Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 23
œra nappac^ Þetta hnappagat er ekki fallegt á að líta. Þær sem eiga marga stráka, reka sig þráfaldllega á, að hnappagötin líta svona út. Nauðsynlegt er að sauma hnappagatið upp á ný og bezt að gera það á klæðskeravísu. Klippið með fíniun skærum burt leif- arnar af kappmellunni, tínið úr alla lausa þræði. Gætið að því að ýfa ekki brúnir hnappagatsins. Varpið yfir brúnirnar með þræði samlitum efninu. Á skýringamyndunum er notaður ljós- ari þráður. svo að hann sjáist betur. Þegar hnappagatið á kápunni, jakkanum eSa utanhafnaflík bams- ins er orðið slitiS, er skemmtilegra aS geta gert þanmg við það, að það sjáist sem minnst. Oft eru það hnappagötin, sem láta fyrst á sjá, og flíkin getur orSið sem ný, sé vel við það gert. Til að styrkja hnappagatið og gera það endingarbetra, leggjum við hör- þráð meðfram langhliðum hnappagats- ins. Dragið endann frá innri brún hnappagatsins, stingið niður við ytri brúnina nákvæmlega eftir lengdinni, stungið undir og farið eins að að neðan- verðu. 111:1 ;;ý: jpPjig B ■1;: ;p' :!r ■ ^ | ■ '!■ ;ý: 1; ms 1 :A ' !;;; 1 Wmmm SjHB I !1; „ ftM Jjj 1§|§ % i 1 Stingið títuprjón við innri brún hnappagatsins teygið dálítið á þráð- unum og vefjið þá kringum títuprjón- inn. Þetta stöðvar hnappagatið, meðan við saumum. Nú megum við byrja að kappmella með hnappagatasilki. Takið endann, — byrjið aldrei með hnút. Byrjið að innanverðu, saumið frá hægri til vinstri. Hafið sporin ekki of þétt, þá er hætt við að kappmelluhnút- arnir riðlist og veikir það hnappagatið. Leggið þráðinn til vinstri, þ.e.a.s. í þá átt sem saumað er. Stingið nálinni í 'lykkjuna að aftanverðu. Dragið í hnútinn, takið þó ekki of fast í. Hnúta- röðin á að liggja jöfn og fín. Að innanverðu saumum við nokkur spor þversum og vörpum síðan þétt yf- ir þá þræði, eins og myndin sýnir. Stingið hörþráðsendunum niður á röng- unni og gangið vel frá þeim. Nú er hnappagatið eins og nýtt og ætti að endast nokkuð lengi. Ef til vill er aðeins hluti hnappagats- ins slitið. Þá er óþarfi að rekja það allt upp. Sprettið upp nokkrum sporum hvoru megin, varpið, leggið styrktar- þráð og kappmellið frá hægri til vinstri eins og fyrr segir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.