Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 22
CUfltigan FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH FJÓRTÁNDI HLUTI „Gættu að þér, systir!“, sagði hinn ógeðslegi dansherra hennar. Hann þrýsti henni fastar að sér, eins og hann væri hræddur um að henni mundi verða fótaskortur. í sama bili slokknaði ljósið. Það varð koldimmt í öllum salnum. „Ég sagði, að þú skyldir gæta að þér,“ urraði dansherrann. Hún barðist um á hæl og hnakka til að losa sig, en hann tók hana á loft, eins og hún væri krakki_ Helen fann hvernig hann hrinti öllum frá, sem á vegi hans urðu, er hann var að ryðjast út að dyrunum. „Dave ....!“ hrópaði hún allt í einu. „Dave Dott . . . .!“ Harður og hrjúfur lófi tók þrælataki fyrir munn henni. í sama augnabliki sem ljósið slokknaði tók Dave Dott eftir að eitthvað hart var rekið í bakið á honum. „Hingað með lúkurnar!“ hvíslaði hás rödd. Hann hlýddi viðstöðulaust. Undir þessum kringumstæðum hefði það verið vís dauði að gegna ekki. Þarna var dimmt, fjöldi fólks samanþjappaður á litlu svæði — það var hægt að skjóta hann á svipstundu og morðinginn gat gert sig ósýni- legan án þess að vekja athygli, áður en ljósið kæmi aftur. Dave heyrði lága smelli og fann að verið var að læsa hand- járnum um úlfnliðina á honum. Að vörmu spori fékk Jessica sömu skipunina. — Hún stundi. „Vertu róleg,“ sagði Dave hughreystandi. „Þetta er eins konar samkvæmisleikur, sem er leikinn hérna í Albany á hverju fimmtudagskvöldi. Þegar ljósið kemur fær sá verð- laun hjá forstjóranum, sem er glópalúalegastur í andlitinu.“ „Gakk!“ sagði hása röddin bak við hann. Og skammbyssu- hlaupinu var stungið í öxlina á honum. Hann fór að ganga og sér til mikillar furðu rakst hann ekki á neinn hinna gest- anna, sem hlutu að vera þarna allt í kringum hann. Maðurinn sem skipaði fyrir hlaut að þekkja húsakynnin vel. Eftir litla stund var hann kominn út í húsagarð. Hann heyrði lás í hurð smella að baki sér. „Upp í þennan vagn!“ sagði varðmaður hans og ungu stúlk- unnar. Maðurinn með skammbyssuna skipaði þeim báðum að fara inn, fram í. Svo læsti hann hurðinni og gekk kringum bifreið- ina og kom inn í stýrissætið hinum megin. Á sama augnabliki sem ljósið kviknaði á mælatöflunni sá David í andlit hans. Þetta var Spoke. „Ég hljóp ekki eins langt og þið hélduð. Nú ökum við út í skóg.“ Eftir nokkrar mínútur voru þau komin út fyrir bæinn og voru á steinsteypuvegi, sem lá upp til fjalla. Það leið ekki á löngu þangað til Spoke þversneri á stýrið. „Við förum ekki sérlega langt,“ sagði hann leiðbeinandi. „Eldflugan verður að finna okkur.“ Jessica bældi niðri í sér óp. Dave hristi höfuðið. „Þú þarft ekkert að óttast, Jess. Það er ekkert annað en hjátrú þetta með merkið á öxlinni á þér, og allt það. Eld- flugan og hyski hans eru valdir heimskingjar ... þeir tefla full djarft með þessu.“ Og um leið leit hann á vangann á Spoke. Það var eins og þessi athugasemd hefði haft áhrif á hann. „Forstjórinn veit hvað hann syngur,“ sagði Spoke hrana- 22 FÁLKINN lega. „Hann vill ekki hafa heila halarófu hangandi aftan í sér. Þegar hann hefur afgreitt hina kemur röðin að ykkur . . .“ „Hefur afgreitt.. . ?“ Dave hnyklaði brúnirnar. „Já. Afgreitt Ben Cornell og stelpuna hans. Það er skratti erfitt að koma tauti við þau. Hún virðist vita allt of mikið, og Cornell er svo hræddur að hann er vís til að kjafta frá hvenær sem vera skal. . . Veiztu hvað maður gerir við þess háttar lömb?“ „Maður slátrar þeim,“ sagði Dave. „Einmitt,“ sagði Spoke og kinkaði kolli. „Hvers vegna tekur hann okkur ekki öll í einu?“ spurði ljósmyndarinn. Hann taldi ekki sérlega mikla von um, að hann muncíi sleppa lifandi úr þessu, en því meira sem maður fékk að vita, því betur undirbúinn var maður þó. „Heldur þú að hann láti Jessicu sleppa svona umtalslaust. Eftir minni meiningu 'hefði þér verið betra að drepa hana langömmu þína en að reyna að skjóta skjólshúsi yfir aðra eins telpu og hana Jessicu. Hún er hættulegri en dynamít.'1 „Af því að hún er með merki eldflugunnar?“ sagði Dave. „Já, einmitt.“ „Þú ert ragur afglapi,“ sagði blaðaljósmyndarinn fyrirlit- lega. „Eldflugan hefur vaxið þér í augum, það er mergurinn málsins. Hann er ekki öðruvísi en þú og ég.“ „Þú þekkir hann ekki,“ tautaði Spoke. Dave fann, hvernig unga stúlkan, sem sat hjá honum, skalf af kulda og ótta. „Vertu róleg, Jess,“ hvíslaði hann. „Það er ekkert skeð ennþá.“ „Spoke hefur rétt að mæla,“ sagði hún upphátt. „Það eru aðeins þeir, sem þekkja Eldfluguna vel, sem eru hræddir við hann.“ „Hann er mesti blekkingarmaður. Það getur vel verið að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.