Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 40

Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 40
© Túperað hár Framh. af bls. 38. aftan verðu, en á að öðru leyti að falla mjúkur og viðráðan- legur niður, eftir því hvernig hárgreiðslan er. ?. Gert er ráð fyrir, að það þurfi að túpera um 12 lokka frá hvirfli aítur á hnakka og til hliðanna, ef hárgreiðsl- an er hálfsíð og slétt. Þegar hárið í vöngunum er túper- að, er lokknum haldið beint út. 4. Byrjið að túpera hárið fremst og endið í hnakkan- um. Þegar við greiðum svo hárið á eftir, er byrjað í hnakkanum og greitt í stöll- um fram að enni. Að lokum er hárinu lyft léttilega með greiðunni. I. Þessi einfalda hárgreiðsla er ré't túperuð, hárið í vöng- unum sýnist mikið og upp á hvirflinum lyftir það sér, en fellur þó eðlilega og fallega. © Bollur Framh. af bls. 39. Krembollur. 175 g smjörlíki 250 g hveiti 1 tsk. kardemommur 1 msk. sykur iy4 dl mjólk 25 g ger eða 2% tsk. perluger 1 egg. Smjörlíkið mulið saman við hveitið, kardemommunum og sykri blandað saman við. Mjólkin velgd, gerið hrært saman við, blandað í deigið ásamt egginu. Deigið hnoðað vel. Sett í hveitistráða skál. Látið lyfta sér á volgum stað, þar til það hefur stækkað um helming (nál. 30 mínútur). Deigið hnoðað á ný og mót- aðar úr því bollur, sem settar eru á smurða plötu. Bollurnar flattar dálítið út, gerð hola í miðjuna. Bollurnar látnar lyfta sér í 15 mínútur. 1 tsk. af vanillukremi (t. d. pakkabúðingur) látin í miðju hverrar bollu, sem síðan eru smurðar með eggi. Bakað við 200° í nál. 20 mínútur. Skreyttar að ofan með flór- sykurbráð súkkulaðibráð. 40 FÁLKINN Bollurnar er einnig hægt að fylla með aldinmauki. Rjómabollur úr vatnsdeigi. 2 dl vatn 1 tsk. sykur 100 g smjörlíki 100 g hveiti 3 lítil egg. Innan í: 1 dl þeyttur rjómi 1 tsk. sykur 1 eggjarauða Vanilla Ofan á: Flórsykur Vatn, sykur og smjörlíki soð- ið saman, hveiti sáldrað saman við, deigið hrært, þar til það losnar frá potti og sleif. Kælt dálítið, eggjunum, eitt og eitt í einu, er þeytt saman við. Sett á smurða plötu með skeið eða sprautað. Bakað við 250° fyrstu 10 mínúturnar síðan 225°. Ekki má líta inn í ofninn fyrstu mínúturnar. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar, er lok skorið af þeim og þær fylltar með þeyttum rjóma eða eins konar hrákremi, þá er eggjarauða hrærð með sykri og vanillu og þeyttum rjóma blandað þar saman við. Flórsykri sáldrað yfir boll- urnar. Fylltar bollur. 250 g hveiti 125 g smjörlíki 1 msk. sykur 1 tsk. salt 1 tsk. kardemommur Vz egg 35 g ger 1 dl köld mjólk. Innan í: 50 g smjör 50 g sykur 50 g marsipan. Smjörlíkið saxað saman við hveitið; sykri, salti, karde- mommum, eggi og mjólkinni, sem gerið hefur verið hrært út í, biandað saman við. Deigið hnoðað vel saman, flatt út i 1 cm þykka köku, sem skipt er í um 15 ferkant- aða bita. Á miðju hvers fer- hyrnings er lögð fyllingin, sem bara er hrærð saman. Hornin beygð inn yfir fyllinguna. Boll- urnar settar á smurða plötu, samskeytin eiga að snúa niður. Látið lyfta sér tilbirgt á volg- um stað í 30—45 mínútur. Bollurnar smurðar að ofan, bakaðar við 250° í 12 mínútur. Þegar