Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 33
Þorbergur varð maður gamall. Hann lézt 1. júlí 1833, þá 87 ára. í kararleg- unni kom séra Jón á Bergsstöðum að þjónusta hann. Þá mælti Þorbergur: Hver skyldi vera beztur hestur hér í dalnum? Mundi það ekki vera Grá- skjóni hans Jóns í Stafni? Séra Jón bað hann að hugsa um eitt- hvað andlegt. Þá svaraði Þorbergur: Slétt- ekkert veikur, hef allgóða mat- arlyst, get bærilega sofið. Þegar hann dó, var Illugi bróðir hans látinn fyrir mörgum árum, en hann var samt ýngri en Þorbergur, fæddur um 1750. Valgerður, kona Þorbergs, lifði hann og dó 1839. Einn son áttu þau hjón, Árna, (d. 1862). Sagan segir, að hann hafi verið „vesalmenni". Segir svo ekki fleira af af Fjósasystk- inum. (Heimildir: Að mestu er farið eftir Blöndu IV. þarsem frásagnir af Fjósafólki eru samandregnar úr Húnvetningasögu og Lbs.% 1994, 4to, ásamt íaukum og athugasemd- um Hannesar Þorsteinssonar). Lausn á 30. verðlaunakross- gátu FÁLKANS Þ 0 o O 6 F L o T T /? Æ F 1 L L E 0 0 « » U L L e 1 N F œ TT fí S • 5 R L L 1 L N (Pr fí T 'Ö /Y Cr S 5 K /? O L L H R 0 'n f? u N\fí L 1 H 5 F T U /Ú • K 'R • V í? V T E CT 'ö L / N R R K R r? F Æ f? U O Ct 'fí L L R 1 K K R F T R L fcr 0 fí R r L 'O U N Ft L F R R fí K U R 1 fí • T £ <T U N D /© L V ) U L F (=\ V S T 1 R N D U R • 1 'P K L fí U fí K U N N 1 0 R Ft N N s R t< fí R /? O R m R N /R Bt? Fl U T~ i N N 1 5 T • fl U D U R (R u R I N 'R / N f\ T N N R * F) N T t N N U R N /V) H p N P L E <T Ct 1 1 » 1 L L Ft / Ú V fí U L L CT R L K t) R fl í? 1 N F u © 1? F> E 1 R e ) 5 b F U S Þ U i? © ■ f? O N V / N N 1 n c fl fí R • D R £ /<r K U /? • ú R ■ Cr L N N T u 7 T u Q s T fí /y) F) / * Fjölmargar lausnir bárust á 30. kross- gátu FÁLKANS. Dregið var úr réttum lausnum og kom upp nafn Ástu Tryggva- dóttur, Álfheimum 72, Reykjavík. Rétt ráðning birtist hér að ofan. ★ STJÓRNMÁLAMAÐUR nokkur var í heimsókn í Grikklandi og var honum haldin veizla þar. Honum var boðinn hinn vinsæli drykkur Grikkja, ouzo. Eftir fyrsta glasið fannst 'honum sem húsgögnin hreyfðust úr stað. „Þetta er allsterkur drykkur,“ sagði hann við gest- gjafa sína. „Ekkert sérstaklega,“ svaraði einn þeirra, „það vill svo til, að jarð- skjálfti hefur átt sér stað.“ STJÖRNUSPÁIN Ht'MÍ'SHX&T* /cið Þér skuluð ekki láta svartsýni eldra fólksins hafa nein áhrif á framkvæmdir þær, sem þér hafið lengi haft í huga. A3 vísu er ekki unnt, að segja að óskir yðar rætist að öllu léyti í vikunni, en að einhverju leyti verða þær uppfylltar. Þér munuð verða heppinn í ástamáiunum þessa dagana. Wíiuísíwcr/cið. Það lítur út fyrir að miklar þreytingar á högum yðar séu í aðsigi. Stjörnurnar segja, að heppnin verði yður tryggur förunautur í öllum þeim efnum, sem þér takið yður fyrir hendur. Hins vegar skuluð þér muna, að lífið er ekki dans á rósum og það sem yður kann að hlotnast, fáið þér ekki fyrir- hafnarlaust. Tvíburamerkið. Svo er að sjá, að allir þeir sem fæddir eru 7., 8. og 9. júní, hafi bæði þá gæfu og þann gjörfuleika til að bera, að þeim takist allt svo undursamlega