Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Síða 10

Fálkinn - 09.08.1961, Síða 10
ÞETTA gerðist í gær, gamlárskvöld. Ég snæddi miðdegisverð hjá gömlum vin mínum, Georges Garin. Þjónninn kom inn og rétti honum bréf með er- lendum frímerkjum og póststimplum. Georges sagði við mig: „Viltu hafa mig afsakaðan andartak?“ „Já, auðvitað.“ Hann tók að lesa bréfið. Það var átta síður og rithöndin greinilega enska. Hann las það afar hægt, með þeirri und- arlegu athygli, sem sprettur af tilfinn- ingum. Þá lagði hann frá sér bréfið á arin- hilluna og sagði: „Já, það er undarlegur atburður, sem ég hef aldrei sagt þér frá, þótt sagan sé ögn væmnisleg og ég ein höfuðpersónu- an! Það var undarlegasti nýársdagur, sem ég hef lifað! Það hljóta að vera — við skulum sjá — jú, það hljóta að vera nákvæmlega tuttugu ár síðan, ég var þrítugur, þegar þetta kom fyrir, og nú er ég fimmtugur. Ég var þá fulltrúi í tryggingafyrirtæk- inu, sem ég stjórna núna. Ég hafði hugs- að mér að fagna nýja árinu í París, vegna þess að það er nú orðin föst venja, að maður geri eitthvað óvenjulegt um þær mundir. En þá fékk ég bréf frá forstjóranum, þar sem mér var falið að fara þegar í stað til Ile de Ré, þar sem þrímastra skip frá Saint-Nazaire hafði strandað; já, báturinn var auðvit- að vátryggður hjá okkur. Ég fékk bréf- ið klukkan átta að morgni. Klukkan tíu var ég kominn á skrifstofuna, til þess að fá nánari fyrirskipanir, og sama kvöld tók ég kvöldlestina. Næsta morg- un, sjálfan nýársmorgun, steig ég á land í La Rochelle. Það voru tvær klukkustundir, þar til ég átti að halda áfram siglingunni til Ile de Ré, og ég notaði tímann til þess að labba mig um bæinn og virða hann fyrir mér. La Rochelle er mjög sérstæð- ur og svipsterkur bær, með þessum þröngu og hlykkjóttu krákustígum; göt- urnar hlykkjast að því er virðist óend- anlega, og yfir flestum eru boghvelfing- ar eins og í rue de Rivoli. En þessir bogagangar eru dimmir og skuggalegir; og húsin hallast ískyggilega fram á við, svo að undir göngunum getur verið rökkur um miðjan dag; þetta virðist nánast eins og leikhústjöld í leikriti, sem fjallar um morð og hetjudáðir og óhugn- að; þarna eru samsæri, árásir og hníf- stungur í bakið daglegt brauð. Þetta var eitt sinn háborg húgenottanna, og þess vegna hvílir yfir henni þung og drunga- leg en virðuleg aivara; er að sjá fögur minnismerki, eins og þau, sem prýða og auðga Rouen. Þetta er hörkulegur bær, dimmur og ógnandi, en virðulegur og al- varlegur. Manni finnst ofstæki kvikna hér og þrífast. Þarna brunnu kalvínistar af trúarofsa, og hérna hófst samsæri lið- þjálfanna fjögurra. Þegar ég hafði reikað um hríð í þess- um furðulegu götum, gekk ég um borð í svarta og hrörlega litla gufuskipið, sem átti að flytja mig yfir til Ile de Ré. Skipið stundi önuglega og andarteppu- lega, þegar það lagði frá bryggjunni og leið út milli hinna gömlu turna, sem liggja að innsiglingunni; síðan skreið það út höfnina og framhjá hinum mikla brimgarði, sem Richelieu hafði látið byggja, en hann liggur eins og risastór perlufesti umhverfis borgina; í stillu má eygja steinmúrinn langt undir yfirborði sjávarins. Síðan beygði skipið út til hægri. Þetta var einn þessarra ósegjanlega dapurlegu daga, sem draga úr manni allan kjark, sem gera menn litla og auma og raga, og sem drepa í manni allan kraft og alla athafnasemi. Yfir öllu hvíldi