bollurnar eru orðnar kaldar, eru þær smurðar með súkkulaðibráð eða sáldrað á þær flórsykri. HVAÐ GERIST ÞESSAVIKU Hrúturinn, 21. marz—20. april: Fyrri reynsla þín getur orðið til þess að auðvelda þér að leysa þau verkefni sem fyrir hendi eru. Ef þörf krefur, hikaðu þá ekki við að leita ráða vina þinna. Varastu fl.iótfærnislegar ákvarðanir um helgina. Nautið, 21. apríl—21. maí: Gamall vinur þinn kemur á ný fram á sjónarsviðið. Taktu vingjarnlega á móti honum og reyndu að vera honum til ánægju. Þú ættir ekki að sækja skemmt- anir um helgina, það yrðu aðeins vonbrigði fyrir þig. Tvíburarnir, 22. mai—21. júní: Það er ekki ólíklegt, að þér bjóðist ný tækifæri til að auka vinsældir þínar og koma ár þinni betur fyrir borð, hvað at- vinnu snertir. Gamall samstarfsmaður þinn gæti orðið þér hjálplegur, ef þú kannt að notfæra þér reynslu hans. Krabbmn, 22. júní—23. júlí: Það gæti verið, að þér bærist bréf með skemmtíiegum fréttum nú i vikunni. Þú mátt einnig búast við fregnum af löngu gleymdum kunningja, sem gjarna vili endurnýja kunningsskap. Farðu gætilega í umferðinni. LjóniS, 2U. júlí—23. ágúst: Þessi vika á eftir að færa þér óvæntan hagnað. Þér gæti jafnvel tæmzt arfur, sem þú hefur ekki átt von á. En láttu ánægju þína yfir hagnaðinum ekki verða til þess að þú farir ógætilega með peninga. Meyjan, 21/. ágúst—23. sept.: Maki þinn eða félagi gæti komið þér skemmtilega á óvart í vikunni með því að gefa þér hlut, sem þú hefur lengi haft hug á að eignast. Sýndu þakklæti þitt með því að stilla skapsmuni þína. Þér hættir við að vera nokkuð deilugjarn. Vogin, 24. sept.—23. okt.: Ekki er ég frá því að þú hljótir ein- hverja viðurkenningu fyrir vel unnin störf eða eitthvað sem þú hefur látið af hendi rakna fyrir nokkuð löngu síðan. Þú færð ágætar hugmyndir um, hvernig þú getur skipulagt sem bezt störf þín. Drekinn, 24. okt.—22. nóv.: Þegar á allt er litið, ætti þetta að geta orðið nokkuð skemmtileg vika. Þú uppgötv- ar nýtt og skemmtilegt tómstundastarf, og þér býðst gott tækifæri til að sækja leikhús og dansleiki. Bogmaðurinn, 23. nðv.—21. des.: Þú ættir ekki að vera með óþarfa áhyggj- ur vegna fjölskyldu þinnar; það kemur í ljós nú í vikunni, að þú hefur ástæðu til að vera bjartsýnn, hvað það snertir. Þú skalt leggja áherzlu á að vinna þér álit vfirmanna þinna. Steingeitin. 22. des.—20. janúar: Djarfar og frumlegar hugmyndir skjóta upp kollinum núna í vikunni. Þú ert búinn að brjóta heilann um visst viðfangsefni, svo nú hefur þú tækifæri til að koma því í framkvæmd. Fólk gefur orðum þínum gaum. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Þér býðst tækifæri til að auka tekjur þínar. Gættu þess að láta það ekki ganga þér úr greipum, því það er ekki vist að þér bjóðist sams konar tækifæri á næst- unni. Varastu samt að skipta þér af fjár- málum annarra. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Líkur eru fyrir því, að ýmislegt sem var lagt á hilluna og gleymt, verði nú skyndi- lega mikilvægt í einkalífi þinu. Þú ættir að reyna nýiar aðferðir við að koma persónu- legum málefnum bínum á framfæri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.