Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 18
HAMINbJAN BEIÐ ITANGIER RÓMANTISK ÁSTARSAGA EFTIR DOROTHY COOPER Hún hafði fallegt göngulag. „Alveg eins og dansmær," hugsaði Simon með sér, meðan hann horfði á grönnu brúnu fæturna í flatbotna sandölum ganga upp pósthúströppurnar á undan honum. Hann veitti því líka eftirtekt, hvernig gol- an feykti til gljáandi hári hennar og þunnu silkiskyrt- unni, þannig að grannt mittið kom í Ijós. Simon elti hana inn í póst- húsið og fann sér til undrunar, að hann var orðinn tauga- óstyrkur. Það biðu þrír í röð- inni, tveir ungir menn sem tóku við þykkum bunka af bréfum með amerískum frí- merkjum og gamall maður sem spurði, hvort þetta væri poste restante deildin. „Já, monsieur.“ Afgreiðslu- maðurinn tók við vegabréfi hans, gáði í bréfabunkann og hristi höfuðið. „Því miður ekk- ert.“ Og nú var komið að stúlk- unni. „Er nekkurt bréf til ungfrú Adams? Jane Adams?“ Rödd hennar var mjúk og hik- andi. Fingurnir sem ýttu brezku vegabréfinu yfir borð- ið skulfu lítið eitt. „Já, ég man það, made- moiselIe.“ Afgreiðslumaðurinn brosti svo að skein í gulltenn- urnar. „Andartak.“ Simon beið í ofvæni. Henni var rétt hvítt umslag. A fgreiðslumaðurinn leit á- nægjulega á hana: „Það er komið bréfið sem þér biðuð eftir." Svo breyttist svipur 18 hans: „Þetta er ekki það sem þér bjugguzt við?“ „Nei. Þetta. .. frímerkið á því er héðan. Ég er að bíða eftir bréfi frá London. Þetta er stimplað í Tangier." Hún lét vegabréfið aftur ofan í veskið sitt. Bréfið lá kyrrt á borðinu. „Ég þekki engan hér.“ „En það er skrifað utan á til yðar.“ „Já, það er víst bezt, að ég lesi það. Þakka yður fyrir.“ Hún gekk út að dyrunum. Rauðgullna hárið féll yfir and- lit hennar, þegar hún beygði sig fram, reif upp umslagið og las fáeinar vélritaðar línur á blaðinu. Síðan sneri hún sér snöggt við og bögglaði því saman í lófa sér. Hún var orðin föl á vanga og dökku augun skutu gneistum. Hún sagði napurlega: „Ég geri ráð fyrir, að þér séuð Simon Blake?“ „Stendur heima.“ Hann reyndi að tala eðlilega, frjáls- mannlega. „Maðurinn, sem stendur fyrir aftan yður í biðröðinni!“ las hún upp úr bréfinu og leit á hann með ískaldri fyrirlitn- ingu. „Og nafnið er jafnfalskt og annað við yður. Það vill svo til, að Simon Blake er frægur enskur leikritahöfund- ur. Ég sá seinasta leikrit hans í London fyrir hálfu ári. Hann er miklu eldri en þér. Ég sá mynd af honum í —“ „Það var ljósmyndaranum að kenna. Sennilega eru til mörg þúsund manns sem heita Simon Blake. En ég skrifa leikrit. Og ég er tuttugu og níu ára gamall.“ einmitt?" Hún hikaði, ”\J> fleygði síðan bréfinu í næstu ruslakörfu. Svo spurði hún hálfvandræðalega: „En hver sagði yður hvað ég héti?“ „Ef þér viljið taka því boði sem ég tala um í bréfinu og drekka með mér kaffi, skal ég útskýra það fyrir yður. Þér ættuð ekki að þurfa að óttast neinn alvarlegan háska svona að morgni dags.“ Hún sagði hvorki já né nei. Hann gekk við hlið hennar út í glampandi sólskinið. Hún var grönn og snyrtilega klædd í smaragðsgrænni silkiskyrtu og þröngum hvítum buxum, og hún náði honum tæplega í öxl. Það voru mörg borð Iaus fyrir utan veitingahúsið. Hann náði í stól handa henni, og þau fengu sér sæti. Hann sagði: „Má bjóða yður kaffi? Eða vilduð þér heldur eitthvað annað? Til dæmis ís?“ „Ég vil helzt konjak, þakka yður fyrir.“ „Og kaffi handa mér.“ Meðan hann var að gera pönt- unina furðaði hann sig á vali hennar. í blindandi ágústsól- inni sýndist hún mjög ung — miklu yngri en hann hafði getið sér til af framkomu henn- ar og öryggi. Hann bauð henni sígarettu sem hún þáði og reykti viðvaningslega. Hann sagði: „Sjáið þér til, ég hef verið hálfan mánuð hér í Tangier. Á hverjum morgni hef ég fengið mér kaffisopa í þessu veitingahúsi, r.ður en ég fór að sækja bréfin í póst- inn. Eins og þér hef ég látið senda þau í poste restante deildina. Fyrir viku voruð þér næst á undan mér í biðröðinni. Ég heyrði yður segja af- greiðslumanninum nafn yðar, en þér fenguð ekkert bréf. Sama gerðist þrem dögum síð- ar, og mér skildist af orðum hans, að þér hefðuð ekki feng- ið neitt bréf í millitíðinni. Þér voruð svo vonsvikin að sjá. Mér datt í hug. ..“ „Að bjóða mér út?“ Augu hennar fylltust skyndilega tár- um. „Að ég gæti gefið yður efni í nýtt leikrit? Það hvarfl- aði ekki að yður, að vonbrigðin yrðu enn sárari, þegar ég fengi bréf sem ekki væri hið eina rétta? Jæja, allavega er ég ekk- ert spennandi. Og því síður er ég spennt fyrir Simon Blake.“ jónninn færði þeim drykk- ina. Hún saup á konjakinu og lagði fljótt frá sér glasið. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði Simon daufur í dálkinn. „Mig grunaði alls ekki, að þér tækj- uð bréfið svona hátíðlega, og að það væri svona þýðingar- mikið. . . “ „Það er þýðingarmeira en allt annað í veröldinni“. Hún deplaði augunum ótt og títt og starði út á götuna, þar sem háværir skemmtiferðamenn gengu og skoðuðu sig um. „Er það frá kærastanum?“ spurði Simon. „Já“. Hún roðnaði. „Við ætl- uðum að verða samferða. Síðan höfðum við hngsao okkur að FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.