Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 22
I LAUFSKALANUM GAMLI GREIFINN, d’Herlevor, stóð upp frá borðinu Núna í ellinni borð- aði hann lítið. Ofurlítill grænmetisrétt- ur eða þeyttur rjómi með einhverjum ávexti, var nóg næring handa hinum hrörnaða líkama, enda var hann orðinn áttatíu og níu ára gamall. Hið eina, sem hann gleymdi aldrei, var ofurlítið glas af gömlu víni, sem fremur öllu öðru gat haldið lífsþrótti hans við, — þessu lífi. sem gat endanlega slokknað hve- nær sem var. Þjóninn dró stólana frá fyrir hann, hneigði sig og bauð. honum arminn. Hann var orðinn sjötíu og fimm ára og hafði þjónað greifanum frá því að hann var kornungur. Hann hafði þjón- að honum af trúmennsku og undirgefni í öll þessi ár, jafnframt því að sýna hina mestu sjálfsafneitun í öllu dag- fari sínu. Þessi hái granni og teinrétti herbergisþjónn, sem enn var hinn rösk- legasti maður ásýndum, var e.iginlega hið eina, sem gamli maðurinn átti eftir frá fyrri tíð, — eina veran, sem öld- ungurinn. er beið dauða síns, umgekkst. Hann hafði þekkt hann alla ævi hans. Hann hafði þekkt foreldra hans og vini. Hann hafði verið þjónn greifans meðan konan hans lifði. Og greifinn hafði fundið, að þjónninn tók þátt í raunum hans. á þann hlédræga og hógværa máta, sem stöðu hans hæfði. Þess vegna hafði honum verið annt um þjón sinn öll þessi ár og vildi ekki fyrir nokkurn mun missa hann. Nú þegar ókunnu fólki fór stöðugt íjölgandi í kringum hann, var gamli þiónninn orðinn honum enn nauðsyn- legri. Hann taldi hann fremur stall- bróður sinn og andlega stoð en undir- gefin þjón. — Þú ættir að gifta þig, Constant, sagði Guy d‘Herlevor stundum við hann. — Ég fer bráðum að deyjai Og hvað ætlarðu þá að gera við alla pen- ingana, sem ég arfleiði þig að? Þú ert farinn að reskjast og átt enga fjöl- skyldu og engan erfingja. Þú hefur fórnað þér fyi'ir mig, og sá þakklætis- vottur, sem ég ætla að auðsýna þér, kemur þér ekki að haldi nema stuttan tíma. Geturðu ekki fundið þér he.iðar- lega ekkju, sem á efnileg börn og gifzt henni og tryggt framtíð barnanna? Um leið eignaðist þú gott heimili og um- hyggju í ellinni. En Constant Ferval fór alltaf undan flæmingi. Hann varð feiminn eins og fermingardrengur, þegar greifinn minntist á þetta. Hann fór alltaf út i aðra sálma. Þegar d’Herlevor greifi stóð upp frá 22 FALKINN borðinu að þessu sinni, settist hann ekki í hægindastólinn sinn eins og venja hans var. — Fylgdu mér út í laufskálann, sagði hann við þjón sinn. Þetta var yndislegt júníkvöld. Tungl- ið var að koma upp bak við aldargöm- ul trén í garðinum. Þeir gengu báðir hægt milli trjárað- anna mcð þétt laufþakið yfir höfðinu. Ennþá voru þeir allhnarreistir svona til að sjá, gömlu mennirnir, þar sem þeir gengu þarna um garðinn. Enda þótt gre.ifinn væri orðinn máttlítill fyr- ir aldurs sakir, þá dró hann þó ekki á eftir sér fæturna, rétt eins og hann væri kominn alveg í kör. Þessi laufskáli sem hann kallaði svo, hafði í fyrstu verið bóndabær og stóð í rjóðri í skóginum. Þaðan var útsýni yfir fagurt héraðið með skrúðgrænum ásum og dölum, brosandi bændabýlum og í fjarlægð voru gamlar kirkjur með háum turnum. Greifafrúin hafði fyrr- um haft mikið dálæti á þessum lauf- skála og dvalið þar þegar hún gat. Og hingað var d’Herlevor vanur að fara, þegar hann viidi sökkva sér djúpt niður í endurminningarnar um hana. Það var ekki langur gangur, en