Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.07.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt Það vakti mikla undrun í Lundúnum fyrir skemmstu, þegar hin brosmilda Sophia prinsessa af Grikklandi kom í heimsókn ásamt tilvonandi unnusta sínum, Don Juan Carlos, sem ef til vill verður einn góðan veðurdag konungur Spánverja. Þau komu fljúgandi frá Lissabonn og með þeim í förinni var móðir Sophiu, Fredrika drottn- ing og systir. Þetta tigna fólk ætlaði að dveljast í Englandi um nokkurt skeið og ekki var um opinbera heimsókn að ræða. Enginn vissi, að Don Juan Carlos ætlaði að vera leiðsögumaður unnustu sinnar og fjölskyldu hennar. Myndin er tekin á hótelherbergi í London, þar sem Sophia og Don Juan Carlos hvíla sig eftir erfiðan dag. Svefnmeðal. Þegar hinn mikli franski leikari, Raimu var enn óþekktur, leitaði hann eitt sinn eftir gist- ingu á litlu sveitagistihúsi. Veitingamaðurinn var heldur argur yfir því að vera vakinn svo seint og sagði því með þjósti: — Nr. 26 er laust. Farið upp á aðra hæð og fylgið gang- inum, unz komið er að súlunni. Þá eru það þriðju dyr til hægri. .. Raimu þreifaði þolinmóður fyrir sér upp stigann og síðan hélt hann inn ganginn unz hann rak sig harkalega á súluna og gaf frá sér öskur. — Gott, hrópaði veitingamaðurinn að neðan, nú eru það þriðju dyr til hægri. Furðulegar hvalveiðar. Ungur ítali var einn á veiðum á bát í Napoli flóa. Fyrir utan ey nokkra kom hann auga á níu metra hval, sem hann ákvað að veiða. Hann hafði horft á nautaat og hann vissi því, hvað hann þurfti að gera til þess að hleypa illu blóði í skepnuna, svo að hún réðist að honum, — síðan stefndi hann að landi eins hratt og hann gat, en þegar hann var rétt kominn að landi, beygði hann snögglega frá, en hvalurinn hélt áfram og festist á malarrifi. 4 FÁLKINN Agatha Christie er jafn vinsæl í Bandaríkjunum og Englandi, en Eng- lendingarnir hafa löngum veriðhrædd ir um, að gamla konan hallaðist meir að Bandaríkja- mönnum. En ekki alls fyrir löngu gerðist það, að stærsta kvikmyndafélag í Englandi keypti réttinn að glæpasögum hennar og skáldsög- um fyrir eina milljón punda eða sem svarar rúmum 100 milljónum íslenzkra króna. Nú voru Bretar öruggir um, að Agatha yrði enn um kyrrt í Bretlandi og hið eina, sem menn höfðu áhyggjur af, var hvernig greiðslunni til skáldkonunnar yrði háttað, og vonuðu menn að upphæðin yrði ekki greidd öll í einu. svo að skattayfirvöldin gleyptu hana ekki í sig. ★ Robert Graves, hinn kunni enski rithöfundur, gaf ný- lega út 120. bók sína. Graves hefur skrifað fjölda bóka, sem náð hafa vin- sældum um heim allan. Kunnastur hér á landi mun hann vera fyrir bókina, Ég Claudius, sem kom út í íslenzkri þýðingu fyrir nokkrum árum. Þess má geta hér til gamans, að Montgomery marskálkur gerði það að skyldu við liðsfor- ingja sína í styrjöldinni, að þeir læsu bókina Belisarius eftir hann. Sagði marskálkurinn, að bókin væri ekki einungis skáldsaga, heldur einnig kennslubók í herstjórnarlist. Robert Graves var sóttur heim af frétta- manni frá Daily Mail og spurði blaðamaður- inn rithöfundinn m. a.: — Hvernig í ósköp- unum hafið þér fengið andagift til þess að skrifa svona margar bækur? — Ég á átta börn, sagði rithöfundurinn og brosti. ★ Á meðan M. Débré var ráðherra í stjórn de Gaulles, skemmtu Parísarbúar og aðrir Frakk- ar sér með því að segja illkvittnar sögur um starf ráðherrans. Einkum voru þessar sögur rætnar í revíum og kabarettum. Hér er ein slík: Vinur spurði fjármálaráðherrann M. Baym- gartner: — Er það satt, að þér ætlið að draga yður í hlé? — Já, satt er það, þér vitið ekki kæri vinur, hve mér er mikil þörf á hvíld. — Eru fjármálin svona erfið viðureignar? — Nei, ekki vil ég nú segja það, en að hitta M. Débré á hverjum ráðuneytisfundi og heyra hann mæla digurt um, hvernig fjár- málunum eigi að stjórna, er meira en nokkur dauðlegur maður getur þolað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.