Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 4
JFrutnh. getraunarinnar: Hvaða fyrirtæki er elzt? Pólar h.f., rafgeymaverksmiðja, Einholti 6 Framleiða allar stærðir rafgeyma í bíla, vél- báta og landbúnaðarvéla. Silli & Valdi, Aðalstræti 10 Bara liringja svo kemur það. Sjóklæðagerð Islands h.f., Skúlagötu 51 Hvers konar blífarfatnaSur úr hinum þekktu Galon-plastefnum fyrir konur, karla, unglinga og börn. Ýmis konar herra- og dömufrakkar, vixmuvettlingar o. fl. Sjóvátryggingafél. Islands h.f., Ingólfsstr. 5 Sjó-, bruna-, bifreiða-, jarðskjálfta-, reksturs- stöðvunar- og líftryggingar. FerSa- og stríðs- tryggingar. Slippfélagið í Reykjavík, Mýrargötu Skipaviðgerðir, sldpasmíðastöð, trésmiðja, málningarverksmiðja, efnissala, byggingarvör- ur, málningarvörur, smíðavörur og verkfæri, skipaútbúnaður o. m. fl. Snyrtivörur h.f., Hallarmúla 1 Heildverzlun, umboð fyrir Misslyn, Durbans, Nestle og Lanolin Plus. Verzlun B. H. Bjarnason h.f., Aðalstræti 7 Járnvörur, búsáhöld m. m. Verzlun G. Zoega h.f., Vesturgötu 6 Nýlenduvörur, glervörur og búsáhöld. Verzlunin Edinborg, Hafnarstræti 10-12 Vefnaðarvörur, búsáhöld og leikföng. Verzlun 0. Ellingsen h.f., Hafnarstræti 15 Útgerðarvörur, vinnufatnaður, málningarvör- ur, verkfæri, vélaþéttingar. Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins. Verzlunin Liverpool, Lau gavegi 18a Búsáliöld og leikföng. Verzlun Vald. Poulsen h,f., Klapparstíg 29 Verkfæri, vélar, vélahlutar, vélareimar, boltar, skrúfur og kranar alls konar o. m. fl. Þótt annarsstaðar sé ei til, oft það fæst hjá Poulsen. 4 FÁLKINN Enski samgöngu- og um- ferðarmálaráðherrann Ern- est Marples, sem einnig sér um mál, er varða bifreiðar, sagði ekki alls fyrir löngu í neðri málstofunni í brezka þinginu nokkur orð, sem bif- reiðastjórarhér á landi hefðu gott af að heyra. Einkum þeir, sem hafa ætlað sér að fara með bíla sína til annarra landa og aka um í útlöndum. Hann talaði um það kapp, sem bifreiða- eigendur legðu á að komast til annarra landa, sérstaklega þegar ferðamannastraumurinn væri sem mestur og komst hann svo að orði: „Margir bifreiðaeigendur eru svo ákafir að aka til annarra landa, að það endar með því að þeir aka yfir í annan heim.“ ★ Menn tala nú oftar um skegg Castros, en aðra lík- amsparta hans. Auðvitað ber sérhver hollur þegn á Kúpu skegg til að líkjast sjálfum forsetanum. Dag nokkurn kom einn af taðskegglingum þessum til rakara í Havana, og bað um rakstur. „í guðanna bænum rakið þetta allt af mér, vanga- og yfirvararskegg. Auk þess skuluð þér klippa þennan lubba af mér. En segið mér, má ég reykja vindilinn minn á meðan.“ „Það vil ég mjög gjarnan,“ sagði rakar- inn, ,,því að þá get ég séð hvar munnurinn er.“ ★ Nýjasta uppá. tækið í New York er, að konur fara ekki til kok- dillsboða með eiginmönnum sínum eða öðr- um vinum, heldur fara þær með sálfræðingi sínum. Að sjálfsögðu verða gestgjafarnir að sjá svo um, að legubekkur sé til staðar handa konunni. Og er menn hafa lokið við sex eða sjö kokdilla, á konan á að vera búin undir að opna hjarta sitt fyrir sálfræðingi sinum. Þessi háttur á sálgreiningu er talinn ólíkt skemmtilegri, en að menn séu yfirheyrðir í lokuðum klefum sálfræðinganna. ★ Hinn vitri enski dómari leit á konuna, sem var að stíga upp í vitnastúkuna og sagði við starfsbróður sinn: „Væri ekki ráð að láta vitnið gefa upp aldur sinn og láta það síðan vinna eiðinn.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.