Fálkinn - 09.08.1961, Page 21
gleymdi því nærfellt hvernig á stóð fyrir honum. Ben Corn-
ell hafði alltaf þótt gott í staupinu. Þegar maður hafði fengið
dálítið í kollinn datt manni svo margt í hug, sem manni
gat ekki dottið í hug annars. Helen hló mikið, því að hann
var beinlínis fyndinn, og Cornell var upp með sér af þessu.
Hann átti enga ósk heitari en að þessari stúlku litist vel á
hann.
Brennivínið færði honum gleymsku og mildaði taugarnar.
Maður mundi ekki annað en það, sem maður kærði sig um.
Hann mundi til dæmis vel, að hann var á leið til Canada
með yfir 40.000 dollara í töskunni sinni. Og honum hlýnaði
við þá tilhugsun. Hann reyndi að ná í fingurna á Helen,
sem luktust um stéttina á glasinu, og hún dró ekki höndina
að sér. Þvert á móti: Hún brosti eins og henni þætti vænt
um það.
Til hvers að vera að loka sig innd í ömurlegu herbergi,
þegar tilveran var svona unaðsleg? Hann kallaði á þjóninn
og borgaði reikninginn. Röddin var ekki vel föst er hann
sagði:
,,Er enginn staður til hér í þessum andskotans bæ, sem
hægt er að skemmta sér á?“
Þjónninn, sem var átthagarækinn, svaraði virðulega og
ekki alveg þykkjulaust bæði augnaráði hans og fyrirspurn-
inni.
„Til dæmis Melville Bar og Nightclub, sir,“ svaraði hann.
„Alveg hérna fyrir handan hornið á 14. götu.“
„Ágætt. . . “ Ben Cornell ætlaði að standa upp, en svo
varð honum litið á klukkuna og hann komst að þeirri niður-
stöðu, að ekki mundi neinnar skemmtunar að vænta í nætur-
klúbbnum fyrr en eftir svo sem klukkutíma. Hann hnyklaði
brúnirnar. Það var ekki viðlit að skilja töskuna með öllum
peningunum eftir í herberginu. Hann varð að koma þeim i
geymslu í hólfinu hjá ármanninum.
Hann hallaði sér aftur í þægilegum stólnum og horfði út í
bláinn. Allt í einu sneri hann sér að Helen.
„Ungfrú Helen,“ sagði hann. „Lítið þér á þennan náunga
þarna fyrir handan. Hann er óvenjulega ógeðslegur ásýnd-
um hvar hef ég séð þetta andlit áður?“
Helen þurfti ekki að snúa sér við til þess að vita að það
var Lock Meredith, sem Cornell átti við. Hann sat einn sér
þarna skammt frá og var að borða.
„Ætli hann sé ekki gestur hérna eins og við,“ sagði hún.
„Hvers vegna hafið þér andúð á honum?“
„Það er útlitið — hann er líkastur trúboða.“
„Hver veit nema hann sé það?“ sagði Helen varlega.
„Ég ætla að fara til hans og segja honum að hann sé alveg
eins og trúboðaræfill," sagði Cornell einbeittur.
„Ég mundi nú fara varlegar, ef ég væri í yðar sporum,“
sagði Helen.
Hann horfði á hana. Henni sárnaði mikið hvernig þessi at-
hugasemd hennar hafði vakið hann. Því að nú skein angistin
og kvíðinn úr augunum á honum.
„Þér hafið rétt að mæla, ungfrú Helen,“ tautaði hann.
„Hvers vegna í skrattanum getum við ekki komizt af stað
héðan?“
Hann stakk fingrinum ,inn fyrir flibbann og tók í, eins og
hann ætti bágt með að ná andanum.
„Mér finnst líkast og ég væri kominn í fangelsi núna
strax,“ sagði hann. „En þið skuluð nú ekki ná í mig samt....
Þið getið bölvað ykkur upp á að þið festið ekki klærnar i
hann Ben Cornell . . . yitið þér, ungfrú Truby, að ég hef
alltaf hatað lögregluna, alla tíð síðan ég var lítill strákur og
mölvaði rúður. . . . hataði þetta skynhelgistarf þeirra. . . .
Það skal verða mér gleðiefni að gefa þeim langt nef.“
„Eruð þér viss um að það takist?“ spurði Helen.
