Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.07.1962, Blaðsíða 9
1UNAFL0A sem fest var upp í mastrið, sett í há- karlinn, helzt í kjaftinn ef hann var opinn, annars í augað. Síðan var hann halaður upp úr sjó þangað til hausinn var vel inn yfir borðstokk. Þá var skor- ið niður úr báðum kjaftvikum og þá náðist lifrin og var dregin upp. Hún lenti stundum í sjónum og var tekin þaðan og innbyrt í sérstök hólf. Fyrir kom, að hákarlinn var mjög úttroðinn og lifrin náðist ekki nema skera alveg niður eftir kviðnum. í fyrri hluta há- karlalegu, voru bökin af hákarlinum líka hirt. Þau voru skorin í stór stykki, rétt mannbær, en ef vel veiddist var þeim kastað fyrir borð til að rýma fyrir meiri lifur. — Útivistin helgaðist að því hvernig viðraði. Væri brim eða mikill mótvind- ur, þannig að ekki yrði slagað upp undir hélt maður sjó. Ekki var viðlit að róa þessum þungu skipum móti neinum teljandi kalda. Þegar í land kom, hófst uppskipunin. Hún fannst mér oftast erfiðasti hluti ferðarinnar. Lifrin var borin í stömp- um á handbörum og það var oft erfitt að fóta sig á fjörugrjótinu, hálu af klaka, grút og ófærð. Lifrin var látin í stórar tunnur, smíðaðar úr rekaviði, en hákarlsbökin sett í haug og snjó mokað yfir. ÍÉg var tvær vertíðir á Ófeigi eins og ég sagði áðan. Guðmundur frændi minn sem var formaður og eigandi þess happasæla skips var dásamlegur sjó- maður. Hann hafði þá reglu, að þegar komið var til skips í byrjun vertíðar, skipaði hann mönnum til verka tveim og tveim saman. Til dæmis áttu tveir að sjá um að taka beituna um borð, tveir að taka farviðin (árar og seglabúnað) og svo framvegis. Þegar um borð var komið yfirheyrði hann síðan alla hvort allt væri með og þá skoðaði hann í mat- arkoffort hvers og eins til þess að full- vissa sig um að allir væru með nesti. Sjálfur hafði hann alltaf aukakoffort með nesti ef eitthvað óvænt kæmi fyrir. Við rérum oftast fyrsta spölinn og þegar Framh. á bls. 28. Eiríkur: — Sjómennsk- an í gamla daga á opniun vélarlausum skipum í vetr- arveðrum. — Það var virkileg sjó- mennska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.