Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 13
VÖ 18. JÚLÍ 1931 Nœsta tilraun — „Dreymandi drengur". Og svo hefurðu smám saman komizt upp á lagið? Gunnfríður svarar spurningu minni ekki beinlínis. Ég gerði eina eða tvær eftirlíkingar og búið. Eftir það hóf ég að móta eftir lifandi fyrirmyndum, seg- ir hún. Og næsta tilraun mín varð myndin „Dreymandi drengur“, sem víða hefur farið og vakið mikla athygli. Ég hafði hann til dæmis með mér til Kaupmannahafnar, ásamt mynd af Sigurjóni Péturssyni á Álafossi og Margréti skóla- meistarafrú á Akureyri, og þessar þrjár myndir dugðu mér til þess, að ég fékk inngöngu í myndlistaháskólann þar, aka- demiuna, sem aukanemandi. Ætli ég hafi ekki verið þar þrjá eða fjóra mánuði. Það var öll mín eiginlega skólaganga. Ætli það sé ekki nærri eins- dæmi, að fyrsta alvarlega til- raun myndhöggvara til sjálf- stæðrar sköpunar veki athygli og hljóti viðurkenningu sem gott. listaverk? — Jú, ég býst við því, En það er ekki eingöngu ókostur að leggja fyrst fullorðin og fullþroska út á listabrautina, heldur hefur það líka sína kasti. Maðurinn veit þá hvað hann vill, tekur viðfangsefnið fastari tökum og sleppur við alls konar fálm og útúrdúra. Og svo við víkjum aftur að „drengnum“, þá var hann ekki einungis valinn á myndlistar- „Síldarstúlkur“ heitir þessi mynd eftir Gunnfríði. Reykja- víkurborg færði Stokkhólmi þessa mynd að gjöf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.