Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 29

Fálkinn - 19.07.1961, Page 29
ORÐINGJA Hann hefur slétt hár, sem greitt er aftur með skiptingu i vinstri hlið. Augun eru undarlega stingandi. — Ég sé hann greinilega og heyri Jacobsen tala til hans. Ég heyri ekki, hvert nafn hans er, en það byrjar að minnsta kosti á stafnum A . . ., en hvort það er Aksel, Anker eða Alex, get ég ekki sagt um. Þessi maður hefur verið í mörg ár erlendis, og er nú nýkominn aftur til Damerkur. Ég sé hann í skógarhöggi, það er gott ef það er ekki í Svíþjóð. VERKNAÐURINN. — Getið þér sagt okkuð um það, hvernig morðið hefur verið framið? spurði Parker lögreglustjóri. — Ég sé það fyrir mér í stuttum svipmyndum, ekki í ein- stökum atriðum. Myndin af morðingjanum er sífellt fyrir mér og skyggir á allt annað. Ég get 1 stuttu máli sagt yður rás þessa átakanlega atbburðar, sem gerðist hér í íbúðinni, eins og hann kemur mér fyrir sjónir. — Morðinginn kemur inn. Jacobsen stendur upp frá skrif- borðinu. Þeir verða ósammála. Frú Jacobsen kemur hlaup- andi. Jacobsen er mjög æstur og rekur krepptan hnefann í andlitið á gesti sínum, sem slær aftur með miklum krafti. Jacobsen bregður sér undan og beygir sig, svo að höggið hittir frú Jacobsen, sem fellur á veggborðið við innganginn. Jacobsen verður enn æstari, tekur sér stól og ræðst á mót- stöðumann sinn, sem einnig grípur stól. Æðisgenginn bar- dagi hefst. Þungt högg dynur á Jacobsen, sem dettur, og það blæðir úr honum. Morðinginn lætur hvert höggið af öðru dynja á honum, frá sér numinn af bræði. Höggin hafa orðið Jacobsen að bana, og morðinginn stendur uppgefinn og mátt- vana. Hann snýr sér við til að leita að frú Jacobsen, sem dregizt hefur inn í svenfherbergið. Morðinginn finnur hana þar, og hún hlýtur sömu örlög. — Til er hópmynd, þar sem morðinginn er á; þar stend- ur hann til vinstri í annarri röð og hallar sér örlítið áfram. Ég sé þetta svo greinilega, og ég mundi treysta mér til að þekkja þetta andlit meðal hundraða annarra. Nokkrum dögum seinna fékk miðillinn leyfi hjá lögreglu- stjóranum til að fara í gegnum myndir Jacobsens, en það varð árangurslaust. Hann fann engan, sem líktist þeim manni, sem hann áleit vera morðingjann. Miðillinn bað um leyfi til að mega ennþá einu sinni fara í íbúðina á P. Bangsvegi, en í þetta skipti bað hann um að fá að vera einn. Þessi beiðni hans var veitt, og aftur sá mið- illinn fyrir sér hina áðurnefndu hópmynd. í þetta skipti var honum rétt hún af manni, sem sagðist hafa verið í lög- reglunni fyrir mörgum árum. Hann nefndi nafn sitt og eftir- nafn, og það stóð heima við mann, sem til dauðadags fyrir 25 árum, hafði verið í lögreglu Friðriksbergs. NÝJAR UPPLÝSINGAR. Umtöluð hópmynd fannst þó ekki, og lögreglan hélt mál- inu áfram á venjulegan hátt. Það var fyrst þegar lögreglan vann að Köngulóarmálinu, að tilvísun roskins iðnaðarmanns urðu til þess, að miðillinn kom fram á sjónarsviðið aftur. Hinn umtalaði iðnaðarmaður upplýsti, að skrifstofustúlk- an hans hafi sagt honum nokkuð, sem ef til vill gæti orðið lögreglunni til aðstoðar. Þann 20. febrúar 1948, þ.e.a.s. dag- inn eftir að morðin voru framin, hafi hjón nokkur sem skrif- stofustúlkan þekkti, verið vakin af frænda frúarinnar. Hann virtist vera mjög æstur og talaði eitthvað um að lögreglan væri á eftir sér. Hann yrði því að fá peninga, til að komast af landi brott. Frúin hleypti honum ekki inn, en sagði, að hann gæti komið seinna um daginn. Þetta er frarrwhliðin á P. Bangsvegur 74, en þar bjó Jacobsen á fjórðu hæð til hægri. Fyrir hádegi lásu þau í blöðunum að V. Jacobsen, skrif- stofustjóri, og eiginkona hans, hafi verið myrt. Þegar frænd- inn kom svo aftur, eftir fáeina klukkutíma, fór fjölskyldan að tala um það. Hann eyddi öllu tali um morðið, en lagði sérstaka áherzlu á það, að hann yrði strax að komast burt úr landinu. Þau hafa síðan fengið bréf frá honum. Hann var í Suður- Ameríku, en vildi ekki gefa upp heimilisfang sitt, því að hann vildi ekki fá lögregluna á sig. Hann lýsti því yfir, að hann mundi aldrei framar koma til Danmerkur. Seinna fékk miðillinn 25 mismunandi myndir hjá lögregl- unni. Þær voru af fólki, sem var á sakaskrá lögreglunnar. Frh. á bls. 30 FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.