Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 30

Fálkinn - 19.07.1961, Page 30
Saga úr síldinni - Frh. af bls. 9. næstu höfn. Hann mættd vita að í þessu skipi byggju illir andar og ekkert ann- að. Skipstjórinn hrökk upp en sofnaði strax aftur en kokkurinn fór rakleitt í koju og það varð að beita hörðu til að fá hann til að elda mat þann daginn. Prakkarastrikið hafði heppnazt. Þau voru eina tilbreyting okkar. Og morg- uninn skein bjartur og fagur. Aftur fórum við að svipast um eftir síld, fyr- irfram vonlitlir um árangur. Svona er líf sjómannsins og lífið allt. Endalaus leit. Sumir eru eins og við vorum þetta sumar: leita í sífellu án þess að finna. Og vonin deyr. Aðrir finna. Við þessu er ekkert að gera. Við bíðum bara unz vonin vaknar á ný. Hún er allt sem við eigum. Og skipið siglir áfram og veltur klunnalega á mjúkri undiröldunni. Frh. af bls. 29 Hann blaðaði rólega í gegnum þær og tók síðan hiklaust þrjár þeirra frá. Þær voru allar af sömu persónunni. — Þetta er maðurinn, sem ég sá, sagði hann. — Eruð þér vissir um það? spurði leynilögregluþj ónninn. — Það getur ekki verið um neinn annan að ræða. Myndunum var snúið við, og í ljós kom nafn mannsins. Það var maðurinn, sem var í Suður-Ameríku. Það er ekki hægt að birta nafn hans, en geta má þó þess, að það hefst á bókstafnum A. Hann hefur áður komizt í kast við lögregluna. A stríðsárunum vann hann í Þýzkalandi, eftir að stríðinu lauk hef- ur hann verið í Svíþjóð, þar sem hann vann við skógarhögg. Það stendur einn- ig heima við það, sem miðillinn sagði. Það hefur verið sannað, að hann dvaldi hér í Kaupmannahöfn á þeim tíma, sem morðin voru framin, og að hann hvarf á brott skömmu eftir. Eftir það hefur hann komið hér við á ferð sinni og dvalið fáeina daga á gistihúsi undir eigin nafni. En skýrsl- urnar frá gistihúsunum berast ekki eins fijótt og æskilegt væri, og því var það að hann var horfinn aftur, þegar lög- reglan komst á snoðir um þetta. Hann hefur því aldrei verið yfirheyrður, en að sjálfsögðu hefur lögreglan mikinn áhuga á að komast í samband við hann. Það er álitið, að hann sé í siglingum og dvelji því aðeins skamman tíma í senn í Suður-Ameríku. 30 FÁLKINN Á þessu stigi málsins er því ekki hægt að segja, að málinu hafi verið lokið, hins vegar eru til mörg dæmi, þar sem fólk gætt miðilshæfileikum hefur af- hjúpað glæpastarfsemi. KONGSTED-MORÐIÐ. Miðillinn, sem að ofan er sagt frá, hefur eins og áður er getið, hjálpað lögreglunni í öðru máli, Margir muna ef til vill eftir morðinu á Kongsted, for- stjóra, sem skotinn var til bana í svefn- herbergi sínu í húsinu „Sorteper" í Gen- tofte. Gemzöe, þáverandi lögreglustjóri í Nordre Birk, var mikill áhugamaður í sálarrannsóknum. Þegar rannsóknirn- ar höfðu ekkert leitt í ljós, fór hann því til miðilsins, sem kynnti sér alla málavexti. Það einasta, sem lögreglan hafði til að fara eftir, voru tóm skot- færahylki. í dásvefni sínum og með skot færahylkin í höndunum sá miðillinn lít- ið kvistherbergi. Hann lýsti húsgögnun- um og sagði að herbergið væri í hús- inu nr. . . við Absalonsgötu. Lögreglan fór þegar til Vesterbro og fann herberg- ið, eins og því hafði verið lýst, en íbú- andinn var löngu farinn í burtu, einnig þegar morðið var framið. Hann viður- kenndi, að hafa átt marghleypu, sem svaraði til stærðar skothylkjanna, en sagðist hafa látið sér ókunnan mann hafa hana í billiard-spili. Aðspurður, sagðist hann hafa hlaðið marghleypuna. í þetta skipti fannst ekki morðinginn sjálfur, og hann hefur ekki fundizt. En miðillinn fann þann mann, sem hlaðið hafði skotvopnið. HORFNA ERFÐASKRÁIN. Frá öðru tilfelli, þar sem miðilshæfi- leikar gegndu stóru hlutverki, segir mið- illinn sjálfur svo; — Þekktur forstjóri í Kaupmanna- höfn hafði tekið á leigu gamalt hús í Kastrup. Dag einn var ég gestur hans, og hann sagði mér, að fólk það, sem búið hafði í húsinu á undan honum, hefði orðið fyrir þeirri sorg að missa föður sinn skyndilega. Börnin vissu, að hann hafði skilið eftir sig erfðaskrá, en hana hafði þeim ekki tekizt að finna. Ég gekk nú um húsið og stanzaði ósjálf- rátt í einu herbergjanna. Ég var þar kyrr í nokkra stund og sá brátt fyrir mér ungan mann, sem hvatti mig til að rannsaka vel ákveðinn vegg í her- berginu. Við rannsökuðum hann hátt og lágt í þeirri von að finna erfða- skrána, en án árangurs. — Næsta morgun, þegar við sátum í borðstofunni og drukkum morgunkaff- ið, sá ég þennan unga mann aftur. Hann óskaði þess að ég stæði upp frá borð- um og fylgdi sér inn í herbergið aftur. Þar benti hann á mynd og sagði: Á bak við þessa mynd munuð þið finna erfðaskrána. Ég sagði forstjóranum frá þessu, og í sameiningu réðumst við i að lyfta þessari stóru mynd og taka hana niður. En við fundum ekkert og engin merki um falinn skáp eða þess háttar. Við svo búið ætluðum við að hengja myndina upp eftir, en þá stóð ungi mað- urinn við hlið mér aftur og sagði, að við skyldum brjóta vegginn niður. Ég þorði varla að segja forstjóranum, hvað hann vildi, kannski var það heimsku- legt. En ég lét til leiðast og sagði hon- um það með varkárni. Það var samt ákveðið að brjóta vegginn, og alveg rétt: inn í veggnum á bak við þykkt pússningslag kom skápur í ljós, og í honum var erfðaskráin. Jacobsen skrifstofustjóri átti ávísana- reikning í Frederiksberg Sparekassa, sem ekki var langt frá heimili hans. Nokkrum dögum fyrir dauða sinn gaf hann út ávísun að upphæð 8500.00 d. krónur. Þessari ávísun hefur aldrei ver- ið framvísað. — Það er nefnilega Ijósastaur Þarna fyrir handan homið. — Hann er sagður afar mikill tónlistarmaður.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.