grá og köld slikja; þung og þétt þoka, næstum regn, en öllu fremur ís en regn. í hvert sinn, sem maður dró að sér andann, fann maður ódaun, eins og frá holræsi. Undir þessari þungu, sleikjandi hulu, sem virtist boða voða og ófögnuð, lá spegilslétt hafið; það var gulleitt, grunnt og gruggugt, eins og algengt er með- fram hinum endalausu sandströndum á þessum slóðum. Jafnvel hafið, spegil- slétt, dautt og gruggugt bjó yfir ein- hverjum kulda og óhugnaði. Skipið leið hægt áfram, vaggaði örlítið af gömlum vana og skar kjölfar sitt í skítgulan spegilinn. Það skvampaði örlítið aftan við skipið, það sendi frá sér smábárur, en von bráðar var allt orðið kyrrt sem dauðinn. Ég gaf mig á tal við skipstjórann; hann var belgmikill eins og skipið og svo rasssíður, að það var engu líkara en hann væri ekki með neinar fætur. En hann sigldi áfram jafnöruggur og farar- tækið hans. Ég ætlaði að reyna að kynna mér skipbrotið nánar. Þrímöstrungurinn hét Marie-Joseph, og ég vissi nú, að skipið hafði strandað í ofsaveðri á sand- grynningunum utan við Ile de Ré. Útgerðarmaðurinn hafði skrifað og skipið hefði kastazt svo langt upp á ströndina, að ógerningur væri að koma henni á flot að nýju; þess vegna hefðu menn í mesta flýti bjargað farminum og öllu lauslegu. Hlutverk mitt var að kynna mér hvernig flakið lá, reyna að gera mér grein fyrir því, hvernig það hafði verið fyrir skipbrotið og kynna mér það, hvort allt hugsanlegt hefði ver- ið gert, til þess að koma skipinu á flot. Ég fór þangað sem fulltrúi tryggjanda; það var svo sem ekki ósennilegt, að síðar myndi ég þurfa að bera vitni fyrir rétti í máli gegn eigendum skipsins. Þegar forstjórinn fengi skýrslu mína, yrði hann þegar að grípa til þeirra ráða, sem hann teldi okkur í hag. Skipstjórinn á Jean-Guiton var þaul- kunnugur þessu skipbroti. Hann hafði verið beðinn um að taka þátt í björgun- inni með báti sínum. Hann sagði mér um strandið. Öll sag- an var í sjálfu sér sára einföld. Marie- Joseph hafði rekið stjórnlaus fyrir ál- andsstormi, hafði velzt um í náttmyrkr- inu á hvítfyssandi öldunum — „mjólk- ursúpusjó“ eins og skipstjórinn orðaði það — og hafði loks strandað á þessum endalausu sandbökkum, sem breyta ströndinni á þessum slóðum í hreina Sahara við útfiri. Meðan við töluðumst við, leit ég í kringum mig rannsakandi. Milli hafs- in,s og óveðursmuggunnar mátti grilla fram á við á einum stað. Við sáum land. Ég spurði: „Er þetta Ile de Ré?“ „Já, Monsieur“. Stuttu síðar réttd skipstjórinn fram handlegginn og benti beint fram fyrir sig. Úti á hafi grilltum við á dökka þúst, og ég spurði: „Þarna liggur þrímöstrungurinn yð- ar“. „Er þetta Marie-Joseph?“ „Já, einmitt". Ég skildi þetta ekki. Þessi dökka þúst, sem við sáum fyrir okkur, og sem ég hélt að væri ekki annað en boði, hlaut að liggja að minnsta kosti þrjá kílómetra frá ströndinni. Ég svaraði: „En það hlýtur að vera að minnsta kosti hundrað faðma dýpi þarna, skip- stjóri“. Hann hló bara: „Hundrað faðmar, já hann var góður þessi.....Ég get sagt yður, að það eru ekki meira en tveir faðmar, vinur minn“. Stuttu síðar hélt hann áfram: „Nú er flóð klukkan tíu mínútur yf- ir hálf tíu. Þegar þér hafið snætt mið- 10 FÁLKINN Myrkrið varð þéttara og þéttara, meðan við stóðum þarna kyrr og þrýstum okkur fast hvort að öðru ... SAGA EFTIR GUY DE MAUPASSANT

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.