Cornell rétti úr sér í stólnum.
„Ég hef ekkert illt gert, heyrið þér það . . Verzlunin
mín er brunnin, en ég gat ekki við það ráðið. Mér kemur
ekkert við hvað lögreglan segir. Ég hef mitt á því þurra....
ég hef ekki hreyft litlafingur til þess að húsið brynni.“
„Þér hafið aðeins gefið umboðsmanni yðar skipun, eins og
svo oft áður,“ svaraði hún og brosti háðslega.
Hann starði þegjandi á hana sem snöggvast og svo tautaði
hann:
„Þér eruð sú eina sem nokkuð veit, og það er verst fyrir
yður sjálfa.“
Þó að hann væri ekki allsgáður fór samt hrollur um hana
við þessa hótun. Cornell var orðinn taugabilaður aumingi á
þessum stutta tíma, og eigi var vitað hverju hann kynni að
taka upp á. Ef hann yrði króaður inni eins og rotta þá gat
hann gripið til ferlegra örþrifaráða.
Hún fann að Lock Meredith horfði á bakið á henni. En
það var engin huggun í því. Hún vissi að Cornell var með
skammbyssu. Hann gat tekið til sinna ráða áður en Meredith
gæti skorizt í leikinn.
Eftir dálitla stund stóð Cornell upp. Þau fóru í lyftunni
upp í herbergi sín og sóttu töskuna með peningunum og hann
kom henni til geymslu í hólfi hjá ármanninum. Svo fengu
þau bifreið að Melville Bar.
Þar var talsvert komið af gestum er þau komu. Meðal
annars tók Ben Cornell eftir manninum með trúboðaandlitið,
sem hann hafði séð á gistihúsinu og felldi sig svo illa við.
En þó hafði hann vit á að láta eins og hann sæi hann ekki.
Þetta var lítill veitingastaður, en húsgögnin einkar vönduð
og falleg málverk á veggjunum. Ágæt hljómsveit sat á palli
á miðju dansgólfinu. Þó að salurinn væri meira en háíffullur
var enginn að dansa þarna. Það var eins og fólkið biði eftir
merki um að það mætti hætta sér út á gólfið.
Helen Truby var nýsezt. Hún lét augun hvarfla um salinn,
og hún studdi krepptum hnefanum fast á borðið, en að öðru
leyti sáust þess engan merki að henni væri mikið niðri fyrir,
er hún kom auga á blaðaljósmyndarann Dave Dott frá New
York, ásamt bráðlaglegri svarthærðri stúlku.
Dave lagði frá sér brennandi vindlinginn og lyfti kokkteil-
glasi sínu til Jessicu. En Helen skildi þetta svo sem hann
væri að heilsa henni. Á milli þeirra fór ósýnilegt „velkominn,
kunn,ingi“. Skömmu síðar stóð blaðaljósmyndarinn upp og
dansaði út á gólfið með fallegu stúlkuna sína í faðminum.
Þetta var auðsjáanlega merkið, sem unga fólkið í Albany
hafði beðið eftir, því að vörmu spori var orðinn troðningur
á dansgólfinu. Negrahljómsveitarstjórinn gerði bylmings há-
vaða og jók hraðann að mun.
„Þeir hafa fyrsta flokks píanista þarna,“ sagði Helen.
Cornell kinkaði kolli. Hann gat ekki haft augun af „trú-
boðanum".
„Skemmtið þér yður ekki?“ spurði hún.
„Ég hef fengið höfuðverk . . . Það batnar þegar ég hef
feng.ið meira að drekka . . . Þjónn, komið þér hingað!"
Helen tók eftir að mörg glös og stór voru sett fyrir framan
hana, og að einhverju var hellt í þau öll. Hún hafði ekki
augun af dansgólfinu. Hvað var Dave eiginlega að gera
hérna — og svo með þessari stelpu? Hafði Lock gert orð
eftir þeim? Hún þekkti ekki þessa stúlku, en hún var lagleg
— en kannske full óstýrilát.
(Framh.)
Húti fann að Lock Meredith
borfði á bakið á henni. En
það var engin huggun í því.
Hún vissi, að Cornell var með
skambyssu. Hann gat tekið til
sinna ráða, áður en ...
FALKINN 21