Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 10
f sumt „PEIMT OG PRAKTISKT” Maðurinn á myndinni heitir Jörgen Gry og er danskur tízkuteiknari. Hann er einn af harðsvíruðustu forsvars- mönnum hinnar „topplausu tízku“ og hefur meðal annars teiknað kjólinn sem stúlkan, sem með honum er á mynd- inni er í. — „Svona á konan að klæða sig,“ segir Jörgen, „þetta er „pent og praktískt." “ En sjálfur klæðist hann í skyrtu, bindi og jakka, eins og sjá má á myndinní, en vafalaust finnst honum það einnig vera „pent og praktiskt". Þeir eru margir sem láta ekki Lemmy-myndirnar fara framhjá sér, þótt lífið liggi við, eða svo gott sem. Eddy Constantine er rétta nafnið hans, og hann vann fyrir sér sem gaulari, áður en hann var uppgötvaður sem kvikmyndaleikari. Annars byggjast hlutverk hans mest á slagsmálum. Lemmy er lögreglumaður, sem á ætíð í höggi við stórglæpamenn — og ber að sjálfsögðu sigur úr býtum eftir mörg högg og þung. Ósjaldan fær hann koss að launum, frá einhverjum aðdáenda sinna, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. LEÐIJRTÍZKAISI Leðrið hefur ekki ennþá látið í minni pokann fyrir öðrum tízkufyrirbrigðum, enda er þetta „upprunalegt efni og ekta.“ Tízkufrömuðir reyna nýjar leið- ir hvað leðurtízkuna snertir og ein sú nýjasta, var eins og kunnugt er, að konur klæddust sínu eigin leðri, ofan mittis, og engu öðru. Og nú er meining- in að nærfötin verði einnig úr leðri, eins og myndin sýnir. Og þá er ekki annað eftir en skósmiðir fari að aug- lýsa viðgerðir á leðurnærfatnaði. 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.