eftir því sem árin færðust yfir hann, þreytt- ist hann þó meir og meir á þessari stuttu leið. Hann var veikur fyrir hjartanu og þoldi illa að leggja á sig áreynslu. Þegar þeir komu á áfangastaðinn, settist greifinn á bekk og gaf þjónin- um merki. — Seztu hérna hjá mér, Constant, sagði hann. D’Herlevor greifi sat um stund og horfði þögull yfir sveitina, sem var með hátíðasvip í rökkrinu. En hvað þjóninn snerti, þá hafði hann augun á ákveðn- um stað í fjarlægð, lítinn bæ þar sem hann hafði fæðzt og þar sem nú átti heima fólk, sem hann vissi engin deili á. Þegar greifinn hafði hvílt sig um stund, fór hann að tala aftur — með rödd, sem var eins og visið laufblað og sem var orðinn hreimlaus fyrir löngu. — Constant ... . á morgun eru fimm- tíu ár síðan .... fimmtíu ár .... hálf öld! Þó að ég hefði ekki misst hana þá, mundi ég sjálfsagt vera orðinn einn núna. Hún var svo viðkvæm, svo fín- gerð, svo ólíkleg til að verða gömul. Á morgun áttu að gera eins og þú gerir þann dag á hverju ári. Þú átt að fylla stofuna hennar af blómum, — blómum utan af enginu .... Henni þótti. alltaf svo vænt um villiblóm, manstu það ekki? Þjónninn svaraði hvíslandi: — Já, herra greifi. Svo varð hljótt um stund. Guy d’Herlever grét ekki. Maður græt- ur ekki á hans aldri og eftir að hafa borið sorgina jafnmörg ár. En í hugan- um leit hann með lotningu aftur í tím- ann, þegar hann fjörutíu ára gamallhafði hitt þessa guðdómlegu stúlku í fyrsta sinn. Hún var þá tæplega fullþroska. Hann leit aftur og minntist gagnkvæmr- ar ástar þeirra, þrátt fyrir nær tuttugu ára aldursmun. Hann leit aftur til trú- lofunar þeirra, brúðkaupsins og tveggja ára sælu. Og einnig til hins hræðilega atburðar .... Hann gerðist á haustdegi í rökkrinu. Guy kom seint heim af veiðum og furðaði sig á, hve hljótt var í húsinu. Hann spyr eftir konunni sinni og kall- ar á hana. Enginn hefur séð greifafrúna síðan hún hafði farið úr höllinni um klukk- an þrjú og sagzt ætla að ganga svolitla stund. Undarlegt, að hún skuli ekki vera komin aftur! Og nú er klukkan orðin sex, — nóvemberþokan, myrkrið, skóg- urinn, — allt vekur þetta ótta með hon- um. Greifinn kallar á allt fólk sitt, sendir það í allar áttir með ljósker og fer sjálf- ur að leita í skóginum með þjóninum sínum, Constant Ferval, sem þá er ung- ur kraftajötunn, aðeins tuttugu og fimm ára gamall. Og það er hann, sem finn- ur hana. í skógarkjarrinu liggur hún í hnipri, vot af áfallinu, hattlaus, afmynduð í andlitinu, — látin, kyrkt! Hún hafði verið myrt! Blóm hans, ást- mey hans, sól hans, líf hans! Enginn fékk að hreyfa við henni. Hann tók hana sjálfur upp og í sturl- aðri örvæntingu bar hann hana heim í höllina og lagði hana í rúmið. Öll hjálp var árangurslaus .... Hún var lögð til hinztu hvíldar í grafhýsi d’Herle- vorsættarinnar. í marga mánuði starfaði þessi maður yfirkominn af sorg og sturl- un með óþreytandi ákafa að því að ljósta upp glæpnum, og lét einskis ó- freistað til þess að hafa upp á morð- ingjanum. Já, hann hætti í raun og veru aldrei að leita, og það var því líkast sem hefndarþorstinn héldi við í honum lífinu. Þetta var í sannleika sagt óskiljan- legur atburður. Engu hafði verið stolið af henni myrtu nema ofurlítilli pyngju með gulli, sem hékk við belti hennar, og sem ekki hafði meira að geyma en tæpa hundrað franka. Við skartgripum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.