Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Qupperneq 11

Fálkinn - 09.08.1961, Qupperneq 11
degisverð á gistihúsinu, getið þér ó- hræddur labbað yður út á ströndina með hendur 1 vösum, og ég skal lofa yður, að þér gangið þurrum fótum að flakinu. Og þarna getið þér snuðrað um í klukkustund og þrjá stundarfjórð- unga, eða allt að því tvo tíma, og virt þetta fyrir yður En lengur megið þér heldur ekki vera, nei. ekki lengur. Því að þá getur flóðið náð yður, sjáið þér til. Og eftir því sem útfirið helzt leng- ur, þeim mun hraðar fellur að, það er nefnilega það, já. Öll ströndin er mar- flöt, sjáið þér til. Munið bara að halda til baka klukkan tíu mínútur í fimm, það segi ég yður satt. Þá getið þér í makindum labbað yður aftur um borð í Jean-Guiton klukkan hálf átta. Þá verðið þér kominn aftur til La Rochelle í kvöld“ Ég þakkaði skipstjóranum fyrir út- skýringar hans, skundaði burt og sett- ist fram í stafn, til þess að horfa á hina drungalegu borg Saint-Martin, sem við nálguðumst óðum. Borgin var nákvæmlega eins og allar smáhafnarborgirnar, sem eru höfuð- borgir litlu eyjanna, sem liggja eins og hráviði meðfram landinu. í rauninni var þetta bara stórt fiskiþorp með ann- an fótinn úti í hafi en hinn á landi; menn lifðu þar af fiskveiðum og kvik- fjárrækt grænmeti og skeldýrum, hreðkum og bláskeljum. Eyjan er mjög lág og lítt ræktuð en virðist þó þétt- býl. En ég átti ekkert erindi á eynni. Þegar ég hafði lokið snæðingi, labb- aði ég mig út á nes, sem skagaði út í hafið. Það fjaraði óðum, svo að ég gekk hröðum skrefum út á strandbreiðuna í áttina að einhverju, sem virtist vera stór klettur, sem mótaði fyrir úti á hafi. Ég gekk hratt yfir gula sandsléttuna; sandurinn lét lítillega eftir í hvert sinn sem ég drap niður fæti, og það var eins og hann svitnaði við þrýsting spora minna. Fyrir örskömmu var sjórinn þar sem ég stóð. Nú sá ég, að það fjaraði út lengra en augað eygði. Ég greindi ekki lengur mörkin milli strandarinnar og hafsins. Það var engu líkara en ég væri vitni að einhverjum heljargöldrum. Fyrir nokkrum mínútum lá Atlantshaf- ið við fætur mína; nú var það horfið, eins og furðulegustu hlutir, sem hverfa niður fallhlera á leiksviði. Nú gekk ég eftir eyðimörk. En ég fann enn lyktina og keiminn af saltvatni. Ég fann ilminn af þara og hafi, hina römmu og þægi- legu angan strandarinnar Mér var ekki lengur kalt og gekk hratt áfram. Ég starði allan tímann á flakið, sem stækk- að,i óðum, eftir því sem ég nálgaðist það. Nú virtist það eins og risastór rekahvalur. Flakið virtist rísa beint upp úr sand- inum- á þessarri endalausu skítugu sléttu varð flakið óeðlilega stórt og mikið Eftir klukkustundarhraða göngu, var ég loks kominn á leiðarenda. Það lá á hliðinni og minnti á rdsastórt hræ með brotnum bitum, sem stungust út úr breiðum belgnum; tjargaðir bitarnir virtust eins og brotin bein úr reka- skepnu. Sandurinn hafði þegar þrengt sér gegnum allar raufar, gegnum minnstu rifur; hann hafði heltekið skip- ið og vildi ekki sleppa því lausu. Það var eins og flakið hefði skotið hér rót- um. Stefnið hafði grafið sig djúpt í mjúkan, svikulan sandinn, en skutur- inn var hátt á lofti. Hin tvö hvítu orð á svörtum kinnungnm, Marie-Joseph, virtust sem örvæntingaróp til himins. Ég klifraði upp í þetta skipshræ þar sem skipið lá lægst. Þegar ég var kom- inn upp á þilfar, tók ég að lítast um inni í skipinu. Ljósið barst inn um litla lóra og gegnum allar rifur í skrokkn- um; það var drungalegt og óhugnanlegt rökkur inni í löngum holrúmunum, sem voru full af brotnu tréverki. Annað sést þarna ekki en sandurinn, sem hafði þrengt sér inn um allt og hulið allt í skipsskrokknum. Ég tók að skrifa hjá mér hvernig skip ið var á sig komið. Ég settist á tóma, brotna tunnu og skrifaði við ljósið, sem skein gegnum stóra rifu, úti sá ég langt yfir endalausa sandsléttuna. Stundum fékk ég gæsahúð af kulda og einmana- leika; öðru hverju hætti ég að skrifa og FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.