínum með mestu erfiðismunum, varð hann þess var, að þar var mann- eskja gestkomandi. Hlemmurinn opnaðist með braki og brestum. Dave hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Inni í húsinu störðu rýnandi augu út um gluggann............................... FALKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.