vel í vikunni. Ef þér vinnið vel að yðar starfi, er útlit fyrir, að þér verðið frægur fyrir. — Happatala yðar er 787. Krabbamerkið. Þér eruð í sjöunda himni yfir tilboði nokkru, sem þér hafið nýlega fengið. Þér ættuð að hugsa yður vel um áður en þér afþakkið það með öllu. Annars eigið þér fremur rólega viku framundan, þér getið þakkað yðar sæla fyrir það. Laugardag- ur mun verða einkar ánægjulegur. Ljónsmerkið. Þér ættuð að reyna að hrinda hugmyndum þeim, sem þér hafið haft lengi í kollinum, í framkvæmd. Ef þér sýnið ein- hvern manndóm af yður, ættuð þér að geta unnið yður í álit hjá merkum ættingja yðar. Þér ættuð enn fremur að huga svolítið að fjárhag yðar, áður en það er um seinan. Jómfrúarmerkið. Þér ættuð að gæta að tilfinningum yðar, þvi að stjörnurn- ar segja að þar sé mikilla breytinga von, einkum hvað varðar einkalíf yðar. Þér skuluð reyna að hafa stjórn á yður og ana ekki út í neina vitleysu. Þá mun allt fara betur en þér áttuð nokkurn tíma von á. Vogarskálarmerlcið. Þér ættuð að skjóta öllum stórákvörðunum á frest 5 þessari viku, því að hentugra er að láta þær bíða um stund. Þér skul- uð sýna diplomatshæfileika yðar og jafnvel slægð gagnvart hinu kyninu. Gömul ósk mun að öllum líkindum rætast í vik- unni og þér munuð fá góðar fréttir frá nákomnum ættingja. SporðcLrekamerkið. Þér megið umfram allt ekki gleyma, að kornið fyllir mæl- inn, því skuluð þér ekki vanrækja það í starfi yðar, sem þér álítið óverulega smámuni. 1 vikulokin fáið þér gott tækifæri til þess aQ endurgjalda gömlum vini þann greiða, sem hann gerði yður fyrir óralöngu. B o gmannsmerkið. Þér megið alls ekki halda, að allt. það erfiði, sem þér hafið lagt á yður sé unnið fyrir gýg. Þér ættuð að temja yður lát- lausa framkomu, og sýna ekki þennan hroka og dramb gagn- vart undirmönnum yðar, auk þess sakaði ekki að vera dálítið ræktarsamur við ættingja yðar. Steingeitarmerkið. Þér munuð ef til vill lenda í vandræðum nokkrum í vik- unni, en verið samt þolinmóður, því að þau munu leysast, með tímanum. Þér ættuð að gefa svolítið meiri gaum að því, sem er að gerast í námunda við yður, því að vægast sagt eruð þér mjög utan við yður. Föstudagur er fremur gleðiríkur. Vatnsberamerkið. Þér munuð hitta ákveðna persónu þessa dagana og kynni yðar við hana mun liafa hvetjandi áhrif á yður. Yfirleitt er þessi vika mjög ánægjuleg, ástamálin blómstra og fjárhagur- inn batnar að miklum mun. Vikan mun einnig verða mjög hentug til alls konar skemmtana. Fiskmerkið. Þér ættuð að forðast að sletta yður fram í það sem aðrir eru að gera. Sýnið enn fremur prúðmennsku í starfi og komið fram eins og siðuðum manni sæmir. Varizt, einnig áfenga drykki, það er nefnilega aðalsmerki að kunna að fara með þann görótta drykk. 21. MABZ — 20. APBIL 21. APBlL — 21. MAl 22. MAÍ — 21. IÚNl 22. lÚNl — 22. JÚLl 23. TÚLl — 23. AGÚST 24. AGÚST — 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÖV. 23. NÖV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBiL 20. FEBB. — 20. MABZ I 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.