Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 18.07.1962, Blaðsíða 22
Sir Richard tókst rétt naumlega að róa Katrínu og segja henni, að Bruce Glenmore ætti sér vinkonu hér í París, en hefði fyllsta hug á að losna við hana. Þegar hann hafði skýrt henni stuttlega frá þessu dofnuðu ljósin, unz dimmt varð í leikhúsinu. Andlitin í stúkunum beint á móti urðu að skuggum og Katrín gat ekki séð meira af vinkonu Bruce Glenmore en glitrandi men á hálsi hennar, örskamma stund meðan einhver kveikti sér í vindli. Katrín hafði séð það eitt af útliti konunnar, þegar hún birtist í stúkunni, að hún var dökkhærð og hár hennar var greitt á mjög viðamikinn og undarlegan hátt. Annars beindist athygli hennar öll að Bruce Glenmore og tveimur karlmönn- um öðrum, sem voru í fylgd með þeim. Nú varð hún að beina athygli sinni að sviðinu. Fortjaldið var dregið til hliðar og síðan kom annað tjald, sem á var málað litríkt blómaskraut, fuglar og fiðrildi. Loks var það tjald einnig dregið til hliðar og áhorfendur voru staddir á sögusviði Othello. Leikararnir birtust á sviðinu og fyrsti þáttur hins ódauð- lega harmleiks hófs. Katrín skildi ekki málið, en það leið ekki á löngu þar til hún var orðin gagntekin af því, sem gerðist á sviðinu. Heima í London hafði sir Richard sagt henni meginefnið í Othello og Katrín hafði hatað af öllu hjarta svikarann Jago, en aftur á móti var samúð hennar með Desdemoniu takmarkalaus. Raunar var leikkonan sem lék Desdemoniu allt of feit og gömul til þess að geta verið hin unga eiginkona Othellos, en samt varð Katrín ævareið þegar hún heyrði sir. Richard skopast að útliti hennar: — Ef Desdemonia hefði litið svona út, þá hefði ég í sporum Othellos sæmt Jago sokkabandsorðunni og hraðað mér í stríðið aftur. Það þarf vissulega krafta í kögglum til þess að kyrkja hana! Katrín varð hvort tveggja í senn heilluð og hrædd, þegar hún mundi það sem sir Richard hafði sagt henni að gerast mundi síðar í leiknum. Guð minn góður FRAMHALDSSAGA EFTIR BRITT HAMDI - 8. HLUTI 22 FALKINN hvprsu hræðilegt var það ekki, að vesal- ings Desdemonia skyldi vera kyrkt! Katrín beygði sig fram á handriðið á stúkunni og lifði sig inn í harmleikinn á sviðinu. Þá fann hún að einhver klappaði laust á öxl henni. — Þú minnir mig of mikið á stelp- urnar, þegar lífvörður kóngsins marsér- ar fram hjá glugganum þeirra, tautaði Sir Richard. Eldrjóð af reiði og auðmýkt hallaði Katrín sér aftur á bak í sæti sínu. Sir Richard hló lágt og bætti við: — Þú getur huggað þig við, að þú mundir vera miklu betri Desdemonia heldur en þetta kjötfjall þarna — þrátt fyrir alla þína galla og veikleika. Ég get fullvissað þig um, að leikhúsgestir vildu miklu heldur fá að skoða fegurð þína en að hlusta á svona þurrar og leiðinlegar sýningar. Raunar er Desde- monia einkar leiðinlegt hlutverk. Shake- speare varð sjálfur svo leiður á henni meðan hann var að semja hana að hann lét kyrkja hana í síðasta þætti! Katrín svaraði ekki. Gleðin og stemn- ingin, sem hún hafði fundið, var öll á bak og burt. í heitu myrkrinu umhverfis hana sátu hundruð manna, sem voru nákvæmlega eins og sir Richard. í þeirra augum var leikhúsför hversdags- legt atvik eins og að opna dagblað eða þvo sér um hendurnar. En henni fannst sýningin hinsvegar kraftaverki líkust. Samt varð hún að reyna áð láta sem ekkert af því sem gerðist á sviðinu hefði áhrif á hana. Já, helzt þurfti hún að láta svo, sem henni dauðleiddist. Eitt hafði hún lært, síðan hún varð virðuleg hefðarmey: Það reið á, að maður léti eins og maður hefði reynt allt sem hægt er að reyna og hefði komizt að þeirri niðurstöðu að ekkert í veröldinni væri þess virði að gleðjast yfir því. En hvernig átti hún, sem ekkert vissi og ekkert hafði reynt, að sýnast áhugalaus og láta sér standa á sama um allt? í hennar augum hélt lífið áfram að vera uppfylling þess stóra draums, sem hana hafði dreymt í bernsku. Hann skaut henni skelk í bringu öðru hverju, en hún vildi samt ekki gefast upp við hann. Hvað var það sem sir Richard hafði sagt. Hún mundi það ekki orðrétt, en það var eitthvað í þá áttina, að hún mundi sjá gullið verða að steinum í höndunum á sér . . . Nei, það mátti ekki gerast. Hvað svo sem gerðist, ætlaði hún að halda áfram að trúa á draum sinn . .. í hléinu fylgdust þau með mannfjöld- anum út í anddyri leikhússins. Raddirn- ar suðuðu fyrir eyrum hennar og þrengslin urðu stöðugt meiri og óþægi- legri. í miðju anddyrinu stóð voldug marmaraskál, sem hægt og hægt fyllt- ist af seðlum og mynt. Þetta voru sam- skot handa fátæklingunum í París. Sir Richard kastaði svo stórum seðli í skál- ina, að Katrín tók andköf. — Stendur ekki skrifað, að maður eigi að elska náunga sinn jafnmikið og sjálfan sig? sagði hann. — Raunar erum við nú á meðal Frakka, svo að ég hefði kannski átt að vera ögn sparsamari, bætti hann við. Katrín hlustaði ekki á hann, því að í sömu mund kom hún auga á Bruce Glenmore, og við hlið hans dökkhærðu frönsku stúlkuna. Hún var tvímælalaust falleg, en það spillti fegurð hennar, að hún virtist í slæmu skapi. Hún virtist taugaóstyrk og hreyfði blævæng sinn í sífellu. Og hrukkur á enni og viprur kringum munninn gáfu til kynna, að hún hafði ekki mikla ánægju af þessari leikhúsför. Allt í einu sneri Bruce Glenmore sér við og kom auga á Katrínu. Dökk augu hans lýstu hvortveggja í senn undrun og ótta. Katrín fylgdist nákvæmlega með svipbrigðum hans og gat sér strax til um orsökina til ótta hans. Um leið og hann gaf vinkonu sinni hornauga, vissi hún hvað klukkan sló. Sir Richafd hafði einnig tekið eftir þessu. Hann sagði: — Aumingja Bruce! Hvílík óheppni! Ég er að velta því fyrir mér, hvort hann gerist svo djarfur að kynna hana sem frænku sína eða systur! Samtímis hóf hann hendina á loft og heilsaði Bruce Glenmore. Bruce hikaði andartak, en síðan kom hann í fylgd með vinkonu sinni og mönnunum tveim. Katrín kinkaði kolli til þess að gefa til kynna að hún þekkti hann aftur um leið og hann hneigði sig djúpt fyrir henni. Síðan kynnti hann fylgdar- lið sitt, og nafn annars mannsins og nafn vinkonunnar nefndi hann hvert á eftir öðru og vonaði að Katrín héldi að þau væru saman. Sir Richard var ber- sýnilega skemmt, þótt hann reyndi að leyna því. Samstundis fannst Katrínu eins og hún hefði yfirhöndina. Hún fylltist sjálfstrausti í fyrsta skipti. Ef til vill af því að hún vissi meira en Bruce Glenmore grunaði, — og satt að segja geðjaðist henni betur að honum, af því að hann var svolítið óstyrkur og miður sín. Honum hlaut að vera mjög umhug- að um hana, annars væri hann ekki svona vandræðalegur. Og dökkhærða vinkonan hafði einnig af sinni kven- legu eðlisávísun komizt að sömu niður- stöðu. Jafnskjótt og hún varð vör við, að Katrín var ekki sterk í frönskunni, talaði hún hratt og sigri hrósandi. Þess vegna varð reiði hennar ekki svo lítil, þegar Bruce tók að tala á ensku, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.